Guðmundur æfði menn í að vakna snemma á Ólympíuleikunum: „Algjör bilun“ Anton Ingi Leifsson skrifar 14. maí 2020 07:30 Guðjón Valur gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn. vísir/s2s Guðjón Valur Sigurðsson segir að eitt það fyrsta sem hann muni eftir frá Ólympíuleikunum 2008 er sú staðreynd að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi æft liðið í að vakna snemma á morgnanna því sumir leikirnir voru spilaðir árla morguns. Guðjón Valur gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið þar sem margar skemmtilegar sögur komu upp á borðið og margar þeirra sem hafa ekki heyrst áður. Ein þeirra var af Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 þar sem Ísland náði í silfur. „Að fara á Ólympíuleikana var eitthvað sérstakt. Þetta var miklu flottara Ólympíuþorp heldur en í Grikklandi og Kínverjarnir voru alveg með þetta upp á tíu þó svo að það hafi ekki verið mikill fjöldi á leikjunum,“ sagði Guðjón Valur en þetta voru hans aðrir Ólympíuleikar. Hann fór einnig með liðinu til Grikklands árið 2004. „Það er samt svo fyndið. Maður hugsar um ákveðna leiki. Við komumst í úrslit og komum heim með silfur en eitt það fyrsta sem kemur upp er það þegar Gummi ákveður að láta okkur æfa að vakna snemma. Það er náttúrlega algjör bilun.“ „Núna þegar maður hugsar til baka segir maður bara: Gummi, hvað varstu að hugsa? En þá var það náttúrlega hugsun á bak við það. Við kláruðum leik og dagurinn eftir var frí en svo þurfum við að vakna klukkan fimm því við áttum leik klukkan níu held ég.“ Hann segir þó að allir leikmenn liðsins hafi ekki verið mættir á tilsettum tíma í morgunmatinn og Guðjón hafi þurft að ljúga að stjóranum. „Daginn áður þá mátti ekkert sofa til níu eða tíu heldur áttum við að vakna klukkan sjö og færa okkur aðeins fyrr. Það voru ákveðnir menn sem gerðu það ekki. Þjálfarinn kom að mér og spurði mig einu sinni hvar tveir voru og spurði mig hvar þeir voru. Ég sagði að þeir hafi farið fyrr í morgunmat og væru búnir sem er algjör lygi. Maður skammast sín fyrir það núna.“ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um Ólympíuleikana 2008 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson segir að eitt það fyrsta sem hann muni eftir frá Ólympíuleikunum 2008 er sú staðreynd að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi æft liðið í að vakna snemma á morgnanna því sumir leikirnir voru spilaðir árla morguns. Guðjón Valur gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudagskvöldið þar sem margar skemmtilegar sögur komu upp á borðið og margar þeirra sem hafa ekki heyrst áður. Ein þeirra var af Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 þar sem Ísland náði í silfur. „Að fara á Ólympíuleikana var eitthvað sérstakt. Þetta var miklu flottara Ólympíuþorp heldur en í Grikklandi og Kínverjarnir voru alveg með þetta upp á tíu þó svo að það hafi ekki verið mikill fjöldi á leikjunum,“ sagði Guðjón Valur en þetta voru hans aðrir Ólympíuleikar. Hann fór einnig með liðinu til Grikklands árið 2004. „Það er samt svo fyndið. Maður hugsar um ákveðna leiki. Við komumst í úrslit og komum heim með silfur en eitt það fyrsta sem kemur upp er það þegar Gummi ákveður að láta okkur æfa að vakna snemma. Það er náttúrlega algjör bilun.“ „Núna þegar maður hugsar til baka segir maður bara: Gummi, hvað varstu að hugsa? En þá var það náttúrlega hugsun á bak við það. Við kláruðum leik og dagurinn eftir var frí en svo þurfum við að vakna klukkan fimm því við áttum leik klukkan níu held ég.“ Hann segir þó að allir leikmenn liðsins hafi ekki verið mættir á tilsettum tíma í morgunmatinn og Guðjón hafi þurft að ljúga að stjóranum. „Daginn áður þá mátti ekkert sofa til níu eða tíu heldur áttum við að vakna klukkan sjö og færa okkur aðeins fyrr. Það voru ákveðnir menn sem gerðu það ekki. Þjálfarinn kom að mér og spurði mig einu sinni hvar tveir voru og spurði mig hvar þeir voru. Ég sagði að þeir hafi farið fyrr í morgunmat og væru búnir sem er algjör lygi. Maður skammast sín fyrir það núna.“ Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón um Ólympíuleikana 2008 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira