Will Ferrell er Eldfjallamaðurinn í fyrsta laginu úr Eurovisionmyndinni Stefán Árni Pálsson skrifar 15. maí 2020 09:13 Will Ferrell og Rachel McAdams í hlutverkum sínum sem Íslendingarnir Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir. Netflix Nú fer að líða að því að Eurovision-kvikmynd Will Ferrell komi út á Netflix en frumsýningunni var frestað um tíma vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Eins og margir vita var Eurovision-myndin að stórum hluta tekin upp hér á landi. Í gær kom út fyrsta lagið úr kvikmyndinni og ber það nafnið Volcano Man eða Eldfjallamaðurinn og nafn myndarinnar virðist vera Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Surprise! The first song from the #eurovision Netflix film is out RIGHT NOW. And it is a BOP!!! https://t.co/WcXFaazPIB— Ding-a-Dong Podcast (@dingadongcast) May 14, 2020 Aðalleikarar myndarinnar eru Will Ferrell og Rachel McAdams og leika þau Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision. Pierce Brosnan leikur föður Ferrell sem heitir Erick Erickssong og söngkonan Demi Lovato kemur einnig fram. Nokkrir íslenskir leikarar fara einnig með hlutverk, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Björn Stefánsson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson. Hér að neðan má heyra lagið sjálft. Will Ferrell kom fram í sjónvarpsþættinum Okkar 12 stig á RÚV í gær og tilkynnti um að Ítalía hefði fengið flest atkvæði hjá Íslendingum í þættinum. „Við nutum þess að taka upp á Íslandi. Þið eruð yndisleg. Fallegt land, fallegt fólk. Og guð minn góður hvað við elskuðum Húsavík,“ sagði Ferrell meðal annars. Will Ferrell í þættinum Okkar 12 stig.RÚV Í október síðastliðnum mætti Ferrell með hátt í 200 manns með sér og lagði kvikmyndatökuliðið Húsavík undir sig, við mikla ánægju bæjarbúa. Húsvíkingar fengu aukahlutverk í myndinni, öll borð á veitingastöðunum voru bókuð og pollabuxur og annar útvistarfatnaður seldist upp. „Um einstakan atburð er að ræða sem allar líkur eru á að hafi mikil og jákvæð áhrif á ferðamennsku inn á svæðið til næstu ára ef vel tekst til,“ sagði sveitastjórinn Kristján Þór Magnússon kátur í tilkynningu til sveitunga sinna fyrir tökurnar. Tónlistin í myndinni var í höndum tónskáldsins Atla Örvarssonar og var hún leikin af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og tekin upp í Hofi á Akureyri í mars. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30 Will Ferrell gat varla talað eftir að hafa borðað sterka vængi Leikarinn Will Ferrell var á dögunum gestur í þætti First We Feast á You-Tube en þeir kallast einfaldlega Hot Ones. 21. febrúar 2020 15:30 Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Nú fer að líða að því að Eurovision-kvikmynd Will Ferrell komi út á Netflix en frumsýningunni var frestað um tíma vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Eins og margir vita var Eurovision-myndin að stórum hluta tekin upp hér á landi. Í gær kom út fyrsta lagið úr kvikmyndinni og ber það nafnið Volcano Man eða Eldfjallamaðurinn og nafn myndarinnar virðist vera Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Surprise! The first song from the #eurovision Netflix film is out RIGHT NOW. And it is a BOP!!! https://t.co/WcXFaazPIB— Ding-a-Dong Podcast (@dingadongcast) May 14, 2020 Aðalleikarar myndarinnar eru Will Ferrell og Rachel McAdams og leika þau Íslendingana Lars Erickssong og Sigrit Ericksdottir sem keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision. Pierce Brosnan leikur föður Ferrell sem heitir Erick Erickssong og söngkonan Demi Lovato kemur einnig fram. Nokkrir íslenskir leikarar fara einnig með hlutverk, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Björn Stefánsson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson. Hér að neðan má heyra lagið sjálft. Will Ferrell kom fram í sjónvarpsþættinum Okkar 12 stig á RÚV í gær og tilkynnti um að Ítalía hefði fengið flest atkvæði hjá Íslendingum í þættinum. „Við nutum þess að taka upp á Íslandi. Þið eruð yndisleg. Fallegt land, fallegt fólk. Og guð minn góður hvað við elskuðum Húsavík,“ sagði Ferrell meðal annars. Will Ferrell í þættinum Okkar 12 stig.RÚV Í október síðastliðnum mætti Ferrell með hátt í 200 manns með sér og lagði kvikmyndatökuliðið Húsavík undir sig, við mikla ánægju bæjarbúa. Húsvíkingar fengu aukahlutverk í myndinni, öll borð á veitingastöðunum voru bókuð og pollabuxur og annar útvistarfatnaður seldist upp. „Um einstakan atburð er að ræða sem allar líkur eru á að hafi mikil og jákvæð áhrif á ferðamennsku inn á svæðið til næstu ára ef vel tekst til,“ sagði sveitastjórinn Kristján Þór Magnússon kátur í tilkynningu til sveitunga sinna fyrir tökurnar. Tónlistin í myndinni var í höndum tónskáldsins Atla Örvarssonar og var hún leikin af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og tekin upp í Hofi á Akureyri í mars.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30 Will Ferrell gat varla talað eftir að hafa borðað sterka vængi Leikarinn Will Ferrell var á dögunum gestur í þætti First We Feast á You-Tube en þeir kallast einfaldlega Hot Ones. 21. febrúar 2020 15:30 Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrel um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. 3. mars 2020 19:30
Will Ferrell gat varla talað eftir að hafa borðað sterka vængi Leikarinn Will Ferrell var á dögunum gestur í þætti First We Feast á You-Tube en þeir kallast einfaldlega Hot Ones. 21. febrúar 2020 15:30
Netflix beinir eyrum sínum að Akureyri Bandaríska streymisveitan Netflix sendir nú verkefni í gríð og erg til Akureyrar. Sinfóníuhljómsveitin Sinfonia Nord á Akureyri, er ein af fáum, ef ekki sú eina í heiminum, sem getur sinnt kvikmyndatónlistarverkefnum þessa dagana. 26. apríl 2020 20:00