Einn var fluttur slasaður á slysadeild eftir umferðarslys á Miklubraut við Grensásveg í Reykjavík nú í kvöld.
Tilkynning barst um atvikið um klukkan 17:30 og var lögregla og slökkvilið sent á vettvang.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um málsatvik en svo virðist sem að bílstjórinn hafi keyrt í gegnum girðingu sem aðskilur aksturstefnur. Hann olli ekki skemmdum á öðrum bifreiðum.
Unnið var að því að fjarlægja bifreiðina af vettvangi á sjötta tímanum í kvöld.

