Kátína hjá fastagestum að komast aftur í sundlaugina Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2020 20:37 Glatt var á hjalla í heitu pottunum í Árbæjarlaug í morgun þegar fastagestir hittust á ný eftir nærri tveggja mánaða sundbann. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Landsmenn voru greinilega orðnir óþreyjufullir að komast í sund, miðað við biðraðirnar sem mynduðust á miðnætti í Reykjavík þegar laugarnar voru opnaðar, eftir nærri tveggja mánaða lokun. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var skrækt þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar á miðnætti, slík var gleðin, - og óþreyjan svo mikil að tveggja metra reglan virtist hafa gleymst um stund. Biðraðirnar við laugarnar vitna um að þetta er einhver ánægjulegasti áfanginn til þessa í afléttingu samkomutakmarkana vegna veirunnar. Það virðist hafa verið unga fólkið sem mætti í miðnæturopnunina. Fastagestirnir komu á sínum venjulega tíma, að minnsta kosti í Árbæjarlaug í morgun. Þar virtust gestir leggja sig fram um að halda góðu millibili. Þegar pottarnir voru orðnir hæfilega setnir dreifðu menn sér bara um barnalaugina. Sundlaugargestir í Árbænum dreifðu sér um setlaugina og höfðu gott bil á milli sín.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Hvílík dásemd að geta komið hérna oní aftur. Maður hefur ekki getað baðað sig í tvo mánuði,“ sagði Styrmir Haukdal Þorgeirsson og uppskar hlátur annarra pottverja. Úlfar Antonsson sagði það hafa verið erfiðan tíma að vera án laugarinnar. „Alveg hræðilegt," sagði Theodór Sólonsson. „En það er gott að það er búið að opna,“ bætti hann við. -En hvernig hafið þið bætt ykkur upp sundleysið? „Ganga um dalinn, Elliðaárdalinn,“ svaraði Sigurjón H. Ólafsson. „Maður er búinn að telja niður dagana þangað til maður getur byrjað aftur,“ sagði Anni Haugen og sagði það hafa verið mikla tilhlökkun að komast aftur í sund. Anni Haugen segist hafa talið niður dagana í eftirvæntingu að komast aftur í sund. Nær situr Margrét Arnljótsdóttir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það er gaman að hitta félagana,“ sagði Úlfar. „Það er eins og að mæta í félagsmiðstöð að koma hér,“ sagði Magnús Pétursson. Fólk naut þess einnig að taka sundtökin á ný, eftir langt hlé, og ekki var að sjá nein þrengsli á sundbrautunum í Árbæjarlauginni í morgun. -Er ekki erfitt að halda tveggja metra regluna? „Jú, það er mjög erfitt, - með þessum konum,“ svaraði Styrmir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Sundlaugar Sund Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. 18. maí 2020 12:00 Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. 11. maí 2020 16:49 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Landsmenn voru greinilega orðnir óþreyjufullir að komast í sund, miðað við biðraðirnar sem mynduðust á miðnætti í Reykjavík þegar laugarnar voru opnaðar, eftir nærri tveggja mánaða lokun. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Það var skrækt þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar á miðnætti, slík var gleðin, - og óþreyjan svo mikil að tveggja metra reglan virtist hafa gleymst um stund. Biðraðirnar við laugarnar vitna um að þetta er einhver ánægjulegasti áfanginn til þessa í afléttingu samkomutakmarkana vegna veirunnar. Það virðist hafa verið unga fólkið sem mætti í miðnæturopnunina. Fastagestirnir komu á sínum venjulega tíma, að minnsta kosti í Árbæjarlaug í morgun. Þar virtust gestir leggja sig fram um að halda góðu millibili. Þegar pottarnir voru orðnir hæfilega setnir dreifðu menn sér bara um barnalaugina. Sundlaugargestir í Árbænum dreifðu sér um setlaugina og höfðu gott bil á milli sín.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Hvílík dásemd að geta komið hérna oní aftur. Maður hefur ekki getað baðað sig í tvo mánuði,“ sagði Styrmir Haukdal Þorgeirsson og uppskar hlátur annarra pottverja. Úlfar Antonsson sagði það hafa verið erfiðan tíma að vera án laugarinnar. „Alveg hræðilegt," sagði Theodór Sólonsson. „En það er gott að það er búið að opna,“ bætti hann við. -En hvernig hafið þið bætt ykkur upp sundleysið? „Ganga um dalinn, Elliðaárdalinn,“ svaraði Sigurjón H. Ólafsson. „Maður er búinn að telja niður dagana þangað til maður getur byrjað aftur,“ sagði Anni Haugen og sagði það hafa verið mikla tilhlökkun að komast aftur í sund. Anni Haugen segist hafa talið niður dagana í eftirvæntingu að komast aftur í sund. Nær situr Margrét Arnljótsdóttir.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það er gaman að hitta félagana,“ sagði Úlfar. „Það er eins og að mæta í félagsmiðstöð að koma hér,“ sagði Magnús Pétursson. Fólk naut þess einnig að taka sundtökin á ný, eftir langt hlé, og ekki var að sjá nein þrengsli á sundbrautunum í Árbæjarlauginni í morgun. -Er ekki erfitt að halda tveggja metra regluna? „Jú, það er mjög erfitt, - með þessum konum,“ svaraði Styrmir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Sundlaugar Sund Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. 18. maí 2020 12:00 Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. 11. maí 2020 16:49 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. 18. maí 2020 12:00
Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15
Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44
Höfða til fólks að hanga ekki of lengi í pottunum Skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg segir að sundlaugarnar búi að reynslu frá því í samkomubanni var komið á í mars. Hann reiknar með að reglurnar sem kynntar verða á næstunni muni gilda í tvær vikur. 11. maí 2020 16:49