Telur að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð sé það Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. maí 2020 10:42 Jón Þór Þorvaldsson formaður FÍA. vísir/vilhelm Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Jóns Þórs á Facebook í gær þar sem hann gagnrýnir fréttaflutning um að önnur flugfélög Icelandair geti stigið inn og fyllt það gat sem muni myndast í flugmarkaðinn fari Icelandair í þrot. „Play er einungis hugmynd að flugfélagi enn sem komið er og hefur aldrei flutt nokkurn skapaðan hlut hvorki farþega né vörur. Bláfugl er vöruflutningafélag í eigu erlends aðila og hefur heldur aldrei flutt borgandi farþega,“ skrifar Jón Þór. Forráðamenn Icelandair reyna nú hvað þeir geta til að bjarga félaginu frá þroti. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið flugfélagið grátt og er stefnt að því að safna allt að 29 milljörðum á næstu vikum til þess að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þá stendur Icelandair einnig í samningaviðræðum við félag Jóns Þórs um breytingar á kjarasamningum flugmanna, auk þess sem að kjaraviðræður Icelandair og Félags íslenskra flugfreyja virðast vera komnar í hnút. Segir Jón Þór að vissulega blási um flugfélagið en ekki megi líta framhjá því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan efnahag. „Icelandair hefur veitt 4-5000 manns atvinnu á ársgrundvelli. Flugrekstur Icelandair er líflína annara atvinnuvega eins og ferðaþjónustu ferskfiskútflutnings og ýmissa þjónustugreina. Icelandair er Íslandi einfaldlega nauðsynlegt fyrirtæki af fjölmörgum ástæðum,“ skrifar Jón Þór. Allt tal um að setja Icelandair í þrot til að byrja upp á nýtt sé annað hvort „fáræði, eða sýndarmennska misvitra“. Skorar Jón Þór á stjórnvöld að koma Icelandair til aðstoðar en þau hafa sagst vera reiðubúinn til þess svo fremi sem Icelandair takist að auka hlutafé sitt, eins og stefnt er að. „Ég skora á stjórnvöld að líta til tekna ríkissjóðs af flugrekstri Icelandair og tengdri starfsemi og starfsfólki fyrirtækisins í gegnum árin og áratugina. Ég fullyrði að ef eitthvert fyrirtæki á eitthvað inni aðstoð þá er það þetta fyrirtæki,“ skrifar Jón Þór. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Jóns Þórs á Facebook í gær þar sem hann gagnrýnir fréttaflutning um að önnur flugfélög Icelandair geti stigið inn og fyllt það gat sem muni myndast í flugmarkaðinn fari Icelandair í þrot. „Play er einungis hugmynd að flugfélagi enn sem komið er og hefur aldrei flutt nokkurn skapaðan hlut hvorki farþega né vörur. Bláfugl er vöruflutningafélag í eigu erlends aðila og hefur heldur aldrei flutt borgandi farþega,“ skrifar Jón Þór. Forráðamenn Icelandair reyna nú hvað þeir geta til að bjarga félaginu frá þroti. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið flugfélagið grátt og er stefnt að því að safna allt að 29 milljörðum á næstu vikum til þess að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þá stendur Icelandair einnig í samningaviðræðum við félag Jóns Þórs um breytingar á kjarasamningum flugmanna, auk þess sem að kjaraviðræður Icelandair og Félags íslenskra flugfreyja virðast vera komnar í hnút. Segir Jón Þór að vissulega blási um flugfélagið en ekki megi líta framhjá því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan efnahag. „Icelandair hefur veitt 4-5000 manns atvinnu á ársgrundvelli. Flugrekstur Icelandair er líflína annara atvinnuvega eins og ferðaþjónustu ferskfiskútflutnings og ýmissa þjónustugreina. Icelandair er Íslandi einfaldlega nauðsynlegt fyrirtæki af fjölmörgum ástæðum,“ skrifar Jón Þór. Allt tal um að setja Icelandair í þrot til að byrja upp á nýtt sé annað hvort „fáræði, eða sýndarmennska misvitra“. Skorar Jón Þór á stjórnvöld að koma Icelandair til aðstoðar en þau hafa sagst vera reiðubúinn til þess svo fremi sem Icelandair takist að auka hlutafé sitt, eins og stefnt er að. „Ég skora á stjórnvöld að líta til tekna ríkissjóðs af flugrekstri Icelandair og tengdri starfsemi og starfsfólki fyrirtækisins í gegnum árin og áratugina. Ég fullyrði að ef eitthvert fyrirtæki á eitthvað inni aðstoð þá er það þetta fyrirtæki,“ skrifar Jón Þór.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira