Capello leyfði leikmönnum að ráða hver færi í markið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2020 22:15 Capello er vanur að ráða öllu en leyfði þó leikmönnum að ákveða hver stæði í búrinu á HM í Suður-Afríku. EPA/YURI KOCHETKOV Fabio Capello var landsliðsþjálfari Englands frá árunum 2007-2012. Á HM 2010 í Suður-Afríku leyfði hann leikmönnum sínum einfaldlega að velja sér hvaða markvörð þeir vildu fá í markið. Í fyrsta leik Englands í Suður-Afríku mættu þeir Bandaríkjunum. England var að vinna 1-0 þegar skammt var eftir af leiknum þegar Clint Dempsey átti laust skot beint á markið. Á einhvern ótrúlegan tókst Robert Green, markverði liðsins, ekki að grípa knötinn og inn fór hann. Lokatölur 1-1 og dýrmæt tvö stig í súginn hjá enska liðinu. Hvernig Green varði ekki slakt skot Dempsey er hulin ráðgáta enn þann dag í dag.Kevork Djansezian/Getty Images Fabio Capello er ekki mikið að fyrir mistök og ákvað strax að skipta Green út. Capello sagði honum að hann yrði bekkjaður í næsta leik og þar með var það ákveðið. Það átti hins vegar eftir að ákveða hver tæki stöðu hans í markinu. Valkostirnir voru David James, 39 ára gamall markvörður Portsmouth og elsti leikmaður mótsins eða Joe Hart, 23 ára gamall markvörður Manchester City sem hafði verið á láni hjá Birmingham City fyrir mót. „Ég spurði leikmennina, Hart eða Calamity? Ég valdi svo á endanum Calamity þar sem hann hafði traust leikmanna. John Terry og varnarmenn liðsins treystu honum frekar,“ sagði Capello í viðtali við Sid Lowe hjá The Guardian um málið. David ´Calamity´ James er sá er um ræðir en það er viðurnefni sem hann fékk á árum áður og greinilega það sem Capello notar þegar hann ræðir markvörðinn sem lék með ÍBV aðeins þremur árum eftir að HM lauk. ´Calamity´ er ekki jákvætt hugtak og var fékk James viðurnefnið vegna fjölda mistaka sem hann gerði á sínum yngri árum. Lauslega má þýða hugtakið sem hörmung eða skelfingu. Capello var ekki mikið fyrir að tala undir rós í S-Afríku en Green ásakar hann um að hafa sagt þriðjung leikmanna að þeir væru of þungir. Capello játti því. „Þeir komu svona til leiks. Maður útskýrir það einfaldlega og segir þeim hvað þeir eiga að gera. Þetta eru atvinnumenn.“ David James átti fína leiki í riðlakeppninni og hélt hreinu í báðum leikjunum gegn Alsír og Slóveníu. Fyrri leiknum lauk með 0-0 jafntefli og þeim síðari með 1-0 sigri Englands. Í útsláttarkeppninni var verkefnið hins vegar ærið. Sökum mistaka Green í fyrsta leik liðsins þá endaði England aðeins í 2. sæti riðilsins og mætti því Þjóðverjum í staðinn fyrir Ghana [sem vann Bandaríkin 2-1] í 16-liða úrslitum. Enginn David Beckham, enginn Rio Ferdinand og Wayne Rooney hafði verið að glíma við meiðsli fyrir mót. Fór það svo að Þjóðverjar unnu á endanum öruggan 4-1 sigur en leikurinn lifir þó í minningunni fyrir skelfileg dómaramistök sem Capello blótar enn þann dag í dag. Frank Lampard skoraði gull af marki en þar sem knötturinn skoppaði aftur út úr markinu þá sáu dómarar leiksins ekki að boltinn hefði farið yfir línuna. Var þetta áður en marklínutækni kom til sögunnar. Boltinn var augljóslega langt fyrir innan.Cameron Spencer/Getty Images Í stað þess að staðan væri orðin 2-2 rétt fyrir hálfleik fóru Þjóðverjar inn í hálfleikinn með 2-1 forystu og um miðbik síðari hálfleiks skoruðu þeir tvívegis á þremur mínútum og gerðu út um leikinn. England datt þar með úr leik á meðan Þjóðverjar fóru alla leið í undanúrslit þar sem þeir töpuðu 1-0 fyrir verðandi heimsmeisturum Spánar. Þýskaland lagði svo Úrúgvæ 3-2 í leiknum um bronsið. Fótbolti Enski boltinn HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Fabio Capello var landsliðsþjálfari Englands frá árunum 2007-2012. Á HM 2010 í Suður-Afríku leyfði hann leikmönnum sínum einfaldlega að velja sér hvaða markvörð þeir vildu fá í markið. Í fyrsta leik Englands í Suður-Afríku mættu þeir Bandaríkjunum. England var að vinna 1-0 þegar skammt var eftir af leiknum þegar Clint Dempsey átti laust skot beint á markið. Á einhvern ótrúlegan tókst Robert Green, markverði liðsins, ekki að grípa knötinn og inn fór hann. Lokatölur 1-1 og dýrmæt tvö stig í súginn hjá enska liðinu. Hvernig Green varði ekki slakt skot Dempsey er hulin ráðgáta enn þann dag í dag.Kevork Djansezian/Getty Images Fabio Capello er ekki mikið að fyrir mistök og ákvað strax að skipta Green út. Capello sagði honum að hann yrði bekkjaður í næsta leik og þar með var það ákveðið. Það átti hins vegar eftir að ákveða hver tæki stöðu hans í markinu. Valkostirnir voru David James, 39 ára gamall markvörður Portsmouth og elsti leikmaður mótsins eða Joe Hart, 23 ára gamall markvörður Manchester City sem hafði verið á láni hjá Birmingham City fyrir mót. „Ég spurði leikmennina, Hart eða Calamity? Ég valdi svo á endanum Calamity þar sem hann hafði traust leikmanna. John Terry og varnarmenn liðsins treystu honum frekar,“ sagði Capello í viðtali við Sid Lowe hjá The Guardian um málið. David ´Calamity´ James er sá er um ræðir en það er viðurnefni sem hann fékk á árum áður og greinilega það sem Capello notar þegar hann ræðir markvörðinn sem lék með ÍBV aðeins þremur árum eftir að HM lauk. ´Calamity´ er ekki jákvætt hugtak og var fékk James viðurnefnið vegna fjölda mistaka sem hann gerði á sínum yngri árum. Lauslega má þýða hugtakið sem hörmung eða skelfingu. Capello var ekki mikið fyrir að tala undir rós í S-Afríku en Green ásakar hann um að hafa sagt þriðjung leikmanna að þeir væru of þungir. Capello játti því. „Þeir komu svona til leiks. Maður útskýrir það einfaldlega og segir þeim hvað þeir eiga að gera. Þetta eru atvinnumenn.“ David James átti fína leiki í riðlakeppninni og hélt hreinu í báðum leikjunum gegn Alsír og Slóveníu. Fyrri leiknum lauk með 0-0 jafntefli og þeim síðari með 1-0 sigri Englands. Í útsláttarkeppninni var verkefnið hins vegar ærið. Sökum mistaka Green í fyrsta leik liðsins þá endaði England aðeins í 2. sæti riðilsins og mætti því Þjóðverjum í staðinn fyrir Ghana [sem vann Bandaríkin 2-1] í 16-liða úrslitum. Enginn David Beckham, enginn Rio Ferdinand og Wayne Rooney hafði verið að glíma við meiðsli fyrir mót. Fór það svo að Þjóðverjar unnu á endanum öruggan 4-1 sigur en leikurinn lifir þó í minningunni fyrir skelfileg dómaramistök sem Capello blótar enn þann dag í dag. Frank Lampard skoraði gull af marki en þar sem knötturinn skoppaði aftur út úr markinu þá sáu dómarar leiksins ekki að boltinn hefði farið yfir línuna. Var þetta áður en marklínutækni kom til sögunnar. Boltinn var augljóslega langt fyrir innan.Cameron Spencer/Getty Images Í stað þess að staðan væri orðin 2-2 rétt fyrir hálfleik fóru Þjóðverjar inn í hálfleikinn með 2-1 forystu og um miðbik síðari hálfleiks skoruðu þeir tvívegis á þremur mínútum og gerðu út um leikinn. England datt þar með úr leik á meðan Þjóðverjar fóru alla leið í undanúrslit þar sem þeir töpuðu 1-0 fyrir verðandi heimsmeisturum Spánar. Þýskaland lagði svo Úrúgvæ 3-2 í leiknum um bronsið.
Fótbolti Enski boltinn HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira