Tími fyrir fisk Kristján Ingimarsson skrifar 16. maí 2020 12:30 Nú er lag. Tækifæri til markaðssetningar á hvítum fiski hafa sjaldan blasað eins vel við en í kjölfar Covid – 19 hefur komið í ljós hversu viðkvæmur hvítfiskmarkaðurinn er víða. Vilji eða kunnátta fólks til að elda fisk heima er takmörkuð varan er of oft þannig framsett að hún höfðar ekki nægilega vel til fólks, hún þarf að vera aðlaðandi og aðgengileg. Eftirspurn, neysla og framboð af fiski hefur hrunið í kjölfar Covid - 19. Laxinn hefur reyndar ekki farið eins illa út úr þessu og hvítfiskurinn en lax hefur þróast í þá átt að vera sér prótein hópur og aðskilið sig frá öðrum fiski þannig að nú er stundum talað um lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt, kjúkling, lax og fisk (eða hvítfisk). Dregið hefur úr heimamatreiðslu á fiski í Bretlandi og víða annarsstaðar í Evrópu síðasta áratuginn en þetta hefur ekki verið vandamál þar sem eftirspurn og neysla á fiski utan heimila hefur verið góð. Það er að segja þangað til Covid – 19 skall á. Á einni nóttu lokaðist allt. Hótel, veitingastaðir og mötuneyti skelltu í lás. Þar með varð smásalan, verslanir og verslanakeðjur, eina söluleiðin fyrir fisk (já og aðra ferskvöru). Sumir gerðu sér vonir um að neyslumynstur á fiski myndi breytast á þann hátt að fiskneysla myndi færast yfir í heimaeldamennsku en það gerðist ekki eins og kom berlega í ljós þegar fólk fór að byrgja sig upp af vörum í upphafi faraldursins. Nautakjöt, svínakjöt, lambakjöt, lax og ekki síst kjúklingur voru rifin úr hillum stórmarkaða en eftir sat fiskurinn. Þegar frá leið hvarf fiskurinn svo hægt og rólega eins og eftirspurnin. Að hluta til vegna þess að eldra fólki var ráðlagt að halda sig heima. Og er það þá eldra fólk sem hefur meiri kunnáttu og vilja en yngra fólk til að elda fisk heima? Í kjölfarið ákváðu margir stórmarkaðir að loka borðum með ferskar vörur, þar á meðal fiskborðum, vegna endurskipulagninga á vöktum og að fleira fólk vantaði til þess að fylla á þurrvöruhillur. Eftir stendur að tækifæri eru til að auka markaðshlutdeild á smásölumarkaðinum en ef ekkert verður að gert gæti hlutdeildin minnkað, sér í lagi ef það er stðareynd að það er frekar eldra fólk heldur en yngra fólk sem kann og vill matreiða fisk heima. Kannski þarf að hugsa framsetninguna upp á nýtt. Þessi staða er í það minnsta umhugsunarefni og tilefni þessara skrifa. Er það hlutverk okkar að kenna ungum Evrópubúum að elda fisk? Ekki endilega en samt, þarna er tækifæri til að styrkja markaðinn og þar með að auka verðmæti og eftirspurn eftir íslenskum fiski. Við skulum ekki gleyma okkur. Svo ekki sé nú minnst á hollustu og heilsusjónarmið til þess að Córóna hugmyndina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nú er lag. Tækifæri til markaðssetningar á hvítum fiski hafa sjaldan blasað eins vel við en í kjölfar Covid – 19 hefur komið í ljós hversu viðkvæmur hvítfiskmarkaðurinn er víða. Vilji eða kunnátta fólks til að elda fisk heima er takmörkuð varan er of oft þannig framsett að hún höfðar ekki nægilega vel til fólks, hún þarf að vera aðlaðandi og aðgengileg. Eftirspurn, neysla og framboð af fiski hefur hrunið í kjölfar Covid - 19. Laxinn hefur reyndar ekki farið eins illa út úr þessu og hvítfiskurinn en lax hefur þróast í þá átt að vera sér prótein hópur og aðskilið sig frá öðrum fiski þannig að nú er stundum talað um lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt, kjúkling, lax og fisk (eða hvítfisk). Dregið hefur úr heimamatreiðslu á fiski í Bretlandi og víða annarsstaðar í Evrópu síðasta áratuginn en þetta hefur ekki verið vandamál þar sem eftirspurn og neysla á fiski utan heimila hefur verið góð. Það er að segja þangað til Covid – 19 skall á. Á einni nóttu lokaðist allt. Hótel, veitingastaðir og mötuneyti skelltu í lás. Þar með varð smásalan, verslanir og verslanakeðjur, eina söluleiðin fyrir fisk (já og aðra ferskvöru). Sumir gerðu sér vonir um að neyslumynstur á fiski myndi breytast á þann hátt að fiskneysla myndi færast yfir í heimaeldamennsku en það gerðist ekki eins og kom berlega í ljós þegar fólk fór að byrgja sig upp af vörum í upphafi faraldursins. Nautakjöt, svínakjöt, lambakjöt, lax og ekki síst kjúklingur voru rifin úr hillum stórmarkaða en eftir sat fiskurinn. Þegar frá leið hvarf fiskurinn svo hægt og rólega eins og eftirspurnin. Að hluta til vegna þess að eldra fólki var ráðlagt að halda sig heima. Og er það þá eldra fólk sem hefur meiri kunnáttu og vilja en yngra fólk til að elda fisk heima? Í kjölfarið ákváðu margir stórmarkaðir að loka borðum með ferskar vörur, þar á meðal fiskborðum, vegna endurskipulagninga á vöktum og að fleira fólk vantaði til þess að fylla á þurrvöruhillur. Eftir stendur að tækifæri eru til að auka markaðshlutdeild á smásölumarkaðinum en ef ekkert verður að gert gæti hlutdeildin minnkað, sér í lagi ef það er stðareynd að það er frekar eldra fólk heldur en yngra fólk sem kann og vill matreiða fisk heima. Kannski þarf að hugsa framsetninguna upp á nýtt. Þessi staða er í það minnsta umhugsunarefni og tilefni þessara skrifa. Er það hlutverk okkar að kenna ungum Evrópubúum að elda fisk? Ekki endilega en samt, þarna er tækifæri til að styrkja markaðinn og þar með að auka verðmæti og eftirspurn eftir íslenskum fiski. Við skulum ekki gleyma okkur. Svo ekki sé nú minnst á hollustu og heilsusjónarmið til þess að Córóna hugmyndina.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar