Assange gat tvö börn þegar hann bjó í sendiráði Ekvador í Lundúnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2020 19:33 Stella Morris ásamt sonum hennar og Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. skjáskot/youtube Julian Assange eignaðist tvö börn á laun á meðan hann bjó í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum. Frá þessu greindi Stella Morris sem segist hafa verið í ástarsambandi með WikiLeaks stofnandanum frá 2015 og að hún hafi alið syni þeirra tvo upp ein og óstudd. Þá segist hún vera að greina frá þessu fyrst nú vegna hræðslu um að kórónuveiran muni ríða yfir Belmarsh fangelsið þar sem Assange hefur verið haldið frá því hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu fyrir ári síðan. Ástralinn, sem er 48 ára gamall, sækist nú eftir því að vera leystur úr haldi gegn tryggingu vegna hrakandi heilsu. Morris, sem er suðurafrískur lögmaður, sagði í viðtali við sunnudagsblað slúðurmiðilsins Daily Mail að hún greindi fyrst núna frá sambandi þeirra vegna þess að „líf hans væri í húfi“ og að hún tryði ekki að hann myndi lifa af smitaðist hann af kórónuveirunni. Í myndbandi sem birt var á YouTube síðu WikiLeaks segir hún að hún hafi fyrst kynnst Assange árið 2011 þegar hún varð hluti af lögmannateymi hans. Hann sótti hæli í sendiráði Ekvador árið 2012 til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar þegar hann var ásakaður um kynferðisárás en málið hefur síðan verið felld niður. Hann er einnig að reyna að koma í veg fyrir að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um njósnir. Morris segir að hún hafi heimsótt hann nánast á hverjum degi og „kynntist Julian mjög vel.“ Parið varð ástfangið árið 2015 og þau trúlofuðu sig tveimur árum síðar. Þá sagði hún að Assange hafi verið viðstaddur fæðingu beggja drengjanna í gegn um myndsímtal og að þeir hafi heimsótt föður sinn í sendiráðið. Gabríel, sem er þriggja ára, og Max, eins árs, tala reglulega við pabba sinn í gegn um myndsímtöl segir Morris. Hún sagði að það hafi verið meðvituð ákvörðun að stofna fjölskyldu, þau hafi gert það til að geta ímyndað sér framtíð utan fangelsisins. Það hafi verið nauðsynlegt svo þau misstu ekki sjónar á því sem skipti raunverulega máli. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35 Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Julian Assange eignaðist tvö börn á laun á meðan hann bjó í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum. Frá þessu greindi Stella Morris sem segist hafa verið í ástarsambandi með WikiLeaks stofnandanum frá 2015 og að hún hafi alið syni þeirra tvo upp ein og óstudd. Þá segist hún vera að greina frá þessu fyrst nú vegna hræðslu um að kórónuveiran muni ríða yfir Belmarsh fangelsið þar sem Assange hefur verið haldið frá því hann var dreginn út úr ekvadorska sendiráðinu fyrir ári síðan. Ástralinn, sem er 48 ára gamall, sækist nú eftir því að vera leystur úr haldi gegn tryggingu vegna hrakandi heilsu. Morris, sem er suðurafrískur lögmaður, sagði í viðtali við sunnudagsblað slúðurmiðilsins Daily Mail að hún greindi fyrst núna frá sambandi þeirra vegna þess að „líf hans væri í húfi“ og að hún tryði ekki að hann myndi lifa af smitaðist hann af kórónuveirunni. Í myndbandi sem birt var á YouTube síðu WikiLeaks segir hún að hún hafi fyrst kynnst Assange árið 2011 þegar hún varð hluti af lögmannateymi hans. Hann sótti hæli í sendiráði Ekvador árið 2012 til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar þegar hann var ásakaður um kynferðisárás en málið hefur síðan verið felld niður. Hann er einnig að reyna að koma í veg fyrir að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann er sakaður um njósnir. Morris segir að hún hafi heimsótt hann nánast á hverjum degi og „kynntist Julian mjög vel.“ Parið varð ástfangið árið 2015 og þau trúlofuðu sig tveimur árum síðar. Þá sagði hún að Assange hafi verið viðstaddur fæðingu beggja drengjanna í gegn um myndsímtal og að þeir hafi heimsótt föður sinn í sendiráðið. Gabríel, sem er þriggja ára, og Max, eins árs, tala reglulega við pabba sinn í gegn um myndsímtöl segir Morris. Hún sagði að það hafi verið meðvituð ákvörðun að stofna fjölskyldu, þau hafi gert það til að geta ímyndað sér framtíð utan fangelsisins. Það hafi verið nauðsynlegt svo þau misstu ekki sjónar á því sem skipti raunverulega máli.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35 Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Erlent Fleiri fréttir Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Sjá meira
Assange neitað um lausn gegn tryggingu Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. 25. mars 2020 15:35
Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04
Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42