Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2020 17:54 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sem heyja baráttu gegn smálánastarfsemi um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að úrskurðarnefnd lögmanna hafi komist að þessari niðurstöðu í úrskurðum vegna tveggja kvartana sem henni bárust vegna Almennrar innheimtu sem er í eigu lögmannsins Gísla Kr. Björnssonar. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vefsíðu úrskurðarnefndarinnar. Stjórnendur smálanafyrirtækja og Almenn innheimta hétu því í fyrra að vextir af lánum þeirra færu ekki lengur yfir hámarksgjöld á Íslandi og að aðeins yrðu rukkaðir hæstu vextir samkvæmt lögum. Var því þá haldið fram að hætt væri að innheimta eldri lán á hærri vöxtum. Kvartanir hafa þó komið fram um að slík lán séu enn innheimt þrátt fyrri loforð og gagnrýni Neytendasamtakanna. Í öðru málinu sem kom fyrir úrskurðarnefndina komist hún að þeirri niðurstöðu að háttsemi Almennrar innheimtu að klæða innheimtu í búning lögheimtu sé aðfinnsluverð þar sem ljóst hafi verið að innheimtan hafi ekki verið undanfari réttarfarsaðgerða eins og dómsmáls. Innheimtan heyri því undir innheimtulög og þá gildi reglur um hámarkskostnað innheimtu sem Almenn innheimta hafi brotið. Áminnti nefndin Gísla og vísaði sérstaklega til þess að hann hafi sætt aðfinnslum nefndarinnar vegna brota á góðum innheimtuháttum og með hliðsjón af alvarleika brotanna. Nefndin vísaði aftur á móti frá kröfum kvartandans um að innheimtan yrði stöðvuð tafarlaust og að oftekinn innheimtukostnaður yrði endurgreiddur. Telja þátt Creditinfo óásættanlegan Í öðru máli gerði nefndin athugasemdir við starfshætti Almennrar innheimtu hvað varðaði skráningu á vanskilaskrá Creditinfo, að sögn Neytendasamtakanna. Lántaki hafi óskað eftir að fá skýrt yfirlit og sundurliðun yfir kröfur Almennrar innheimtu en fyrirtækið hafi gefið sér 90 daga til að skila gögnunum. Í millitíðinni hafi lántakanum verið hótað með vanskilaskráningu en á sama tíma boðið að greiða helming kröfunnar á móti því að skuldin yrði felld niður. „Lántakandi hafði ofgreitt ólöglega vexti svo nam hundruðum þúsunda og taldi sig þvert á móti eiga inni kröfu á smálánafyrirtækið og gekk ekki að þessum „samningi“,“ segja Neytendasamtökin. Úrskurðarnefndin hafi talið þessa háttsemi að hóta vanskilaskráningu, án þess að viðkomandi hafi fengið tilskilin gögn í hendur, aðfinnsluverða. „Niðurstaðan í þessum tveimur málum sýnir svo ekki verður um villst að innheimtustarfsemi þrífst án raunverulegs eftirlits og viðurlaga. Það eitt og sér er gróft brot á neytandarétti og hafa Neytendasamtökin ítrekað bent á þessar brotalamir í lögum. Nú þarf löggjafinn að hysja upp um sig buxurnar,“ segir í tilkynningu samtakanna. Neytendasamtökin gagnrýna einnig Creditinfo og segja þátt fyrirtækisins í innheimtu ólögmætra smálaána undanfarin ár óásættanlegan. Smálán Neytendur Tengdar fréttir Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að úrskurðarnefnd lögmanna hafi komist að þessari niðurstöðu í úrskurðum vegna tveggja kvartana sem henni bárust vegna Almennrar innheimtu sem er í eigu lögmannsins Gísla Kr. Björnssonar. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vefsíðu úrskurðarnefndarinnar. Stjórnendur smálanafyrirtækja og Almenn innheimta hétu því í fyrra að vextir af lánum þeirra færu ekki lengur yfir hámarksgjöld á Íslandi og að aðeins yrðu rukkaðir hæstu vextir samkvæmt lögum. Var því þá haldið fram að hætt væri að innheimta eldri lán á hærri vöxtum. Kvartanir hafa þó komið fram um að slík lán séu enn innheimt þrátt fyrri loforð og gagnrýni Neytendasamtakanna. Í öðru málinu sem kom fyrir úrskurðarnefndina komist hún að þeirri niðurstöðu að háttsemi Almennrar innheimtu að klæða innheimtu í búning lögheimtu sé aðfinnsluverð þar sem ljóst hafi verið að innheimtan hafi ekki verið undanfari réttarfarsaðgerða eins og dómsmáls. Innheimtan heyri því undir innheimtulög og þá gildi reglur um hámarkskostnað innheimtu sem Almenn innheimta hafi brotið. Áminnti nefndin Gísla og vísaði sérstaklega til þess að hann hafi sætt aðfinnslum nefndarinnar vegna brota á góðum innheimtuháttum og með hliðsjón af alvarleika brotanna. Nefndin vísaði aftur á móti frá kröfum kvartandans um að innheimtan yrði stöðvuð tafarlaust og að oftekinn innheimtukostnaður yrði endurgreiddur. Telja þátt Creditinfo óásættanlegan Í öðru máli gerði nefndin athugasemdir við starfshætti Almennrar innheimtu hvað varðaði skráningu á vanskilaskrá Creditinfo, að sögn Neytendasamtakanna. Lántaki hafi óskað eftir að fá skýrt yfirlit og sundurliðun yfir kröfur Almennrar innheimtu en fyrirtækið hafi gefið sér 90 daga til að skila gögnunum. Í millitíðinni hafi lántakanum verið hótað með vanskilaskráningu en á sama tíma boðið að greiða helming kröfunnar á móti því að skuldin yrði felld niður. „Lántakandi hafði ofgreitt ólöglega vexti svo nam hundruðum þúsunda og taldi sig þvert á móti eiga inni kröfu á smálánafyrirtækið og gekk ekki að þessum „samningi“,“ segja Neytendasamtökin. Úrskurðarnefndin hafi talið þessa háttsemi að hóta vanskilaskráningu, án þess að viðkomandi hafi fengið tilskilin gögn í hendur, aðfinnsluverða. „Niðurstaðan í þessum tveimur málum sýnir svo ekki verður um villst að innheimtustarfsemi þrífst án raunverulegs eftirlits og viðurlaga. Það eitt og sér er gróft brot á neytandarétti og hafa Neytendasamtökin ítrekað bent á þessar brotalamir í lögum. Nú þarf löggjafinn að hysja upp um sig buxurnar,“ segir í tilkynningu samtakanna. Neytendasamtökin gagnrýna einnig Creditinfo og segja þátt fyrirtækisins í innheimtu ólögmætra smálaána undanfarin ár óásættanlegan.
Smálán Neytendur Tengdar fréttir Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28