Bruninn hefur ekki áhrif á rekstur malbikunarstöðvarinnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. apríl 2020 18:40 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld hjá Malbikunarstöðinni Höfða um klukkan hálf ellefu í morgun og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk þess sem mannskapur í frívakt var kallaður út. Eldurinn logaði i birgðatanki sem hefur að geyma asfalt, sem er bindiefni malbiks. „Þegar við komum á staðinn þá logar eldur utan á tanknum sem að dreifir sér upp á þak tanksins,“ segir Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins. Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum á vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Allt aðrar aðstæður hefði eldurinn komist inn í tankinn Slökkviliðsmönnum tókst að hindra að eldur kæmist ekki inn í tankinn en rjúfa þurfti klæðningu á hlið og þaki á stórum hluta, til þess að komast að eldi. „Við þurfum að opna sennilega allt þakið á tanknum til þess að ganga úr skugga um að við séum búnir að slökkva allan þann eld sem að þar er,“ segir Ari. Væruð þið að horfa á aðrar aðstæður ef eldurinn hefði komist inn í tankinn? „Jú vissulega væru allt aðrar aðstæður þá. Ég er svo sem ekki búinn að hugsa það út,“ segir Ari. Slökkviliðsmenn á þaki tanksins í dag.Vísir/Egill Aðkoman ekki góð Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir það hafa verið áfall að fá tilkynninguna um eldinn. „Hún var ekki góð. Það var bara þannig, en slökkviliðið var komið á staðinn og það var gott að heyra að þeir væru búnir að tryggja vettvang,“ segir Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða.Vísir/Jóhann K. Mun ekki hafa áhrif á daglegan rekstur Ásberg vonast til að ekki hafi orðið mikið tjón. Fá malbikunarverkefni eru í gangi en þó fram undan er þó nóg af verkefnum enda sumarið á næsta leiti. Hann segir brunann í dag ekki hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Malbiksvertíðin er ekki hafin þannig að við getum unnið þetta næstu misserin,“ segir Ásberg. Ásberg segir að aðrar leiðir verði fundnar til þess að geyma malbikunarefnið. Eigið þið von á að þessi tankur verði rifinn? „Hann verður rifinn. Hann verður ekki notaður að nýju,“ segir Ásberg. Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir að tankurinn verði ekki notaður aftur og verði rifinn.Vísir/Egill Rannsókn á tildrögum brunans er í höndum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í klæðningu tanks á Sævarhöfða Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. 5. apríl 2020 11:19 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld hjá Malbikunarstöðinni Höfða um klukkan hálf ellefu í morgun og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk þess sem mannskapur í frívakt var kallaður út. Eldurinn logaði i birgðatanki sem hefur að geyma asfalt, sem er bindiefni malbiks. „Þegar við komum á staðinn þá logar eldur utan á tanknum sem að dreifir sér upp á þak tanksins,“ segir Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins. Ari Hauksson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum á vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Allt aðrar aðstæður hefði eldurinn komist inn í tankinn Slökkviliðsmönnum tókst að hindra að eldur kæmist ekki inn í tankinn en rjúfa þurfti klæðningu á hlið og þaki á stórum hluta, til þess að komast að eldi. „Við þurfum að opna sennilega allt þakið á tanknum til þess að ganga úr skugga um að við séum búnir að slökkva allan þann eld sem að þar er,“ segir Ari. Væruð þið að horfa á aðrar aðstæður ef eldurinn hefði komist inn í tankinn? „Jú vissulega væru allt aðrar aðstæður þá. Ég er svo sem ekki búinn að hugsa það út,“ segir Ari. Slökkviliðsmenn á þaki tanksins í dag.Vísir/Egill Aðkoman ekki góð Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir það hafa verið áfall að fá tilkynninguna um eldinn. „Hún var ekki góð. Það var bara þannig, en slökkviliðið var komið á staðinn og það var gott að heyra að þeir væru búnir að tryggja vettvang,“ segir Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Ásberg K. Ingólfsson, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða.Vísir/Jóhann K. Mun ekki hafa áhrif á daglegan rekstur Ásberg vonast til að ekki hafi orðið mikið tjón. Fá malbikunarverkefni eru í gangi en þó fram undan er þó nóg af verkefnum enda sumarið á næsta leiti. Hann segir brunann í dag ekki hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. „Malbiksvertíðin er ekki hafin þannig að við getum unnið þetta næstu misserin,“ segir Ásberg. Ásberg segir að aðrar leiðir verði fundnar til þess að geyma malbikunarefnið. Eigið þið von á að þessi tankur verði rifinn? „Hann verður rifinn. Hann verður ekki notaður að nýju,“ segir Ásberg. Framkvæmdastjóri malbikunarstöðvarinnar segir að tankurinn verði ekki notaður aftur og verði rifinn.Vísir/Egill Rannsókn á tildrögum brunans er í höndum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í klæðningu tanks á Sævarhöfða Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. 5. apríl 2020 11:19 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Eldur í klæðningu tanks á Sævarhöfða Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. 5. apríl 2020 11:19