Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2020 14:01 Upplitið á verðbréfasölum í kauphöllinni í New York var ekki djarft í morgun. Vísitala féll þar um sjö prósentustig strax við opnun. Viðskipti eru stöðvuð tímabundið þegar lækkun nemur meira en fimm prósentustigum á einum degi. AP/Richard Drew Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur aðeins fimn mínútunum eftir að þeir opnuðu í morgun. Þá höfðu vísitölur lækkað hratt líkt og gerði í Asíu og Evrópu vegna hrapandi olíuverðs og ótta við áhrif kórónuveirunnar í nótt og í morgun. S&P 500-vísitalan lækkaði um sjö prósentustig aðeins fimm mínútum eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í morgun. Við þær aðstæður eru viðskipti sjálfkrafa stöðvuð í fimmtán mínútur. Þetta er í fyrsta skipti frá því í fjármálahruninu í desember árið 2008 sem slíkt gerist. Dow Jones-iðnaðarvísitalan féll jafnframt um meira en 1.900 stig. Viðskipti gætu aftur stöðvast tímabundið haldi lækkunin áfram og nái þrettán prósentustigum í dag. Nái lækkunin tuttugu prósentustigum verður kauphöllum lokað í dag. Það hefur aldrei gerst frá því að reglurnar voru settar, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Sjá einnig: Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Evrópskar og asískar vísitölur lækkuðu um 7-8% við opnun markaða þar í nótt og morgun. Það var viðbragð markaða við verðhruni á olíu. Verðið lækkaði um hátt í 30% í nótt þegar Sádar hófu verðstríð til að þvinga Rússa til að taka þátt í aðgerðum OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, um að halda uppi verði á olíu þrátt fyrir minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirunnar. Wuhan-veiran Bandaríkin Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur aðeins fimn mínútunum eftir að þeir opnuðu í morgun. Þá höfðu vísitölur lækkað hratt líkt og gerði í Asíu og Evrópu vegna hrapandi olíuverðs og ótta við áhrif kórónuveirunnar í nótt og í morgun. S&P 500-vísitalan lækkaði um sjö prósentustig aðeins fimm mínútum eftir opnun markaða í Bandaríkjunum í morgun. Við þær aðstæður eru viðskipti sjálfkrafa stöðvuð í fimmtán mínútur. Þetta er í fyrsta skipti frá því í fjármálahruninu í desember árið 2008 sem slíkt gerist. Dow Jones-iðnaðarvísitalan féll jafnframt um meira en 1.900 stig. Viðskipti gætu aftur stöðvast tímabundið haldi lækkunin áfram og nái þrettán prósentustigum í dag. Nái lækkunin tuttugu prósentustigum verður kauphöllum lokað í dag. Það hefur aldrei gerst frá því að reglurnar voru settar, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Sjá einnig: Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Evrópskar og asískar vísitölur lækkuðu um 7-8% við opnun markaða þar í nótt og morgun. Það var viðbragð markaða við verðhruni á olíu. Verðið lækkaði um hátt í 30% í nótt þegar Sádar hófu verðstríð til að þvinga Rússa til að taka þátt í aðgerðum OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, um að halda uppi verði á olíu þrátt fyrir minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirunnar.
Wuhan-veiran Bandaríkin Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira