Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2020 11:48 Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa nú meira en 100 þúsund manns fallið í valinn vegna veirunnar. Þá hefur smituðum í Bandaríkjunum fjölgað verulega en meira en 500 þúsund manns hafa smitast af veirunni þar í landi, sem eru meira en þrisvar sinnum fleiri en á Spáni þar sem næstflest smit hafa komið upp. Gilbert sagði í samtali við fréttastofu Times að hún væri „80 prósent viss“ um að bóluefnið sem teymi hennar þróar nú muni vernda fólk gegn sjúkdómnum sem veiran veldur. Þá bætti hún við: „Ég held að það séu miklar líkur á því að það muni virka miðað við reynslu okkar af svipuðum bóluefnum. Þetta eru ekki bara getgátur hjá mér og með hverri viku fjölgar gögnum sem við byggjum þetta á.“ Flestir sérfræðingar hafa sagt að það muni taka allt að 18 mánuði að þróa slíkt bóluefni og dreifa því um heiminn en Gilbert vill flýta ferlinu með því að fá sjálfboðaliða til að prófa bóluefnið og sjá hvort það virki. Hún sagði að sjálfboðaliðar frá svæðum þar sem útgöngubann hefur ekki verið sett á myndu gefa skýrari niðurstöður. „Ef það er mikið smit úti í samfélaginu á einum stað munu niðurstöður frá fólki þaðan gefa okkur niðurstöður á mjög stuttum tíma, þannig að það gæti einnig stytt biðtímann til muna.“ „Ef það er algert útgöngubann verður það erfiðara,“ viðurkenndi hún. „En við viljum ekki búa til hjarðónæmi heldur. Við viljum að fólkið sé næmt fyrir veirunni til að tilraunin beri ávöxt.“ Þá sagði hún að það væri alveg mögulegt að þróa bóluefni fyrir septembermánuð ef allt gengur eins og skyldi en hún varaði við því að enginn gæti lofað því að efnið virkaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bretland Tengdar fréttir Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26 Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05 „Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru“ Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn Covid-19. 8. apríl 2020 13:34 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa nú meira en 100 þúsund manns fallið í valinn vegna veirunnar. Þá hefur smituðum í Bandaríkjunum fjölgað verulega en meira en 500 þúsund manns hafa smitast af veirunni þar í landi, sem eru meira en þrisvar sinnum fleiri en á Spáni þar sem næstflest smit hafa komið upp. Gilbert sagði í samtali við fréttastofu Times að hún væri „80 prósent viss“ um að bóluefnið sem teymi hennar þróar nú muni vernda fólk gegn sjúkdómnum sem veiran veldur. Þá bætti hún við: „Ég held að það séu miklar líkur á því að það muni virka miðað við reynslu okkar af svipuðum bóluefnum. Þetta eru ekki bara getgátur hjá mér og með hverri viku fjölgar gögnum sem við byggjum þetta á.“ Flestir sérfræðingar hafa sagt að það muni taka allt að 18 mánuði að þróa slíkt bóluefni og dreifa því um heiminn en Gilbert vill flýta ferlinu með því að fá sjálfboðaliða til að prófa bóluefnið og sjá hvort það virki. Hún sagði að sjálfboðaliðar frá svæðum þar sem útgöngubann hefur ekki verið sett á myndu gefa skýrari niðurstöður. „Ef það er mikið smit úti í samfélaginu á einum stað munu niðurstöður frá fólki þaðan gefa okkur niðurstöður á mjög stuttum tíma, þannig að það gæti einnig stytt biðtímann til muna.“ „Ef það er algert útgöngubann verður það erfiðara,“ viðurkenndi hún. „En við viljum ekki búa til hjarðónæmi heldur. Við viljum að fólkið sé næmt fyrir veirunni til að tilraunin beri ávöxt.“ Þá sagði hún að það væri alveg mögulegt að þróa bóluefni fyrir septembermánuð ef allt gengur eins og skyldi en hún varaði við því að enginn gæti lofað því að efnið virkaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bretland Tengdar fréttir Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26 Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05 „Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru“ Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn Covid-19. 8. apríl 2020 13:34 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26
Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05
„Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru“ Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn Covid-19. 8. apríl 2020 13:34