Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að sundlaugarnar í Reykjavík verði opnaðar á miðnætti á sunnudaginn. Komin var heimild frá heilbrigðisráðherra að opna laugarnar mánudaginn 18. maí. Ljóst er að ekki á mínúta að fara til spillis.
Sjá einnig: Svona verður fyrirkomulagið í sundlaugunum 18. maí
„Til að mæta eftirvæntingu og eftirspurn ætlum við að opna allar laugarnar eina mínútu eftir miðnætti og hafa opið alla nóttina. Einhverjir verða þreyttir - en hreinir og glaðir - á mánudaginn,“ segir Dagur.
Sundlaugar landsins hafa verið lokaðar síðan 23. mars. Þeim verður heimilt að taka á móti helmingi þeim gestafjölda sem hver og sig hefur almennt leyfi fyrir.
Sundlaugarnar í Reykjavík opna á mánudag. En helmingi færri komast ofan í en venjulega. Til að mæta eftirvæntingu og eftirspurn ætlum við að opna allar laugarnar eina mínútu eftir miðnætti og hafa opið alla nóttina. Einhverjir verða þreyttir - en hreinir og glaðir - á mánudaginn. pic.twitter.com/WzVJBBo6VC
— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) May 15, 2020