Tómas Örn úr Seðlabankanum til kjaratölfræðinefndar Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2020 14:34 Tómas Örn Kristinsson ríkissáttasemjari Tómas Örn Kristinsson, töl- og tölvunarfræðingur, hóf störf fyrir kjaratölfræðinefnd í aprílbyrjun. Á vef ríkissáttasemjara, þar sem greint er frá ráðningu Tómasar, segir að starf hans muni m.a. felast í greiningum og skýrsluskrifum, og að fyrsta útgáfa nefndarinnar verði í september 2020 – skömmu fyrir endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Kjaratölfræðinefnd er ætlað að „stuðla að sameiginlegum skilningi aðila vinnumarkaðarins á eðli og þróun þeirra hagtalna sem skipta mestu máli við gerð kjarasamninga,“ og tók til starfa undir lok síðasta árs. Hún er skipuð fulltrúum heildarsamtaka á vinnumarkaði auk fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, félagsmálaráðuneytinu og Hagstofu Íslands. Nýskipaður ríkissáttasemjari, Aðalsteinn Leifsson, segir stofnun nefndarinnar mikið framfaraskref og að vonir séu bundnar við að „hún muni gefa góðan grunn fyrir undirbúning og umræðu við gerð kjarasamninga.“ Edda Rós Karlsdóttir, formaður nefndarinnar, segir það mikinn feng fyrir nefndina að fá Tómas til starfa. Reynsla hans og menntun muni koma að góðum notum. Í fyrrnefndri vistaskiptatilkynningu er drepið á umræddri reynslu og menntun Tómasar: Tómas Örn lauk B.S. gráðu í tölvunarfræðum frá Háskóla Íslands 1986, MBA prófi frá Rockford University 1988 og meistaragráðu í tölfræði og upplýsingastjórnun frá Nova Universidade í Lissabon 2017. Tómas Örn starfaði hjá Seðlabanka Íslands frá árinu 1999 til 2020. Þar á undan var hann ritstjóri Vísbendingar í tvö og hálft ár, hjá Verðbréfaþingi Íslands í 5 ár og hjá Fjárfestingarfélagi Íslands í 3 ár. Kjaramál Vistaskipti Seðlabankinn Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Tómas Örn Kristinsson, töl- og tölvunarfræðingur, hóf störf fyrir kjaratölfræðinefnd í aprílbyrjun. Á vef ríkissáttasemjara, þar sem greint er frá ráðningu Tómasar, segir að starf hans muni m.a. felast í greiningum og skýrsluskrifum, og að fyrsta útgáfa nefndarinnar verði í september 2020 – skömmu fyrir endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Kjaratölfræðinefnd er ætlað að „stuðla að sameiginlegum skilningi aðila vinnumarkaðarins á eðli og þróun þeirra hagtalna sem skipta mestu máli við gerð kjarasamninga,“ og tók til starfa undir lok síðasta árs. Hún er skipuð fulltrúum heildarsamtaka á vinnumarkaði auk fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, félagsmálaráðuneytinu og Hagstofu Íslands. Nýskipaður ríkissáttasemjari, Aðalsteinn Leifsson, segir stofnun nefndarinnar mikið framfaraskref og að vonir séu bundnar við að „hún muni gefa góðan grunn fyrir undirbúning og umræðu við gerð kjarasamninga.“ Edda Rós Karlsdóttir, formaður nefndarinnar, segir það mikinn feng fyrir nefndina að fá Tómas til starfa. Reynsla hans og menntun muni koma að góðum notum. Í fyrrnefndri vistaskiptatilkynningu er drepið á umræddri reynslu og menntun Tómasar: Tómas Örn lauk B.S. gráðu í tölvunarfræðum frá Háskóla Íslands 1986, MBA prófi frá Rockford University 1988 og meistaragráðu í tölfræði og upplýsingastjórnun frá Nova Universidade í Lissabon 2017. Tómas Örn starfaði hjá Seðlabanka Íslands frá árinu 1999 til 2020. Þar á undan var hann ritstjóri Vísbendingar í tvö og hálft ár, hjá Verðbréfaþingi Íslands í 5 ár og hjá Fjárfestingarfélagi Íslands í 3 ár.
Kjaramál Vistaskipti Seðlabankinn Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira