Óttast að útgöngu- og samkomubann leiði til „flóðbylgju geðkvilla“ Sylvía Hall skrifar 16. maí 2020 15:42 Geðlæknar óttast fólk leiti sér síður hjálpar. Vísir/Getty Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. Fólk leiti sér síður hjálpar og byrgi vandamálin inni. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að nýleg könnun hafi leitt það í ljós að reglubundnum heimsóknum til geðlækna hefur fækkað en neyðartilfellum fjölgað. Geðlæknar óttist mikið álag þegar takmörkunum verði aflétt þar sem fólk virðist veigra sér við að leita sér hjálpar á meðan mikið álag er á heilbrigðiskerfinu vegna Covid-19. Því er biðlað til fólks að nýta sér þau úrræði sem eru í boði og áréttað að langflestar þjónustur sem sinna geðheilbrigðismálum séu enn starfandi þrátt fyrir skerta þjónustu á mörgum sviðum samfélagsins. Í könnun á vegum geðheilbrigðissamtakanna Rethink Mental Illness kom í ljós að fjöldi fólks taldi geðheilsu sína hafa versnað frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Rútínuleysi hafi leitt til þess að fólk upplifði minna öryggi og ánægju. Mikilvægt að gæta að grunnþörfum Rauði krossinn hefur vakið athygli á andlegri líðan landsmanna á þessum tímum og áréttað mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á hér á landi hringdu tvöfalt fleiri í Hjálparsíma Rauða krossins og fólk upplifði meiri kvíða. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar fræðslu- og bataseturs Rauða krossins í Reykjavík fyrir fólk með geðraskanir, sagði í skoðanapistli hér á Vísi að andleg heilsa væri ekki síður mikilvæg en handþvottur á tímum Covid-19. Mikil fjölmiðlaumfjöllun gæti valdið kvíða og það væri mikilvægt að vera vakandi fyrir einkennum. „Helstu bjargráðin eru að gæta að grunnþörfunum. Að passa rútínuna, gæta að svefnvenjum, mataræði og hreyfingu og forðast áfengi og tóbak og allt sem deyfir og dregur úr okkur kraft. Að stunda einhverskonar andlega iðkun eins og hugleiðslu, lestur, handavinnu eða hugarvinnu getur verið róandi og jarðtengt okkur og mörgum gagnast einnig vel að hreyfa sig. Fara í kraftmikla göngutúra og anda að sér fersku lofti,“ skrifaði Halldóra. Hún segir félagslega þáttinn mikilvægan og fátt gæti komið í stað mannlegra samskipta. Félagsleg einangrun gæti magnað upp kvíða og fólk með geðraskanir hefði fundið fyrir því. Því væri mikilvægt að leita sér hjálpar. „Það að hafa samband, vera til staðar og hlusta er mögulega eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir aðrar manneskjur á þessum tímum. Við höfum öll okkar bjargráð og best er að skipuleggja og endurskoða hvernig þau gagnast okkur best.“ Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. 14. maí 2020 12:19 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Geðlæknar í Bretlandi óttast að takmarkanir á samkomum og útgöngubann víða um heim geti leitt til mikillar aukningar í geðsjúkdómum og aðgerðirnar til þess að sporna við kórónuveirufaraldrinum muni hafa verulega neikvæðar afleiðingar á andlega heilsu fólks. Fólk leiti sér síður hjálpar og byrgi vandamálin inni. Á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að nýleg könnun hafi leitt það í ljós að reglubundnum heimsóknum til geðlækna hefur fækkað en neyðartilfellum fjölgað. Geðlæknar óttist mikið álag þegar takmörkunum verði aflétt þar sem fólk virðist veigra sér við að leita sér hjálpar á meðan mikið álag er á heilbrigðiskerfinu vegna Covid-19. Því er biðlað til fólks að nýta sér þau úrræði sem eru í boði og áréttað að langflestar þjónustur sem sinna geðheilbrigðismálum séu enn starfandi þrátt fyrir skerta þjónustu á mörgum sviðum samfélagsins. Í könnun á vegum geðheilbrigðissamtakanna Rethink Mental Illness kom í ljós að fjöldi fólks taldi geðheilsu sína hafa versnað frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Rútínuleysi hafi leitt til þess að fólk upplifði minna öryggi og ánægju. Mikilvægt að gæta að grunnþörfum Rauði krossinn hefur vakið athygli á andlegri líðan landsmanna á þessum tímum og áréttað mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu. Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á hér á landi hringdu tvöfalt fleiri í Hjálparsíma Rauða krossins og fólk upplifði meiri kvíða. Halldóra Pálsdóttir, forstöðumaður Vinjar fræðslu- og bataseturs Rauða krossins í Reykjavík fyrir fólk með geðraskanir, sagði í skoðanapistli hér á Vísi að andleg heilsa væri ekki síður mikilvæg en handþvottur á tímum Covid-19. Mikil fjölmiðlaumfjöllun gæti valdið kvíða og það væri mikilvægt að vera vakandi fyrir einkennum. „Helstu bjargráðin eru að gæta að grunnþörfunum. Að passa rútínuna, gæta að svefnvenjum, mataræði og hreyfingu og forðast áfengi og tóbak og allt sem deyfir og dregur úr okkur kraft. Að stunda einhverskonar andlega iðkun eins og hugleiðslu, lestur, handavinnu eða hugarvinnu getur verið róandi og jarðtengt okkur og mörgum gagnast einnig vel að hreyfa sig. Fara í kraftmikla göngutúra og anda að sér fersku lofti,“ skrifaði Halldóra. Hún segir félagslega þáttinn mikilvægan og fátt gæti komið í stað mannlegra samskipta. Félagsleg einangrun gæti magnað upp kvíða og fólk með geðraskanir hefði fundið fyrir því. Því væri mikilvægt að leita sér hjálpar. „Það að hafa samband, vera til staðar og hlusta er mögulega eitt það mikilvægasta sem við getum gert fyrir aðrar manneskjur á þessum tímum. Við höfum öll okkar bjargráð og best er að skipuleggja og endurskoða hvernig þau gagnast okkur best.“
Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00 Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. 14. maí 2020 12:19 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Hræddir um að ástvinurinn gleymi þeim vegna ástandsins Aðstandendur fólks með heilabilun hafa áhyggjur af því að ástvinurinn gleymi þeim vegna kórónuveiruástandsins. Þetta segir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna sem hefur áhyggjur af afleiðingunum. Mikið hefur mætt á ráðgjafasíma samtakanna vegna ástandsins. 27. apríl 2020 21:00
Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. 14. maí 2020 12:19