Fölnun Kóralrifsins mikla ein sú mesta sem um getur Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 16:55 Gríðarlegt álag hefur verið á Kóralrifinu mikla vegna óvanalegra hlýinda undanfarnar vikur og mánuði. Kóralar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir hitasveiflum. AP/Randy Bergman Óvenjuleg hlýindi í hafinu umhverfis Ástralíu ógna nú stórum hluta Kóralrifsins mikla. Vísindamenn óttast að fölnun kóralanna nú sé sú umfangsmesta sem um getur. Aðstæður í hafinu næstu vikurnar eigi eftir að ráða miklu um örlög þeirra. Sjávarhitinn yfir stærstum hluta rifsins hefur verið hálfri til einni og hálfri gráðu eftir meðaltali marsmánaðar undanfarið. Í syðsta hluta rifsins næst ströndinni er hitafrávikið enn meira, allt að tveimur til þremur gráðum yfir meðaltalinu. Kóralrifið mikla, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, er eitt af helstu náttúruundrum og kennileitum jarðarinnar. Það stendur saman af um þrjú þúsund rifjum sem dreifast yfir um 354.000 ferkílómetra svæði. Svo stórt er rifið að það sést úr geimnum. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í hitastigi. Álagið af viðvarandi hitabylgju í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. „Spárnar benda til þess að við getum búist við áframhaldandi hitaálagi að minnast kosti næstu tvær vikurnar og kannski þrjár eða fjórar vikurnar,“ segir David Wachenfield, aðalvísindamaður verndarsvæðis Kóralrifsins mikla. Tekur fleiri vikur fyrir afleiðingarnar að koma í ljós AP-fréttastofan segir að áströlsk yfirvöld hafi nú þegar fengið um 250 tilkynningar um fölnun kórala eftir óvanaleg hlýindi í febrúar. Rifið hefur orðið fyrir verulegum skaða í fjórum stórum fölnunaratburðum frá árinu 1998. Versta fölnunin átti sér stað sumurin 2016 og 2017 þegar El niño-veðurfyrirbrigðið magnaði upp hnattræna hlýnun af völdum manna. „Í augnablikinu er þetta sannarlega umfangsmesti fölnunaratburðurinn sem við höfum haft,“ segir William Skirving, sérfræðingur í kóralrifjum hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA). Hann telur útliti ekki glæsilegt fyrir suðurenda rifsins en næstu tvær vikur eigi eftir að ráða miklu um afdrif rifsins. Ove-Hoegh-Guldberg, vísindamaður við Rannsóknaráð Ástralíu, segir að það verði ekki ljóst fyrr en eftir margar vikur hversu stór hluti kóralanna sem fölnuðu lifi af og hversu stór hluti drepist. „Ef það kólnar aðeins jafna þeir sig en ef ekki gætum við verið á leiðinni í eitthvað sem er ekki svo fjarri 2016 og 2017. Við erum einmitt á vegamótunum,“ segir hann. Stjórn verndarsvæðisins telur nú horfur Kóralrifsins „afar slæmar“. Stærsta hættan sem steðji að því séu loftslagsbreytingar af völdum manna. Auk þess ógnar uppbygging við strendur Ástralíu, fráveita af landi og ólöglegar veiðar framtíð rifsins. Gríðarlegir gróðureldar geisuðu á Ástralíu frá því í september og fram á þetta ár. Methiti og þurrkur er talinn hafa skapað aðstæður fyrir eldana. Alls fórust 34 í eldunum og 6.000 íbúðarhús og aðrar byggingar urðu eldunum að bráð. Ástralía Loftslagsmál Vísindi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Óvenjuleg hlýindi í hafinu umhverfis Ástralíu ógna nú stórum hluta Kóralrifsins mikla. Vísindamenn óttast að fölnun kóralanna nú sé sú umfangsmesta sem um getur. Aðstæður í hafinu næstu vikurnar eigi eftir að ráða miklu um örlög þeirra. Sjávarhitinn yfir stærstum hluta rifsins hefur verið hálfri til einni og hálfri gráðu eftir meðaltali marsmánaðar undanfarið. Í syðsta hluta rifsins næst ströndinni er hitafrávikið enn meira, allt að tveimur til þremur gráðum yfir meðaltalinu. Kóralrifið mikla, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna, er eitt af helstu náttúruundrum og kennileitum jarðarinnar. Það stendur saman af um þrjú þúsund rifjum sem dreifast yfir um 354.000 ferkílómetra svæði. Svo stórt er rifið að það sést úr geimnum. Kóralar eru afar viðkvæmir fyrir sveiflum í hitastigi. Álagið af viðvarandi hitabylgju í hafinu veldur því að kóralarnir losa sig við þörung sem lifir í sambýli við þá. Við það fölna kóralarnir og drepast á endanum. Kóralrifið er líffræðilega fjölbreyttasta svæði jarðar og hafa þúsundir dýrategunda þróast til að lifa í því. „Spárnar benda til þess að við getum búist við áframhaldandi hitaálagi að minnast kosti næstu tvær vikurnar og kannski þrjár eða fjórar vikurnar,“ segir David Wachenfield, aðalvísindamaður verndarsvæðis Kóralrifsins mikla. Tekur fleiri vikur fyrir afleiðingarnar að koma í ljós AP-fréttastofan segir að áströlsk yfirvöld hafi nú þegar fengið um 250 tilkynningar um fölnun kórala eftir óvanaleg hlýindi í febrúar. Rifið hefur orðið fyrir verulegum skaða í fjórum stórum fölnunaratburðum frá árinu 1998. Versta fölnunin átti sér stað sumurin 2016 og 2017 þegar El niño-veðurfyrirbrigðið magnaði upp hnattræna hlýnun af völdum manna. „Í augnablikinu er þetta sannarlega umfangsmesti fölnunaratburðurinn sem við höfum haft,“ segir William Skirving, sérfræðingur í kóralrifjum hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA). Hann telur útliti ekki glæsilegt fyrir suðurenda rifsins en næstu tvær vikur eigi eftir að ráða miklu um afdrif rifsins. Ove-Hoegh-Guldberg, vísindamaður við Rannsóknaráð Ástralíu, segir að það verði ekki ljóst fyrr en eftir margar vikur hversu stór hluti kóralanna sem fölnuðu lifi af og hversu stór hluti drepist. „Ef það kólnar aðeins jafna þeir sig en ef ekki gætum við verið á leiðinni í eitthvað sem er ekki svo fjarri 2016 og 2017. Við erum einmitt á vegamótunum,“ segir hann. Stjórn verndarsvæðisins telur nú horfur Kóralrifsins „afar slæmar“. Stærsta hættan sem steðji að því séu loftslagsbreytingar af völdum manna. Auk þess ógnar uppbygging við strendur Ástralíu, fráveita af landi og ólöglegar veiðar framtíð rifsins. Gríðarlegir gróðureldar geisuðu á Ástralíu frá því í september og fram á þetta ár. Methiti og þurrkur er talinn hafa skapað aðstæður fyrir eldana. Alls fórust 34 í eldunum og 6.000 íbúðarhús og aðrar byggingar urðu eldunum að bráð.
Ástralía Loftslagsmál Vísindi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira