Forseti UEFA segir að Meistara- og Evrópudeildin muni klárast í ágúst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 13:30 Franska stórliðið PSG sló Borussia Dortmund út í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en mun ekki geta leikið heimaleiki sína í Frakklandi fari keppnin aftur af stað. EPA-EFE/YOAN VALAT Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu, segir að bæði Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildin muni klárast í ágúst. Hann er viss um að 80 prósent allra deildarkeppna Evrópu muni ljúka á sama tíma. Þá er allt að smella fyrir EM í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2021. Leikjum í stærstu deildum Evrópu var frestað í mars á þessu ári en um helgina fór sú þýska aftur af stað. Eina landið sem hefur ekki látið kórónufaraldurinn á sig fá er Hvíta-Rússland þar sem Willum Þór Willumsson leikur listir sínar með BATE Borisov. Það er ljóst að deildarkeppnum í Belgíu, Frakklandi og Hollandi er lokið en önnur lönd stefna á að klára sín tímabil. Ceferin er hins vegar brattur og telur að aðrar deildir Evrópu muni fara af stað innan tíðar og spáir því að öllum deildarkeppnum verði lokið í ágúst. Það á líka við um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. „Ef hlutirnir haldast eins fram í ágúst þá munum við ljúka deildarkeppnum í Evrópu sem og Evrópukeppnum. Ég held að meirihluti deilda muni klára sín tímabil. Ef þær gera það ekki þá er það þeirra ákvörðun. Deildirnar munu samt þurfa að spila umspilsleiki ef þær vilja taka þátt í keppnum á vegum UEFA,“ segir Ceferin en The Guardian greindi frá. Uefa president says Champions League and Europa League will finish by August https://t.co/qGoXEBoG41— The Guardian (@guardian) May 17, 2020 Sem stendur eiga bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildin eftir að klára leiki í 16-liða úrslitum. Paris Saint-Germain var krýnt meistari á dögunum þó tímabilinu væri ekki lokið. Mun félagið ekki geta spilað í Frakklandi eftir að yfirvöld þar í landi bönnuðu íþróttaviðburði þangað til í september. Ceferen segir að ef félög geti ekki leikið í sínu landi þá muni þau þurfa að spila á hlutlausum velli. Að lokum segir Ceferin að nær allt sé klappað og klárt fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer næsta sumar. Búið er að ræða við alls níu borgir um að halda mótið en enn séu vandræði með þrjár. „Við eigum í vandræðum með þrjár borgir sem stendur. Við munum ræða það í náinni framtíð og stefnum að halda mótið í tólf borgum. Ef það gengur ekki eftir þá erum við tilbúin að halda mótið í tíu, níu eða átta borgum.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu, segir að bæði Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildin muni klárast í ágúst. Hann er viss um að 80 prósent allra deildarkeppna Evrópu muni ljúka á sama tíma. Þá er allt að smella fyrir EM í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2021. Leikjum í stærstu deildum Evrópu var frestað í mars á þessu ári en um helgina fór sú þýska aftur af stað. Eina landið sem hefur ekki látið kórónufaraldurinn á sig fá er Hvíta-Rússland þar sem Willum Þór Willumsson leikur listir sínar með BATE Borisov. Það er ljóst að deildarkeppnum í Belgíu, Frakklandi og Hollandi er lokið en önnur lönd stefna á að klára sín tímabil. Ceferin er hins vegar brattur og telur að aðrar deildir Evrópu muni fara af stað innan tíðar og spáir því að öllum deildarkeppnum verði lokið í ágúst. Það á líka við um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. „Ef hlutirnir haldast eins fram í ágúst þá munum við ljúka deildarkeppnum í Evrópu sem og Evrópukeppnum. Ég held að meirihluti deilda muni klára sín tímabil. Ef þær gera það ekki þá er það þeirra ákvörðun. Deildirnar munu samt þurfa að spila umspilsleiki ef þær vilja taka þátt í keppnum á vegum UEFA,“ segir Ceferin en The Guardian greindi frá. Uefa president says Champions League and Europa League will finish by August https://t.co/qGoXEBoG41— The Guardian (@guardian) May 17, 2020 Sem stendur eiga bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildin eftir að klára leiki í 16-liða úrslitum. Paris Saint-Germain var krýnt meistari á dögunum þó tímabilinu væri ekki lokið. Mun félagið ekki geta spilað í Frakklandi eftir að yfirvöld þar í landi bönnuðu íþróttaviðburði þangað til í september. Ceferen segir að ef félög geti ekki leikið í sínu landi þá muni þau þurfa að spila á hlutlausum velli. Að lokum segir Ceferin að nær allt sé klappað og klárt fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer næsta sumar. Búið er að ræða við alls níu borgir um að halda mótið en enn séu vandræði með þrjár. „Við eigum í vandræðum með þrjár borgir sem stendur. Við munum ræða það í náinni framtíð og stefnum að halda mótið í tólf borgum. Ef það gengur ekki eftir þá erum við tilbúin að halda mótið í tíu, níu eða átta borgum.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira