Innlent

Aftakaveður í dag og ófært víða

Samúel Karl Ólason skrifar
Víða um landið er ófært eftir nóttina og opnar ekki fyrr en liðið er á daginn og versta veðrið yfirstaðið.
Víða um landið er ófært eftir nóttina og opnar ekki fyrr en liðið er á daginn og versta veðrið yfirstaðið. Veðurstofa Íslands

Norðaustan stormur eða rok verður í dag og mikil snjókoma víða um land. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular viðvaranir um landið allt og en veðrið mun byrja að skána sunnan- og austantil síðdegis og í kvöld. Nú þegar er orðið ófært víða og er ekki ferðaveður.

Veðurstofan spáir norðaustan 20 til 28 metrum á sekúndu í dag og talsverðri snjókomu. Frost 2 til tíu stig og kaldast fyrir norðan. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu.

Á morgun snýst í hægari suðaustanátt með rigningu og þá mun hlýna á sunnan- og austanverður landinu seinnipartinn. Hlýna mun á Norðvesturlandi í fyrramálið.

Víða um landið er ófært eftir nóttina og opnar ekki fyrr en liðið er á daginn og versta veðrið yfirstaðið. Til að mynda er lokað um Hellisheiði, Þrengsli, Suðurstrandarveg og Mosfellsheiði, samkvæmt Vegagerðinni. EKkert ferðaveður er á Suðurlandi og lokað undir Eyjafjöllum. Í uppsveitum er ófært.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×