Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 09:26 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fyrir aftan hana má sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga fyrir ferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Bankarnir segja hættu fólgna í frumvarpinu. RÚV greinir frá þessu. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar gildir inneignarnótan sem fæst í endurgreiðslu í ár. Verði inneignarnótan ekki nýtt innan þess tíma gefst fólki svo kostur á því að fá ferðir sínar endurgreiddar í peningum. Lögmenn bæði Arion og Íslandsbanka telja að frumvarpið geti rýrt þann rétt sem neytendur hafa gagnvart ferðaþjónustufyrirtækjunum. Eins og staðan er núna geta þeir sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrir ferðir sem ekki voru farnar, en fresturinn til þess er átján mánuðir frá greiðslu. Íslandsbanki hefur skilað inn umsögn þar sem áhyggjum af áhrifum frumvarpsins á neytendur er lýst.Vísir/Vilhelm Vara við tvenns konar réttarskerðingu Lögmenn bankanna segja að frumvarpið geti rýrt rétt neytenda á tvennan hátt. Þeir benda á að fólk muni ekki getað sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrr en að ári liðnu. Þá geti frestur til að krefjast endurgreiðslu verið liðinn, sökum þess hversu margir bóka og greiða tímanlega fyrir ferðalög sín. Þá er einnig bent á að endurgreiðsla í formi inneignarnótu gæti komið í veg fyrir að fólk fái endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum, en eitt skilyrði þess er að hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá seljanda en verið hafnað um hana. „Þá er óvíst hvort alþjóðlegar kortasamsteypur víki frá skilmálum sínum þó svo að lögum einstakra ríkja verði breytt þannig að þau kunni að brjóta gegn skilmálunum. Það er því ljóst að huga þarf að þessum atriðum við meðferð málsins,“ segir í umsögn Íslandsbanka. Þá segir í umsögn Arion banka að bankinn sé mótfallinn frumvarpinu. Eins tekur bankinn undir sjónarmið Neytendastofu um að neytendum séu ekki tryggðar fullar endurgreiðslur í samræmi við lög og skilmála sem í gildi voru þegar kaup áttu sér stað. Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið það út að þau séu fylgjandi frumvarpinu. BSRB, ASÍ og Neytendasamtökin hafa hins vegar lagst gegn því. Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna 7. maí 2020 18:19 Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga fyrir ferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Bankarnir segja hættu fólgna í frumvarpinu. RÚV greinir frá þessu. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar gildir inneignarnótan sem fæst í endurgreiðslu í ár. Verði inneignarnótan ekki nýtt innan þess tíma gefst fólki svo kostur á því að fá ferðir sínar endurgreiddar í peningum. Lögmenn bæði Arion og Íslandsbanka telja að frumvarpið geti rýrt þann rétt sem neytendur hafa gagnvart ferðaþjónustufyrirtækjunum. Eins og staðan er núna geta þeir sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrir ferðir sem ekki voru farnar, en fresturinn til þess er átján mánuðir frá greiðslu. Íslandsbanki hefur skilað inn umsögn þar sem áhyggjum af áhrifum frumvarpsins á neytendur er lýst.Vísir/Vilhelm Vara við tvenns konar réttarskerðingu Lögmenn bankanna segja að frumvarpið geti rýrt rétt neytenda á tvennan hátt. Þeir benda á að fólk muni ekki getað sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrr en að ári liðnu. Þá geti frestur til að krefjast endurgreiðslu verið liðinn, sökum þess hversu margir bóka og greiða tímanlega fyrir ferðalög sín. Þá er einnig bent á að endurgreiðsla í formi inneignarnótu gæti komið í veg fyrir að fólk fái endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum, en eitt skilyrði þess er að hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá seljanda en verið hafnað um hana. „Þá er óvíst hvort alþjóðlegar kortasamsteypur víki frá skilmálum sínum þó svo að lögum einstakra ríkja verði breytt þannig að þau kunni að brjóta gegn skilmálunum. Það er því ljóst að huga þarf að þessum atriðum við meðferð málsins,“ segir í umsögn Íslandsbanka. Þá segir í umsögn Arion banka að bankinn sé mótfallinn frumvarpinu. Eins tekur bankinn undir sjónarmið Neytendastofu um að neytendum séu ekki tryggðar fullar endurgreiðslur í samræmi við lög og skilmála sem í gildi voru þegar kaup áttu sér stað. Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið það út að þau séu fylgjandi frumvarpinu. BSRB, ASÍ og Neytendasamtökin hafa hins vegar lagst gegn því.
Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna 7. maí 2020 18:19 Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna 7. maí 2020 18:19
Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15
ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent