Bandaríkin sökuð um rán á grímum Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2020 08:28 Ríki keppast nú um að kaupa andlitsgrímur og annars konar hlífðarbúnað. AP/Thomas Wells Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. Til marks um það sökuðu þýskir embættismenn Bandaríkin um rán eftir að sending 200 þúsund grímna, ætluð lögregluþjónum, barst ekki til Þýskalands. Grímurnar sem framleiddar eru í Kína, fyrir bandarískt fyrirtæki, enduðu í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, meinaði í gær bandarískum fyrirtækjum að flytja hlífðarbúnað og annað sem kemur að baráttunni gegn nýju kórónuveirunni úr landi. Ríkisstjórar í Bandaríkjunum hafa kvartað hástöfum yfir skorti á nauðsynlegum búnaði. Búnaður sem þessi er mjög mikilvægur til að verja lækna og hjúkrunarfræðinga sem hafa veikst víða. Franskir embættismenn hafa lýst ástandinum sem heimslægri fjársjóðsleit. Embættismenn í Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir reiði sinni í garð Bandaríkjanna eftir að ríkisstjórn Trump skipaði fyrirtækinu 3M að hætta að flytja andlitsgrímur til Kanada og Suður-Ameríku og sömuleiðis að flytja stærri hluta framleiðslunnar í verksmiðjum fyrirtækisins í Kína til Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast hlýða skipun Trump en vara við því að það gæti haft afleiðingar varðandi milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna og komið niður á fólki víðsvegar um heiminn. Einungis þriðjungur gríma fyrirtæksins er framleiddur í Bandaríkjunum. Meirihlutinn er framleiddur, og seldur, í Kína. Donald Trump, meinaði bandarískum fyrirtækjum í gær að selja grímur úr landi.AP/Alex Brandon Það var sending frá 3M sem átti að fara til Þýskalands sem var stöðvuð og flutt til Bandaríkjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir ríkisstjórn sína hafa minnt ríkisstjórn Trump á að viðskiptin fari í báðar áttir yfir landamæri ríkjanna. Til að mynda vinni þúsundir kanadískra hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum og nokkrar þeirra hafi greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Trudeau sagði Bandaríkin reiða sig á þjónustu sem þessa og það væru mikil mistök að grípa til aðgerða sem kæmu niður á viðskiptum sem þessum yfir landamærin. Staðfest smit í heiminum eru nú komin vel yfir 1,1 milljón og tæplega 60 þúsund hafa dáið. Langflest smit hafa greinst í Bandaríkjunum. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, lagði í gær til að allir Bandaríkjamenn bæru andlitsgrímur til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Trump sagðist þó ekki ætla að gera það.. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér sig takandi á móti þjóðarleiðtogum með andlitsgrímu og hann vildi einfaldlega ekki vera með grímu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Frakkland Kína Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Skortur á öndunarvélum og hlífðarbúnaði eins og grímum og hönskum hefur leitt til deilna milli ríkja. Til marks um það sökuðu þýskir embættismenn Bandaríkin um rán eftir að sending 200 þúsund grímna, ætluð lögregluþjónum, barst ekki til Þýskalands. Grímurnar sem framleiddar eru í Kína, fyrir bandarískt fyrirtæki, enduðu í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, meinaði í gær bandarískum fyrirtækjum að flytja hlífðarbúnað og annað sem kemur að baráttunni gegn nýju kórónuveirunni úr landi. Ríkisstjórar í Bandaríkjunum hafa kvartað hástöfum yfir skorti á nauðsynlegum búnaði. Búnaður sem þessi er mjög mikilvægur til að verja lækna og hjúkrunarfræðinga sem hafa veikst víða. Franskir embættismenn hafa lýst ástandinum sem heimslægri fjársjóðsleit. Embættismenn í Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir reiði sinni í garð Bandaríkjanna eftir að ríkisstjórn Trump skipaði fyrirtækinu 3M að hætta að flytja andlitsgrímur til Kanada og Suður-Ameríku og sömuleiðis að flytja stærri hluta framleiðslunnar í verksmiðjum fyrirtækisins í Kína til Bandaríkjanna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast hlýða skipun Trump en vara við því að það gæti haft afleiðingar varðandi milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna og komið niður á fólki víðsvegar um heiminn. Einungis þriðjungur gríma fyrirtæksins er framleiddur í Bandaríkjunum. Meirihlutinn er framleiddur, og seldur, í Kína. Donald Trump, meinaði bandarískum fyrirtækjum í gær að selja grímur úr landi.AP/Alex Brandon Það var sending frá 3M sem átti að fara til Þýskalands sem var stöðvuð og flutt til Bandaríkjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir ríkisstjórn sína hafa minnt ríkisstjórn Trump á að viðskiptin fari í báðar áttir yfir landamæri ríkjanna. Til að mynda vinni þúsundir kanadískra hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum og nokkrar þeirra hafi greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Trudeau sagði Bandaríkin reiða sig á þjónustu sem þessa og það væru mikil mistök að grípa til aðgerða sem kæmu niður á viðskiptum sem þessum yfir landamærin. Staðfest smit í heiminum eru nú komin vel yfir 1,1 milljón og tæplega 60 þúsund hafa dáið. Langflest smit hafa greinst í Bandaríkjunum. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, lagði í gær til að allir Bandaríkjamenn bæru andlitsgrímur til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Trump sagðist þó ekki ætla að gera það.. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér sig takandi á móti þjóðarleiðtogum með andlitsgrímu og hann vildi einfaldlega ekki vera með grímu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Frakkland Kína Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira