Vigdís sagði já og sextán ára drengur upplifði ógleymanlegan dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2020 11:52 Vigdís Finnbogadóttir á svölunum á heimili sínu við Aragötu þann 30. júní 1980. Fjöldi manns safnaðist saman til að fagna sigri hennar í forsetakosningunum degi fyrr. Þórir Guðmundsson Leifur Guðjónsson ákvað sextán ára gamall að hann vildi fara í starfskynningu til Vigdísar Finnbogadóttur. Hann tók því upp símann og nokkrum dögum síðar var hann mættur á fund frú Vigdísar sem fagnar níutíu ára afmæli í dag. Leifur rifjaði upp daginn eftirminnilega í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árið var 1988 en þá hafði Vigdís verið forseti í átta ár og vakið heimsathygli enda fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforseti í heiminum. Forsetaritari taldi fyrst um grín að ræða „Þegar maður var í 10. bekk og þá þurfti maður að fara í starfskynningu í lok skóla. Til að kynnast lífinu og hvernig atvinnulífið virkaði. Menn áttu að bjarga sér sjálfir og finna einn til tvo daga í svona kynningu,“ rifjaði Leifur upp í Bítinu. Á þessum tíma var Kornelíus Sigmundsson forsetaritari og svaraði hann í símann. Heimsókn Forseta Íslands Vigdísar Finnbogadóttur til Skagafjarðar, hér í Glaumbæ, 23.-25. ágúst 1991. Vigdís fyrir miðju og Kornelíus Sigmundsson til hægri. Talið frá vinstri: Óþekkt- Vigdís Finnbogadóttir og Kornelíus Sigmundsson. Héraðsnefnd Skagfirðinga „Ég spyr hann hvort ég megi koma í starfskynningu til forseta Íslands. Hann hélt ég væri að grínast fyrst en svo spurði hann hvort ég hygðist verða forseti. Ég sagði að það væri aldrei að vita. Nei nei, hann sagði að það gætu allir orðið forsetar. Svo átti ég að hafa samband við hann daginn eftir. Þá var hann búinn að tala við Vigdísi og þá var þetta minnsta mál.“ Ákveðinn var settur dagur á kynninguna. Vélritaði bréf til Steingríms „Ég fer í strætó niður á Lækjartorg, labba að Stjórnarráðinu þar sem hún tekur á móti mér. Ég var þarna einn dag. Fékk að vélrita bréf til Steingríms Hermannssonar fyrir hana. Það var ritskoðað, kvittað á það og svo kom hann og sótti bréfið. Þetta var mjög gaman,“ segir Leifur. Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra á árunum 1983 til 1987 - og aftur frá 1988 til 1991. Steingrímur þurfti ekki að koma langt að til að sækja bréfið enda með skrifstofu í stjórnarráðinu. Á þessum tíma var verið að gera upp Bessastaði en þó gafst tími til að skjótast þangað í skoðunarferð eftir hádegið. Þá hafði Leifur að sjálfsögðu snætt hádegisverð með Vigdísi, eins og maður gerir sextán ára gamall í starfskynningu hjá forsetanum. „Svo endaði dagurinn þannig að ég var keyrður heim upp í Mosó á forsetabílnum.“ Leifur var ekki svo heppinn að nágrannar og vinir væru úti við þegar bíllinn rann í hlað. Þetta var líka fyrir tíma Facebook og Snapchat, og myndavélasíma, svo sönnunargögn eru fá. Að frátalinni staðfestingu frá stjórnarráðinu um heimsóknina. Allt fór á hvolf „Það áttu allir að koma með staðfestingu frá fyrirtækjunum og ég held að ég hafi komið með flottustu staðfestinguna frá stjórnarráðinu, að ég hefði farið í starfskynningu hjá forsetanum.“ Heimsóknin var ekki aðeins eftirminnileg fyrir Leif. Þannig var að nokkrum árum síðar stóð Leifur heiðursvörð við Hótel Sögu þar sem Norðurlandaþing fór fram, að því er Leif minnir. „Svo komu forsetar labbandi inn og svo stoppar öll röðin. Hún labbar til mín, heilsar mér og talar aðeins við mig. Það fór allt á hvolf! Forseti íslands fór úr röðinni til að tala við einhvern gaur í appelsínugulum búningi,“ segir Leifur. Hlustendur Bítisins hringdu inn í morgun og sendu Vigdísi kveðju. Þá rifjuðu Heimir og Gulli upp ýmislegt úr forsetatíð Vigdísar auk þess sem rætt var við Leif. Vigdís Finnbogadóttir Tímamót Bítið Einu sinni var... Tengdar fréttir Afmæliskveðjum rignir yfir Vigdísi Finnbogadóttur Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 11:30 Vigdís Finnbogadóttir er níræð í dag Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 08:56 Mest lesið Mótandi reynsla að upplifa dauðann Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Mótandi reynsla að upplifa dauðann Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Sjá meira
Leifur Guðjónsson ákvað sextán ára gamall að hann vildi fara í starfskynningu til Vigdísar Finnbogadóttur. Hann tók því upp símann og nokkrum dögum síðar var hann mættur á fund frú Vigdísar sem fagnar níutíu ára afmæli í dag. Leifur rifjaði upp daginn eftirminnilega í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Árið var 1988 en þá hafði Vigdís verið forseti í átta ár og vakið heimsathygli enda fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforseti í heiminum. Forsetaritari taldi fyrst um grín að ræða „Þegar maður var í 10. bekk og þá þurfti maður að fara í starfskynningu í lok skóla. Til að kynnast lífinu og hvernig atvinnulífið virkaði. Menn áttu að bjarga sér sjálfir og finna einn til tvo daga í svona kynningu,“ rifjaði Leifur upp í Bítinu. Á þessum tíma var Kornelíus Sigmundsson forsetaritari og svaraði hann í símann. Heimsókn Forseta Íslands Vigdísar Finnbogadóttur til Skagafjarðar, hér í Glaumbæ, 23.-25. ágúst 1991. Vigdís fyrir miðju og Kornelíus Sigmundsson til hægri. Talið frá vinstri: Óþekkt- Vigdís Finnbogadóttir og Kornelíus Sigmundsson. Héraðsnefnd Skagfirðinga „Ég spyr hann hvort ég megi koma í starfskynningu til forseta Íslands. Hann hélt ég væri að grínast fyrst en svo spurði hann hvort ég hygðist verða forseti. Ég sagði að það væri aldrei að vita. Nei nei, hann sagði að það gætu allir orðið forsetar. Svo átti ég að hafa samband við hann daginn eftir. Þá var hann búinn að tala við Vigdísi og þá var þetta minnsta mál.“ Ákveðinn var settur dagur á kynninguna. Vélritaði bréf til Steingríms „Ég fer í strætó niður á Lækjartorg, labba að Stjórnarráðinu þar sem hún tekur á móti mér. Ég var þarna einn dag. Fékk að vélrita bréf til Steingríms Hermannssonar fyrir hana. Það var ritskoðað, kvittað á það og svo kom hann og sótti bréfið. Þetta var mjög gaman,“ segir Leifur. Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra á árunum 1983 til 1987 - og aftur frá 1988 til 1991. Steingrímur þurfti ekki að koma langt að til að sækja bréfið enda með skrifstofu í stjórnarráðinu. Á þessum tíma var verið að gera upp Bessastaði en þó gafst tími til að skjótast þangað í skoðunarferð eftir hádegið. Þá hafði Leifur að sjálfsögðu snætt hádegisverð með Vigdísi, eins og maður gerir sextán ára gamall í starfskynningu hjá forsetanum. „Svo endaði dagurinn þannig að ég var keyrður heim upp í Mosó á forsetabílnum.“ Leifur var ekki svo heppinn að nágrannar og vinir væru úti við þegar bíllinn rann í hlað. Þetta var líka fyrir tíma Facebook og Snapchat, og myndavélasíma, svo sönnunargögn eru fá. Að frátalinni staðfestingu frá stjórnarráðinu um heimsóknina. Allt fór á hvolf „Það áttu allir að koma með staðfestingu frá fyrirtækjunum og ég held að ég hafi komið með flottustu staðfestinguna frá stjórnarráðinu, að ég hefði farið í starfskynningu hjá forsetanum.“ Heimsóknin var ekki aðeins eftirminnileg fyrir Leif. Þannig var að nokkrum árum síðar stóð Leifur heiðursvörð við Hótel Sögu þar sem Norðurlandaþing fór fram, að því er Leif minnir. „Svo komu forsetar labbandi inn og svo stoppar öll röðin. Hún labbar til mín, heilsar mér og talar aðeins við mig. Það fór allt á hvolf! Forseti íslands fór úr röðinni til að tala við einhvern gaur í appelsínugulum búningi,“ segir Leifur. Hlustendur Bítisins hringdu inn í morgun og sendu Vigdísi kveðju. Þá rifjuðu Heimir og Gulli upp ýmislegt úr forsetatíð Vigdísar auk þess sem rætt var við Leif.
Vigdís Finnbogadóttir Tímamót Bítið Einu sinni var... Tengdar fréttir Afmæliskveðjum rignir yfir Vigdísi Finnbogadóttur Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 11:30 Vigdís Finnbogadóttir er níræð í dag Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 08:56 Mest lesið Mótandi reynsla að upplifa dauðann Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Mótandi reynsla að upplifa dauðann Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Sjá meira
Afmæliskveðjum rignir yfir Vigdísi Finnbogadóttur Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 11:30
Vigdís Finnbogadóttir er níræð í dag Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er níræð í dag. Hún gegndi embættinu á árunum 1980 til 1996. 15. apríl 2020 08:56