Póstinum gert að greiða fimm milljónir í stjórnvaldssektir Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2020 13:39 Brot Íslandspósts sneru að fyrrverandi dótturfélagi þess, ePósti ehf. Vísir/Vilhelm Íslandspósti hefur verið gert að greiða fimm milljónir í stjórnvaldssektir vegna brota fyrirtækisins á skilyrðum í tengslum við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2017. Sátt náðist málinu en Pósturinn gekkst við því að hafa farið gegn fyrirmælum í sátt félagsins við Samkeppniseftirlitið sem sneri að aðgerðum til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að brot Póstsins tengist fyrrverandi dótturfélagi þess, ePósti ehf. Hafi brotin annars vegar „falist í því að Íslandspóstur hafi ekki óskað eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins áður en rekstur dótturfélagsins ePósts ehf. var færður inn í Íslandspóst og sameining félaganna komst til framkvæmda og hins vegar því að hafa látið hjá líða að endurskoða kjör á áður veittri lánsfjármögnun til ePósts, þrátt fyrir að ljóst hafi verið að kjörin voru undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta.“ Samkeppniseftirlitið segir afar þýðingarmikið að fyrirtæki fari að þeim skilyrðum sem þau undirgangist með sátt við Samkeppniseftirlitið. „Á hinn bóginn telur Samkeppniseftirlitið að unnt sé að fallast að einhverju leyti á þau sjónarmið sem Íslandspóstur hefur sett fram sér til málsbóta í málinu og voru þau að hluta til höfð til hliðsjónar við ákvörðun sektar,“ segir í tilkynningunni á vef eftirlitsins þar sem nánar má lesa um málið. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.FA Sektin alltof lág og fælingaráhrifin lítil Félag atvinnurekenda kvartaði til Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma en í frétt á vef félagsins kemur fram að það sé ósammála niðurstöðunni að hluta og telji sektina alltof lága. Þar segir að Samkeppniseftirlitið hafi í ákvörðun sinni fallist á þau rök Íslandspósts að starfsemi ePósts hafi ekki lengur haft samkeppnislega þýðingu á þeim markaði sem félagið var stofnað til að starfa á þegar sáttin 2017 tók gildi. „Stofnunin telur því ekki forsendur til að gera athugasemdir við að rekstur og eignir ePósts hafi verið færð inn í móðurfélagið og dótturfélagið ePóstur lagt niður. Þessu er FA ósammála. Félagið hefur í erindum til Samkeppniseftirlitsins fært fyrir því rök að sameiningin hafi verið óheimil og farið fram á að SE mæti áhrif þess að tap af rekstri ePósts væri yfirfært á móðurfélagið, hvort kostnaður sem af því hlýst myndi leiða til hækkana á verðskrá almennrar póstþjónustu og hvort kerfi ePósts séu nýtt í rekstri Íslandspósts sem tengjast lögbundinni grunnþjónustu og sem þriðji aðili hefði getað þróað fyrir brot af þeirri fjárhæð sem var lögð í ePóst. FA fellst heldur ekki á þá niðurstöðu SE að brot Íslandspósts kunni að hafa verið framin af gáleysi,“ segir í tilkynningunni. Er þar haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, að félagið telji sektina alltof lága og hafi afar lítil fælingaráhrif gagnvart fyrirtækjum og stofnunum. Gætu þau þannig freistast til að rjúfa sátt við Samkeppniseftirlitið. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslandspóstur Samkeppnismál Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira
Íslandspósti hefur verið gert að greiða fimm milljónir í stjórnvaldssektir vegna brota fyrirtækisins á skilyrðum í tengslum við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2017. Sátt náðist málinu en Pósturinn gekkst við því að hafa farið gegn fyrirmælum í sátt félagsins við Samkeppniseftirlitið sem sneri að aðgerðum til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að brot Póstsins tengist fyrrverandi dótturfélagi þess, ePósti ehf. Hafi brotin annars vegar „falist í því að Íslandspóstur hafi ekki óskað eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins áður en rekstur dótturfélagsins ePósts ehf. var færður inn í Íslandspóst og sameining félaganna komst til framkvæmda og hins vegar því að hafa látið hjá líða að endurskoða kjör á áður veittri lánsfjármögnun til ePósts, þrátt fyrir að ljóst hafi verið að kjörin voru undir markaðskjörum sem sambærileg fyrirtæki njóta.“ Samkeppniseftirlitið segir afar þýðingarmikið að fyrirtæki fari að þeim skilyrðum sem þau undirgangist með sátt við Samkeppniseftirlitið. „Á hinn bóginn telur Samkeppniseftirlitið að unnt sé að fallast að einhverju leyti á þau sjónarmið sem Íslandspóstur hefur sett fram sér til málsbóta í málinu og voru þau að hluta til höfð til hliðsjónar við ákvörðun sektar,“ segir í tilkynningunni á vef eftirlitsins þar sem nánar má lesa um málið. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.FA Sektin alltof lág og fælingaráhrifin lítil Félag atvinnurekenda kvartaði til Samkeppniseftirlitsins á sínum tíma en í frétt á vef félagsins kemur fram að það sé ósammála niðurstöðunni að hluta og telji sektina alltof lága. Þar segir að Samkeppniseftirlitið hafi í ákvörðun sinni fallist á þau rök Íslandspósts að starfsemi ePósts hafi ekki lengur haft samkeppnislega þýðingu á þeim markaði sem félagið var stofnað til að starfa á þegar sáttin 2017 tók gildi. „Stofnunin telur því ekki forsendur til að gera athugasemdir við að rekstur og eignir ePósts hafi verið færð inn í móðurfélagið og dótturfélagið ePóstur lagt niður. Þessu er FA ósammála. Félagið hefur í erindum til Samkeppniseftirlitsins fært fyrir því rök að sameiningin hafi verið óheimil og farið fram á að SE mæti áhrif þess að tap af rekstri ePósts væri yfirfært á móðurfélagið, hvort kostnaður sem af því hlýst myndi leiða til hækkana á verðskrá almennrar póstþjónustu og hvort kerfi ePósts séu nýtt í rekstri Íslandspósts sem tengjast lögbundinni grunnþjónustu og sem þriðji aðili hefði getað þróað fyrir brot af þeirri fjárhæð sem var lögð í ePóst. FA fellst heldur ekki á þá niðurstöðu SE að brot Íslandspósts kunni að hafa verið framin af gáleysi,“ segir í tilkynningunni. Er þar haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA, að félagið telji sektina alltof lága og hafi afar lítil fælingaráhrif gagnvart fyrirtækjum og stofnunum. Gætu þau þannig freistast til að rjúfa sátt við Samkeppniseftirlitið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslandspóstur Samkeppnismál Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira