Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2020 02:12 Tilefni þessarar lækkunar er verðstríð Sádi-Arabíu og Rússlands. AP/Gregory Bull Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. Heilt yfir lækkaði verð Brent olíu um um það bil 30 prósent þegar mest var. Tilefni þessarar lækkunar er verðstríð Sádi-Arabíu og Rússlands. Rússar neituðu að starfa með Samtökum olíuútflutningslanda, eða OPEC, sem Sádar svo gott sem stýra, og draga úr framleiðslu vegna samdráttar í eftirspurn sem rakin er til nýju kórónuveirunnar Covid-19. Í kjölfar þess lýstu yfirvöld Sádi-Arabíu því yfir að þeir ætluðu að lækka verð olíu þaðan og byrja að selja úr gífurlegum byrgðum ríkisins. Ofan á það ætla Sádar að auka framleiðslu í næsta mánuði, þegar núgildandi samningur OPEC og Rússa rennur úr gildi. Markmiðið er að refsa Rússlandi en stór hluti tekna ríkisins er kemur frá sölu olíu. Eins og Reuters fréttaveitan bendir á var síðast gripið til sambærilegra aðgerða árin 2014 og 2016. Þá voru Sádar og Rússar að vinna saman og beita olíuframleiðendur í Bandaríkjunum sem notast við bergbrot (Fracking) þrýstingi. Á undanförnum áratug hefur bergbrot og aðrar aðferðir aukið olíuframleiðslu Bandaríkjanna til muna og gert ríkið að stærsta olíuframleiðenda heims. Rússar eru í öðru sæti. Þessar olíuframleiðsluaðferðir Bandaríkjanna eru þó iðulega dýrari en hefðbundnar aðferðir og iðnaðurinn er tiltölulega skuldsettur. Samkæmt CNBC gæti verðstríð Sáda og Rússa komið verst niður á bandarískum olíuframleiðendum. Bensín og olía Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. Heilt yfir lækkaði verð Brent olíu um um það bil 30 prósent þegar mest var. Tilefni þessarar lækkunar er verðstríð Sádi-Arabíu og Rússlands. Rússar neituðu að starfa með Samtökum olíuútflutningslanda, eða OPEC, sem Sádar svo gott sem stýra, og draga úr framleiðslu vegna samdráttar í eftirspurn sem rakin er til nýju kórónuveirunnar Covid-19. Í kjölfar þess lýstu yfirvöld Sádi-Arabíu því yfir að þeir ætluðu að lækka verð olíu þaðan og byrja að selja úr gífurlegum byrgðum ríkisins. Ofan á það ætla Sádar að auka framleiðslu í næsta mánuði, þegar núgildandi samningur OPEC og Rússa rennur úr gildi. Markmiðið er að refsa Rússlandi en stór hluti tekna ríkisins er kemur frá sölu olíu. Eins og Reuters fréttaveitan bendir á var síðast gripið til sambærilegra aðgerða árin 2014 og 2016. Þá voru Sádar og Rússar að vinna saman og beita olíuframleiðendur í Bandaríkjunum sem notast við bergbrot (Fracking) þrýstingi. Á undanförnum áratug hefur bergbrot og aðrar aðferðir aukið olíuframleiðslu Bandaríkjanna til muna og gert ríkið að stærsta olíuframleiðenda heims. Rússar eru í öðru sæti. Þessar olíuframleiðsluaðferðir Bandaríkjanna eru þó iðulega dýrari en hefðbundnar aðferðir og iðnaðurinn er tiltölulega skuldsettur. Samkæmt CNBC gæti verðstríð Sáda og Rússa komið verst niður á bandarískum olíuframleiðendum.
Bensín og olía Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent