Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. apríl 2020 11:00 Auður Bjarnadóttir hefur síðustu 20 ár þjálfað konur á meðgöngu. Aðsend mynd „Ég tala svolítið eins og trúboði enda er ég búin að vera að kenna þetta í 20 ár,“ segir jógakennarinn Auður Bjarnadóttir. Auður er eigandi Jógasetursins þar sem margar konur stunda jóga á meðgöngu og eftir fæðingu og var hún viðmælandi í hlaðvarpinu Kviknar. Nýjasti þátturinn nefnist Kroppurinn og er þar talað um allt sem tengist líkamanum á meðgöngu. Að hennar mati ættu konur ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu eins og venjan er að gera hér á landi. Auður segir að jógað hjálpi konum ekki bara með líkamlega líðan heldur líka hugarfarið og öndun, þetta bæði getur hjálpað þeim mikið í fæðingum. „Líkaminn minn kann að fæða barn. Ef ég hugsa já þá opna ég líkamann ef ég hugsa nei þá loka ég líkamanum. Þetta er ekki flókið en það þarf svolítið að þjálfa þetta og vinna sig inn í þetta.“ Alls konar tilfinningar fara af stað Hún segist reglulega fá að heyra frá konum sem segja að jógað hafi bjargað sér andlega. „Þú kemur inn í tímann, möntrurnar mýkja þig, öndunin opnar þig og svo fara alls konar tilfinningar af stað.“ Auður segir mikilvægt að konur gefi sér þennan tíma á meðgöngu, sérstaklega þegar konur hér vinna almennt mjög lengi og eru jafnvel undir miklu álagi á meðgöngunni. Auður hefði viljað sjá þetta breytast. „Við erum eina landið í Skandinavíu, eina landið sem ég veit um í Evrópu þar sem kona má vinna lengur en átta mánuði á meðgöngu. Þetta gamla íslenska, ofurkonan. Þegar þú ert að bera og næra tvo líkama, komin átta mánuði á leið, þá er eðlilegt að þú sért þreytt. Það er eðlilegt að það hafi áhrif á svefninn, sem er auðvitað hluti af heilsu. Ef þú ert þreytt þá er styttra í spennu, ef þú ert þreytt þá er styttra í kvíðann. Ég vil meina að það geti haft áhrif á kostnað í heilbrigðiskerfinu.“ Hún telur að þetta muni jafnast út því minna verði um inngrip. „Konan er betur hvíld, hún er örugg og henni líður vel. Þetta er stærsta lífsreynslan okkar, allt samfélagið á að styðja við þetta.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan og hefst á mínútu 27:40. Í þættinum ræddi þáttastjórnandinn Andrea Eyland líka við Vigni Bollason kírópraktor í Líf Kírópraktík en hann sérhæfir sig í að hjálpa ófrískum konum. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Heilsa Frjósemi Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Fleiri fréttir Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Sjá meira
„Ég tala svolítið eins og trúboði enda er ég búin að vera að kenna þetta í 20 ár,“ segir jógakennarinn Auður Bjarnadóttir. Auður er eigandi Jógasetursins þar sem margar konur stunda jóga á meðgöngu og eftir fæðingu og var hún viðmælandi í hlaðvarpinu Kviknar. Nýjasti þátturinn nefnist Kroppurinn og er þar talað um allt sem tengist líkamanum á meðgöngu. Að hennar mati ættu konur ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu eins og venjan er að gera hér á landi. Auður segir að jógað hjálpi konum ekki bara með líkamlega líðan heldur líka hugarfarið og öndun, þetta bæði getur hjálpað þeim mikið í fæðingum. „Líkaminn minn kann að fæða barn. Ef ég hugsa já þá opna ég líkamann ef ég hugsa nei þá loka ég líkamanum. Þetta er ekki flókið en það þarf svolítið að þjálfa þetta og vinna sig inn í þetta.“ Alls konar tilfinningar fara af stað Hún segist reglulega fá að heyra frá konum sem segja að jógað hafi bjargað sér andlega. „Þú kemur inn í tímann, möntrurnar mýkja þig, öndunin opnar þig og svo fara alls konar tilfinningar af stað.“ Auður segir mikilvægt að konur gefi sér þennan tíma á meðgöngu, sérstaklega þegar konur hér vinna almennt mjög lengi og eru jafnvel undir miklu álagi á meðgöngunni. Auður hefði viljað sjá þetta breytast. „Við erum eina landið í Skandinavíu, eina landið sem ég veit um í Evrópu þar sem kona má vinna lengur en átta mánuði á meðgöngu. Þetta gamla íslenska, ofurkonan. Þegar þú ert að bera og næra tvo líkama, komin átta mánuði á leið, þá er eðlilegt að þú sért þreytt. Það er eðlilegt að það hafi áhrif á svefninn, sem er auðvitað hluti af heilsu. Ef þú ert þreytt þá er styttra í spennu, ef þú ert þreytt þá er styttra í kvíðann. Ég vil meina að það geti haft áhrif á kostnað í heilbrigðiskerfinu.“ Hún telur að þetta muni jafnast út því minna verði um inngrip. „Konan er betur hvíld, hún er örugg og henni líður vel. Þetta er stærsta lífsreynslan okkar, allt samfélagið á að styðja við þetta.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir ofan og hefst á mínútu 27:40. Í þættinum ræddi þáttastjórnandinn Andrea Eyland líka við Vigni Bollason kírópraktor í Líf Kírópraktík en hann sérhæfir sig í að hjálpa ófrískum konum. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Heilsa Frjósemi Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Fleiri fréttir Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Sjá meira