Veiðieftirlit Fiskistofu - þróun og mikilvægi Viðar Ólason skrifar 10. apríl 2020 09:00 Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. Íslenski fiskiskipaflotinn telur um 1300 skip og báta af öllum stærðum og gerðum. Löndunarhafnir landsins eru hátt í sextíu talsins og er landað yfir milljón tonnum af fiski árlega með löndunum sem hlaupa á tugum þúsunda. Í því skyni að viðhafa árangursríkt eftirlit hefur Fiskistofa nýtt sér þá tækni sem í boði er og rúmast innan lagaramma sem stofnunni er settur á hverjum tíma. Fiskistofa hefur frá árinu 2013 beitt hugbúnaðargreind til að gera veiðieftirlit sitt áhættumiðað, til að sinnt sé réttum verkefnum á réttum tíma á réttum stað og út frá áhættu. Prófanir á fjareftirliti við grásleppuveiðar með langdrægum sjónaukum sem hægt er að taka upp myndefni á hafa farið fram og einnig samstarf með Landhelgisgæslu Íslands með drónaeftirlit. Gögn sem Fiskistofa aflar bæði til sjós og lands benda til að hegðun og niðurstaða við veiðar og vigtun er of oft önnur þegar eftirlit er viðhaft í samanburði við þegar eftirlit er ekki til staðar. En hvernig byggjum við upp traust og gagnsæi við fiskveiðar og vigtun afla til framtíðar? Gögn frá mörgum þeim löndum sem hafa farið í tilraunaverkefni með rafrænt myndavélaeftirlit sýna sambærilegar niðurstöður í frávikum í fjölda landaðara tegunda og Fiskistofa fær eftir því hvort eftirlitsmaður er um borð í veiðiferð eða ekki. Þær aðferðir sem viðhafðar eru í dag við framkvæmd veiðieftirlits verða að breytast ef viðunandi árangur á að nást. Ef horft er til þeirra bjarga, þrátt fyrir hagnýtingu tæknibúnaðar og hugbúnaðargreindarbúnaðs sem Fiskistofa nýtir við eftirlitsstörf í dag, er það ljóst að sækja þarf fram, hefðbundnar leiðir til eftirlits, svo sem viðvera eftirlitsmanna á vettvangi, á sjó og við yfirstöður við endurvigtun, skila ófullnægjandi árangri. Fiskistofa hefur hug á að innleiða notkun upptökubúnaðar og nema með myndgreiningarhugbúnaði við eftirlitsstörf, tilgangur þess eftirlits er að sporna við brottkasti og vigtunarsvindli.. Á næstunni verður sent erindi til Persónuverndar um beiðni um heimild til rafræns eftirlits, verði sú heimild veitt er ljóst að verkefnið verður hagkvæmara í framkvæmd, bæði hvað varðar kostnað, dekkun eftirlits og með því rækja betur skyldur Fiskistofu sem eru bundin í lög. Þegar litið er til lengri tíma þá gerir Fiskistofa ráð fyrir að rafrænt eftirlit stuðli enn frekar að sjálfbærum veiðum og muni veita aðilum í sjávarútvegi áþreifanlegan markaðslegan og rekstrarlegan ávinning sem og tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Höfundur er deildarstjóri sjóeftirlits Fiskistofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálbæra nýtingu auðlinda hafs og vatna. Mikilvægur hlekkur í keðju heilbrigðs fiskveiðistjórnunarkerfis er virkt og árangursríkt eftirlit og er sá þáttur tilefni þessarar greinar. Íslenski fiskiskipaflotinn telur um 1300 skip og báta af öllum stærðum og gerðum. Löndunarhafnir landsins eru hátt í sextíu talsins og er landað yfir milljón tonnum af fiski árlega með löndunum sem hlaupa á tugum þúsunda. Í því skyni að viðhafa árangursríkt eftirlit hefur Fiskistofa nýtt sér þá tækni sem í boði er og rúmast innan lagaramma sem stofnunni er settur á hverjum tíma. Fiskistofa hefur frá árinu 2013 beitt hugbúnaðargreind til að gera veiðieftirlit sitt áhættumiðað, til að sinnt sé réttum verkefnum á réttum tíma á réttum stað og út frá áhættu. Prófanir á fjareftirliti við grásleppuveiðar með langdrægum sjónaukum sem hægt er að taka upp myndefni á hafa farið fram og einnig samstarf með Landhelgisgæslu Íslands með drónaeftirlit. Gögn sem Fiskistofa aflar bæði til sjós og lands benda til að hegðun og niðurstaða við veiðar og vigtun er of oft önnur þegar eftirlit er viðhaft í samanburði við þegar eftirlit er ekki til staðar. En hvernig byggjum við upp traust og gagnsæi við fiskveiðar og vigtun afla til framtíðar? Gögn frá mörgum þeim löndum sem hafa farið í tilraunaverkefni með rafrænt myndavélaeftirlit sýna sambærilegar niðurstöður í frávikum í fjölda landaðara tegunda og Fiskistofa fær eftir því hvort eftirlitsmaður er um borð í veiðiferð eða ekki. Þær aðferðir sem viðhafðar eru í dag við framkvæmd veiðieftirlits verða að breytast ef viðunandi árangur á að nást. Ef horft er til þeirra bjarga, þrátt fyrir hagnýtingu tæknibúnaðar og hugbúnaðargreindarbúnaðs sem Fiskistofa nýtir við eftirlitsstörf í dag, er það ljóst að sækja þarf fram, hefðbundnar leiðir til eftirlits, svo sem viðvera eftirlitsmanna á vettvangi, á sjó og við yfirstöður við endurvigtun, skila ófullnægjandi árangri. Fiskistofa hefur hug á að innleiða notkun upptökubúnaðar og nema með myndgreiningarhugbúnaði við eftirlitsstörf, tilgangur þess eftirlits er að sporna við brottkasti og vigtunarsvindli.. Á næstunni verður sent erindi til Persónuverndar um beiðni um heimild til rafræns eftirlits, verði sú heimild veitt er ljóst að verkefnið verður hagkvæmara í framkvæmd, bæði hvað varðar kostnað, dekkun eftirlits og með því rækja betur skyldur Fiskistofu sem eru bundin í lög. Þegar litið er til lengri tíma þá gerir Fiskistofa ráð fyrir að rafrænt eftirlit stuðli enn frekar að sjálfbærum veiðum og muni veita aðilum í sjávarútvegi áþreifanlegan markaðslegan og rekstrarlegan ávinning sem og tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Höfundur er deildarstjóri sjóeftirlits Fiskistofu.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun