Bruninn hefur ekki áhrif á rekstur malbikunarstöðvarinnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. apríl 2020 18:40 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld hjá Malbikunarstöðinni Höfða um klukkan hálf ellefu í morgun og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk þess sem mannskapur í frívakt var kallaður út. Eldurinn logaði i birgðatanki sem hefur að geyma asfalt, sem er bindiefni malbiks. „Þegar við komum á staðinn þá logar eldur utan á tanknum sem að dreifir sér upp á þak tanksins,“ segir Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins. Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum á vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Allt aðrar aðstæður hefði eldurinn komist inn í tankinn Slökkviliðsmönnum tókst að hindra að eldur kæmist ekki inn í tankinn en rjúfa þurfti klæðningu á hlið og þaki á stórum hluta, til þess að komast að eldi. „Við þurfum að opna sennilega allt þakið á tanknum til þess að ganga úr skugga um að við séum búnir að slökkva allan þann eld sem að þar er,“ segir Ari. Væruð þið að horfa á aðrar aðstæður ef eldurinn hefði komist inn í tankinn? „Jú vissulega væru allt aðrar aðstæður þá. Ég er svo sem ekki búinn að hugsa það út,“ segir Ari. Slökkviliðsmenn á þaki tanksins í dag.Vísir/Egill Aðkoman ekki góð Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir það hafa verið áfall að fá tilkynninguna um eldinn. „Hún var ekki góð. Það var bara þannig, en slökkviliðið var komið á staðinn og það var gott að heyra að þeir væru búnir að tryggja vettvang,“ segir Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða.Vísir/Jóhann K. Mun ekki hafa áhrif á daglegan rekstur Ásberg vonast til að ekki hafi orðið mikið tjón. Fá malbikunarverkefni eru í gangi en þó fram undan er þó nóg af verkefnum enda sumarið á næsta leiti. Hann segir brunann í dag ekki hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Malbiksvertíðin er ekki hafin þannig að við getum unnið þetta næstu misserin,“ segir Ásberg. Ásberg segir að aðrar leiðir verði fundnar til þess að geyma malbikunarefnið. Eigið þið von á að þessi tankur verði rifinn? „Hann verður rifinn. Hann verður ekki notaður að nýju,“ segir Ásberg. Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir að tankurinn verði ekki notaður aftur og verði rifinn.Vísir/Egill Rannsókn á tildrögum brunans er í höndum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í klæðningu tanks á Sævarhöfða Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. 5. apríl 2020 11:19 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld hjá Malbikunarstöðinni Höfða um klukkan hálf ellefu í morgun og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk þess sem mannskapur í frívakt var kallaður út. Eldurinn logaði i birgðatanki sem hefur að geyma asfalt, sem er bindiefni malbiks. „Þegar við komum á staðinn þá logar eldur utan á tanknum sem að dreifir sér upp á þak tanksins,“ segir Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins. Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum á vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Allt aðrar aðstæður hefði eldurinn komist inn í tankinn Slökkviliðsmönnum tókst að hindra að eldur kæmist ekki inn í tankinn en rjúfa þurfti klæðningu á hlið og þaki á stórum hluta, til þess að komast að eldi. „Við þurfum að opna sennilega allt þakið á tanknum til þess að ganga úr skugga um að við séum búnir að slökkva allan þann eld sem að þar er,“ segir Ari. Væruð þið að horfa á aðrar aðstæður ef eldurinn hefði komist inn í tankinn? „Jú vissulega væru allt aðrar aðstæður þá. Ég er svo sem ekki búinn að hugsa það út,“ segir Ari. Slökkviliðsmenn á þaki tanksins í dag.Vísir/Egill Aðkoman ekki góð Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir það hafa verið áfall að fá tilkynninguna um eldinn. „Hún var ekki góð. Það var bara þannig, en slökkviliðið var komið á staðinn og það var gott að heyra að þeir væru búnir að tryggja vettvang,“ segir Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða.Vísir/Jóhann K. Mun ekki hafa áhrif á daglegan rekstur Ásberg vonast til að ekki hafi orðið mikið tjón. Fá malbikunarverkefni eru í gangi en þó fram undan er þó nóg af verkefnum enda sumarið á næsta leiti. Hann segir brunann í dag ekki hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Malbiksvertíðin er ekki hafin þannig að við getum unnið þetta næstu misserin,“ segir Ásberg. Ásberg segir að aðrar leiðir verði fundnar til þess að geyma malbikunarefnið. Eigið þið von á að þessi tankur verði rifinn? „Hann verður rifinn. Hann verður ekki notaður að nýju,“ segir Ásberg. Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir að tankurinn verði ekki notaður aftur og verði rifinn.Vísir/Egill Rannsókn á tildrögum brunans er í höndum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í klæðningu tanks á Sævarhöfða Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. 5. apríl 2020 11:19 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Eldur í klæðningu tanks á Sævarhöfða Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. 5. apríl 2020 11:19