Sjúkraliðar gegna lykilstörfum Sandra B. Franks skrifar 12. apríl 2020 16:02 Í síðustu viku kom framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala fram á upplýsingafundi almannavarna vegna COVID-19. Þar var meðal annars rætt um breytingar á starfsemi spítalans, lykilstöður hjúkrunarfræðinga og þjálfun þeirra, mönnun á hjúkrunardeildum og bakvarðarsveit. Það er vissulega brýnt að deila með þjóðinni erfiðri stöðu spítalans og framkvæmd hjúkrunar á þessum tímum. Hjúkrunarfræðingar eru vel að því komnir að mikilvægi starfa þeirra sé rætt. En furðu vekur hvernig ósýnileika sjúkraliða er haldið á lofti. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. Um 600 - 700 sjúkraliðar starfa að jafnaði við Landspítala. Auk þeirra hafa 57 sjúkraliðar verið ráðnir til starfa við spítalann úr bakvarðarsveit. Sjúkraliðar standa vaktina og eru í framlínu, klæddir grænu í baráttunni gegn COVID-19. Þeirstofna lífi sínu og heilbrigði í hættu með því að sinna vinnunni sinni, sem teygir sig í langflestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um. Þeir fara heim dauðþreyttir á líkama og sál. Þurfa jafnvel að vera í sóttkví frá öðrum fjölskyldumeðlimum og lifa í hálfgerðri einangrun frá samfélaginu. Því aðstæðurnar krefjast þess. Fram hefur komið að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fá áfram viðbótargreiðslur vegna vaktaálags. Röksemdir sem gefnar voru fyrir að viðhalda þessum greiðslum eru sérstakar aðstæður sem nú eru uppi. Í mínum huga á að vera óþarft að benda á það augljósa. Að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga er það sem þarf þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það eru einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga og standa hjúkrunarvaktina saman á þessum fordæmalausu tímum. En hvað gera stjórnendur Landspítala fyrir sjúkraliða? Á Landspítala er starfandi Hjúkrunarráð. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt fram beiðni um aðild að ráðinu. Hjúkrunarráð hefur ítrekað hafnað aðkomu sjúkraliða. Það er í raun óskiljanlegt því með samvinnu og samstarfi þessara stétta á þeim vettvangi er gagnkvæmur ávinningur er augljós. Vanþekking hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna á faglegri hæfni sjúkraliða er vel þekkt. Þegar samstarfsfólk skortir innsæi á þekkingu og færni nánustu samstarfsélaga myndast álag, sem síðar getur haft alvarlegar afleiðingnar. Það er alþekkt að mönnun starfsmanna sem vinna við hjúkrun á Íslandi hefur lengi verið ábótavant. Brottfall sjúkraliða sem hafa gild starfsleyfi útgefin af Embætti landlæknis er yfir 50%. Vissulega hefur einhver hópur farið í frekara nám á heilbrigðisvísindasviði eða í aðrar námsgreinar, sem er jákvætt. Aðrir hafa farið annað. Margar ástæður geta legið á baki þess að sjúkraliðar hverfi til annarra starfa. En eitt er víst að síendurtekin ósýnileiki á vinnuframlagi sjúkraliða sem dregin er fram af hálfu stjórnenda Landspítalans og Hjúkrunaráði er ekki rétti hvatinn til að halda þeim í starfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala fram á upplýsingafundi almannavarna vegna COVID-19. Þar var meðal annars rætt um breytingar á starfsemi spítalans, lykilstöður hjúkrunarfræðinga og þjálfun þeirra, mönnun á hjúkrunardeildum og bakvarðarsveit. Það er vissulega brýnt að deila með þjóðinni erfiðri stöðu spítalans og framkvæmd hjúkrunar á þessum tímum. Hjúkrunarfræðingar eru vel að því komnir að mikilvægi starfa þeirra sé rætt. En furðu vekur hvernig ósýnileika sjúkraliða er haldið á lofti. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. Um 600 - 700 sjúkraliðar starfa að jafnaði við Landspítala. Auk þeirra hafa 57 sjúkraliðar verið ráðnir til starfa við spítalann úr bakvarðarsveit. Sjúkraliðar standa vaktina og eru í framlínu, klæddir grænu í baráttunni gegn COVID-19. Þeirstofna lífi sínu og heilbrigði í hættu með því að sinna vinnunni sinni, sem teygir sig í langflestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um. Þeir fara heim dauðþreyttir á líkama og sál. Þurfa jafnvel að vera í sóttkví frá öðrum fjölskyldumeðlimum og lifa í hálfgerðri einangrun frá samfélaginu. Því aðstæðurnar krefjast þess. Fram hefur komið að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fá áfram viðbótargreiðslur vegna vaktaálags. Röksemdir sem gefnar voru fyrir að viðhalda þessum greiðslum eru sérstakar aðstæður sem nú eru uppi. Í mínum huga á að vera óþarft að benda á það augljósa. Að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga er það sem þarf þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það eru einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga og standa hjúkrunarvaktina saman á þessum fordæmalausu tímum. En hvað gera stjórnendur Landspítala fyrir sjúkraliða? Á Landspítala er starfandi Hjúkrunarráð. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt fram beiðni um aðild að ráðinu. Hjúkrunarráð hefur ítrekað hafnað aðkomu sjúkraliða. Það er í raun óskiljanlegt því með samvinnu og samstarfi þessara stétta á þeim vettvangi er gagnkvæmur ávinningur er augljós. Vanþekking hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna á faglegri hæfni sjúkraliða er vel þekkt. Þegar samstarfsfólk skortir innsæi á þekkingu og færni nánustu samstarfsélaga myndast álag, sem síðar getur haft alvarlegar afleiðingnar. Það er alþekkt að mönnun starfsmanna sem vinna við hjúkrun á Íslandi hefur lengi verið ábótavant. Brottfall sjúkraliða sem hafa gild starfsleyfi útgefin af Embætti landlæknis er yfir 50%. Vissulega hefur einhver hópur farið í frekara nám á heilbrigðisvísindasviði eða í aðrar námsgreinar, sem er jákvætt. Aðrir hafa farið annað. Margar ástæður geta legið á baki þess að sjúkraliðar hverfi til annarra starfa. En eitt er víst að síendurtekin ósýnileiki á vinnuframlagi sjúkraliða sem dregin er fram af hálfu stjórnenda Landspítalans og Hjúkrunaráði er ekki rétti hvatinn til að halda þeim í starfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun