James Bond stjarnan Honor Blackman látin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2020 18:13 Honor Blackman á mótmælum vegna skertra réttinda eldriborgara í nóvember 2009. EPA/ANDY RAIN Breska leikkonan Honor Blackman, sem þekktust er fyrir að hafa leikið Pussy Galore í James Bond myndinni Goldfinger, er látin 94 ára að aldri. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Fjölskylda hennar sagði í yfirlýsingu að hún hafi látist umkringd fjölskyldum og vinum á heimili sínu í Lewes í Ausur Sussex. Blackman var einnig þekkt fyrir leik sinn sem Cathy Gale í sjónvarpsþáttunum Avengers sem sýndir voru á sjöunda áratugnum þar sem hún lék eitt af aðalhlutverkunum ásamt Patrick Macnee. Parið sló einnig í gegn í Kinky Boots sem gefin var út árið 1964. Í yfirlýsingunni sem fjölskylda hennar gaf út sagði einnig: „Auk þess að hafa verið frábær móðir og amma var Honor gríðarlega hæfileikarík og skapandi leikkona.“ Blackman fæddist í Plaistow í austurhluta Lundúna árið 1925 og gekk hún í Guildhall tónlistar- og leiklistarskólann. Þá var hún einnig þjálfuð í bardagaíþróttum sem tryggði henni hlutverk Pussy Galore, samverkamanns illmennisins Auric Goldfinger í þriðju James Bond kvikmyndinni. „Ég var þegar aðdáandi James Bond en ég bað um að lesa handritið fyrir Goldfinger áður en ég tók við hlutverkinu,“ sagði hún í viðtali. „Þegar ég hafði lesið handritið var ég handviss um að það hentaði mér.“ Þrátt fyrir að Galore hafi snúið við blaðinu og gengið til liðs við Bond í kvikmyndinni eftir að hafa varið með honum nóttinni var persónan opinberlega samkynhneigð í skáldsögu Ian Flemming um Bond. Síðustu ár ævinnar ferðaðist Blackman um Bretland og steig á svið í sýningunni Honor Blackman sem hún sjálf (e. Honor Blackman As Herself) sem fjallaði um feril hennar í skemmtibransanum. Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sjá meira
Breska leikkonan Honor Blackman, sem þekktust er fyrir að hafa leikið Pussy Galore í James Bond myndinni Goldfinger, er látin 94 ára að aldri. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Fjölskylda hennar sagði í yfirlýsingu að hún hafi látist umkringd fjölskyldum og vinum á heimili sínu í Lewes í Ausur Sussex. Blackman var einnig þekkt fyrir leik sinn sem Cathy Gale í sjónvarpsþáttunum Avengers sem sýndir voru á sjöunda áratugnum þar sem hún lék eitt af aðalhlutverkunum ásamt Patrick Macnee. Parið sló einnig í gegn í Kinky Boots sem gefin var út árið 1964. Í yfirlýsingunni sem fjölskylda hennar gaf út sagði einnig: „Auk þess að hafa verið frábær móðir og amma var Honor gríðarlega hæfileikarík og skapandi leikkona.“ Blackman fæddist í Plaistow í austurhluta Lundúna árið 1925 og gekk hún í Guildhall tónlistar- og leiklistarskólann. Þá var hún einnig þjálfuð í bardagaíþróttum sem tryggði henni hlutverk Pussy Galore, samverkamanns illmennisins Auric Goldfinger í þriðju James Bond kvikmyndinni. „Ég var þegar aðdáandi James Bond en ég bað um að lesa handritið fyrir Goldfinger áður en ég tók við hlutverkinu,“ sagði hún í viðtali. „Þegar ég hafði lesið handritið var ég handviss um að það hentaði mér.“ Þrátt fyrir að Galore hafi snúið við blaðinu og gengið til liðs við Bond í kvikmyndinni eftir að hafa varið með honum nóttinni var persónan opinberlega samkynhneigð í skáldsögu Ian Flemming um Bond. Síðustu ár ævinnar ferðaðist Blackman um Bretland og steig á svið í sýningunni Honor Blackman sem hún sjálf (e. Honor Blackman As Herself) sem fjallaði um feril hennar í skemmtibransanum.
Andlát Bíó og sjónvarp James Bond Bretland Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sjá meira