Hjartnæm kveðja Óla Stef til Guðjóns Vals: „Þessum manni ætla ég ekki að valda vonbrigðum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 07:30 Ólafur Stefánsson sendi fyrrum kollega sínum úr landsliðinu góðar kveðjur. vísir/s2s Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna undir lok síðasta mánaðar eftir ansi sigursælan feril. Guðjón Valur fór á 22 stórmót með íslenska landsliðinu og fékk margar góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af Seinni bylgjunni. Þar á meðal var ein frá Ólafi Stefánssyni. Ólafur og Guðjón Valur léku lengi vel saman með landsliðinu og gerðu það einnig hjá AG í Kaupmannahöfn en Ólafur hrósaði Guðjóni mikið í innslaginu. Hann skaut einnig á sinn gamla félaga og sagði að hann yrði örugglega byrjaður aftur eftir ár. Guðjón Valur hafði þetta að segja eftir kveðjuna: „Þetta er það sem gerir okkur Íslendinga sérstaka er að það tala allir saman og allir eru viljugir til að gefa af sér. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera herbergisfélaga Óla í mörg ár og að fylgjast með honum og hafa lært af honum. Ótrúlegur,“ sagði Guðjón. „Ótrúlegt hvað hann hefur hjálpað manni og hann og Aron eru bestu leikmennirnir sem maður hefur spilað með í landsliðsbúningi. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið hann veit um handbolta og hvernig hann skilur hann og sér hann. Það er eitthvað sem var nýtt fyrir mér sem hornamann.“ Guðjón Valur segir að Ólafur hafi komið til sín fyrir eitt mótið og sagt við hann að liðið mætti aldrei sjá þá tvo rífast. Guðjón Valur sagði að það hafi verið ákveðin skilaboð til sín. „Eins og hann sagði þá erum við eins og senterarar. Við eigum að hlaupa og sjá um hraðaupphlaupið en ég lærði mikið af því að tala við handbolta og uppsetningu á liði og hvernig maður á að haga sér. Hann kom til mín fyrir eitthvað mótið og sagði: Liðið sér okkur aldrei rífast. Sama hvað þú segir og sama hvað ég segi. Hinn segir já og við dílum við þetta upp á herbergi.“ „Við vorum ekkert að öskra og vera með eitthvað vitleysu en það var mikilvægt fyrir hann og heiður fyrir mig að hann tók mig. Ég vissi að ég væri vara fyrirliði og þegar hann var ekki á svæðinu tók ég við en þegar hann sagði þetta þá sagði ég: Þessum manni ætla ég ekki að valda vonbrigðum. Ef hann biður mig um eitthvað þá geri ég það. Ég sagði bara já. Hann hafði rétt fyrir sér og þá var aldrei neitt vesen.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja frá Óla Stef Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson lagði skóna á hilluna undir lok síðasta mánaðar eftir ansi sigursælan feril. Guðjón Valur fór á 22 stórmót með íslenska landsliðinu og fékk margar góðar kveðjur í sérstökum uppgjörsþætti af Seinni bylgjunni. Þar á meðal var ein frá Ólafi Stefánssyni. Ólafur og Guðjón Valur léku lengi vel saman með landsliðinu og gerðu það einnig hjá AG í Kaupmannahöfn en Ólafur hrósaði Guðjóni mikið í innslaginu. Hann skaut einnig á sinn gamla félaga og sagði að hann yrði örugglega byrjaður aftur eftir ár. Guðjón Valur hafði þetta að segja eftir kveðjuna: „Þetta er það sem gerir okkur Íslendinga sérstaka er að það tala allir saman og allir eru viljugir til að gefa af sér. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera herbergisfélaga Óla í mörg ár og að fylgjast með honum og hafa lært af honum. Ótrúlegur,“ sagði Guðjón. „Ótrúlegt hvað hann hefur hjálpað manni og hann og Aron eru bestu leikmennirnir sem maður hefur spilað með í landsliðsbúningi. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið hann veit um handbolta og hvernig hann skilur hann og sér hann. Það er eitthvað sem var nýtt fyrir mér sem hornamann.“ Guðjón Valur segir að Ólafur hafi komið til sín fyrir eitt mótið og sagt við hann að liðið mætti aldrei sjá þá tvo rífast. Guðjón Valur sagði að það hafi verið ákveðin skilaboð til sín. „Eins og hann sagði þá erum við eins og senterarar. Við eigum að hlaupa og sjá um hraðaupphlaupið en ég lærði mikið af því að tala við handbolta og uppsetningu á liði og hvernig maður á að haga sér. Hann kom til mín fyrir eitthvað mótið og sagði: Liðið sér okkur aldrei rífast. Sama hvað þú segir og sama hvað ég segi. Hinn segir já og við dílum við þetta upp á herbergi.“ „Við vorum ekkert að öskra og vera með eitthvað vitleysu en það var mikilvægt fyrir hann og heiður fyrir mig að hann tók mig. Ég vissi að ég væri vara fyrirliði og þegar hann var ekki á svæðinu tók ég við en þegar hann sagði þetta þá sagði ég: Þessum manni ætla ég ekki að valda vonbrigðum. Ef hann biður mig um eitthvað þá geri ég það. Ég sagði bara já. Hann hafði rétt fyrir sér og þá var aldrei neitt vesen.“ Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja frá Óla Stef Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira