Lamdi konuna sína úti á götu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2020 11:30 Útkall lögreglunnar í gærkvöldi vegna gruns um heimilisofbeldi var fyrir vestan Tjörnina í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. Hjón komu konunni til bjargar og var maður hennar handtekinn. Var hann undir áhrifum fíkniefna auk þess sem fíkniefni fundust á honum. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að íbúi við umrædda götu hafi orðið vitni að því þegar karlmaðurinn sló konu sína. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Íbúi við götuna lýsir því í samtali við Vísi að hafa séð konuna á hlaupum og á eftir henni karlmaður með hnefann á lofti. Nágrannar íbúans komu konunni til aðstoðar, tóku hana inn á heimili sitt og reyndu árangurslaust að ræða við mann hennar. Karlmaðurinn var ákveðinn, sagðist vera maður konunnar en var fátt um svör spurður hvers vegna konan hans væri svona hrædd. Óttast aukið heimilisofbeldi Undanfarið hafa nokkur lögregluembætti hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir. Karlmaður á sextugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna andláts sambýliskonu hans í Sandgerði á dögunum. Þá var karlmaður um þrítugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Sigurjón Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segjast ekki sjá merki um aukið heimilisofbeldi í tölunum enn sem komið er. Framkvæmdastýran leggur áherslu á að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun. „Við hvetjum alla sem verða varir við slíkt til að láta vita og við fylgjumst eins vel með og mögulegt er,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, tekur undir þessar áhyggjur. „Við höfum frá upphafi óttast að það þyrfti ekkert meira en kraftaverk til að við kæmumst í gegn um þetta tímabil án þess að heimilisofbeldi yrði bæði tíðara og jafnvel hættulegra. Við byggjum þetta á því að það eru svo margir áhættuþættir núna eins og félagsleg einangrun og streita, áhyggjur og fólk er mikið nálægt sínum nánustu sem getur vissulega verið mjög indælt en það getur líka verið mjög hættulegt.“ Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að Kvennaathvarfið hafi ekki orðið vart við aukningu í þessum málum og að þau hafi ekki endilega átt von á því. „Þessir áhættuþættir eru ekki bara þættir sem spá fyrir um aukið ofbeldi heldur líka auknar hindranir þegar kemur að því að slíta ofbeldissambandi.“ Hún segir ofbeldið geta orðið grófara og hættulegra við þessar aðstæður. „Við höfum áhyggjur á því að það verði það auk þess sem það verður erfiðara að komast í burtu og undankomuleiðirnar eða flóttaleiðir þolenda verða í raun og veru færri.“ Sigþrúður segir mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun. Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Íbúar í lítilli götu í Vesturbænum í Reykjavík urðu vitni að því um kvöldmatarleytið í gær þegar ung kona kom hlaupandi undan manni sínum, óttaslegin og grátandi. Hjón komu konunni til bjargar og var maður hennar handtekinn. Var hann undir áhrifum fíkniefna auk þess sem fíkniefni fundust á honum. Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að íbúi við umrædda götu hafi orðið vitni að því þegar karlmaðurinn sló konu sína. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Íbúi við götuna lýsir því í samtali við Vísi að hafa séð konuna á hlaupum og á eftir henni karlmaður með hnefann á lofti. Nágrannar íbúans komu konunni til aðstoðar, tóku hana inn á heimili sitt og reyndu árangurslaust að ræða við mann hennar. Karlmaðurinn var ákveðinn, sagðist vera maður konunnar en var fátt um svör spurður hvers vegna konan hans væri svona hrædd. Óttast aukið heimilisofbeldi Undanfarið hafa nokkur lögregluembætti hvatt fólk til að vera á varðbergi fyrir heimilisofbeldi á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir. Karlmaður á sextugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna andláts sambýliskonu hans í Sandgerði á dögunum. Þá var karlmaður um þrítugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um að hafa orðið móður sinni að bana. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Sigurjón Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segjast ekki sjá merki um aukið heimilisofbeldi í tölunum enn sem komið er. Framkvæmdastýran leggur áherslu á að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun. „Við hvetjum alla sem verða varir við slíkt til að láta vita og við fylgjumst eins vel með og mögulegt er,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, tekur undir þessar áhyggjur. „Við höfum frá upphafi óttast að það þyrfti ekkert meira en kraftaverk til að við kæmumst í gegn um þetta tímabil án þess að heimilisofbeldi yrði bæði tíðara og jafnvel hættulegra. Við byggjum þetta á því að það eru svo margir áhættuþættir núna eins og félagsleg einangrun og streita, áhyggjur og fólk er mikið nálægt sínum nánustu sem getur vissulega verið mjög indælt en það getur líka verið mjög hættulegt.“ Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir að Kvennaathvarfið hafi ekki orðið vart við aukningu í þessum málum og að þau hafi ekki endilega átt von á því. „Þessir áhættuþættir eru ekki bara þættir sem spá fyrir um aukið ofbeldi heldur líka auknar hindranir þegar kemur að því að slíta ofbeldissambandi.“ Hún segir ofbeldið geta orðið grófara og hættulegra við þessar aðstæður. „Við höfum áhyggjur á því að það verði það auk þess sem það verður erfiðara að komast í burtu og undankomuleiðirnar eða flóttaleiðir þolenda verða í raun og veru færri.“ Sigþrúður segir mikilvægara nú en nokkru sinni áður að fólk sé á varðbergi og tilkynni ofbeldi við minnsta grun.
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira