Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2020 13:27 Frá tónleikum í Ekvador fyrr í mánuðinum. AP/Dolores Ochoa Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. Með því að fara yfir tölur yfir fjölda fólks sem hefur dáið að undanförnu og bera það saman við sama tímabil undanfarinnar ára hafa blaðamenn New York Times séð að víðsvegar í Suður-Ameríku hefur fjöldinn margfaldast. Er það til marks um að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Vanda Suður-Ameríku má að miklu leyti rekja til þess að sjúkrahús standa ekki vel vegna fjárskorts og verri efnahagsstöðu. Embættismönnum þar gekk til að mynda mun verr að kaupa nauðsynlegar byrgðir en embættismönnum í ríkari löndum. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar brugðist lítið og illa við vegna faraldursins. Til að mynd Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Samkvæmt opinberum tölum hafa minnst 11.519 dáið þar í landi en meðal annars vegna þess að skimun er mjög lítil er fjöldi látinna líklega mun hærri en það. Borgin Manaus hefur orðið sérstaklega illa úti vegna faraldursins. Í apríl dóu þar um 2.800 manns, sem er sirka þrisvar sinnum meira en á hefðbundnu ári. Arthur Virgílio Neto, borgarstjóri, segir að illa hafi gengið að verða borginni út um nauðsynjar eins og lyf og hlífðarbúnað. Hann segir að skortur af leiðsögn ríkisstjórnar Bolsonaro hafi valdið miklum skaða og viðhorf forsetans til félagsforðunar sömuleiðis. Í grafreitum Manaus hafa starfsmenn þruft að grafa fólk í fjöldagröfum vegna þess hve margir hafa dáið. Lík lágu á víð og dreif um sjúkrahús borgarinnar um tíma og fjölmargir dóu á heimilum sínum. Svipaða sögu er að segja frá Perú, þar voru umfangsmiklar aðgerðir tilkynntar í upphafi faraldursins. Hermenn voru sendir á götur borga og bæja landsins til að tryggja að útgöngubannið yrði framfylgt og tiltölulega gott ástand efnahags Perú gerði yfirvöldum þar kleift að styðja við bak almennings. Þrátt fyrir það hafa fjölmargir dáið þar í landi. NYT segir til dæmis að starfsmenn sjúkrahúsa hafi þurft að geyma lík utandyra og jafnvel sjúklinga líka vegna skorts á rúmum. Í borginni Guayaquil í Ekvador er útlit fyrir að fimm sinnum fleiri hafi dáið í apríl en í sama mánuði undanfarinnar ára. Hundruð íbúa elita að líkum fjölskyldumeðlima sinna sem fóru á sjúkrahús og sneru aldrei aftur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Ekvador Perú Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar. Með því að fara yfir tölur yfir fjölda fólks sem hefur dáið að undanförnu og bera það saman við sama tímabil undanfarinnar ára hafa blaðamenn New York Times séð að víðsvegar í Suður-Ameríku hefur fjöldinn margfaldast. Er það til marks um að mun fleiri hafi dáið vegna Covid-19 en opinberar tölur segja til um. Vanda Suður-Ameríku má að miklu leyti rekja til þess að sjúkrahús standa ekki vel vegna fjárskorts og verri efnahagsstöðu. Embættismönnum þar gekk til að mynda mun verr að kaupa nauðsynlegar byrgðir en embættismönnum í ríkari löndum. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar brugðist lítið og illa við vegna faraldursins. Til að mynd Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Samkvæmt opinberum tölum hafa minnst 11.519 dáið þar í landi en meðal annars vegna þess að skimun er mjög lítil er fjöldi látinna líklega mun hærri en það. Borgin Manaus hefur orðið sérstaklega illa úti vegna faraldursins. Í apríl dóu þar um 2.800 manns, sem er sirka þrisvar sinnum meira en á hefðbundnu ári. Arthur Virgílio Neto, borgarstjóri, segir að illa hafi gengið að verða borginni út um nauðsynjar eins og lyf og hlífðarbúnað. Hann segir að skortur af leiðsögn ríkisstjórnar Bolsonaro hafi valdið miklum skaða og viðhorf forsetans til félagsforðunar sömuleiðis. Í grafreitum Manaus hafa starfsmenn þruft að grafa fólk í fjöldagröfum vegna þess hve margir hafa dáið. Lík lágu á víð og dreif um sjúkrahús borgarinnar um tíma og fjölmargir dóu á heimilum sínum. Svipaða sögu er að segja frá Perú, þar voru umfangsmiklar aðgerðir tilkynntar í upphafi faraldursins. Hermenn voru sendir á götur borga og bæja landsins til að tryggja að útgöngubannið yrði framfylgt og tiltölulega gott ástand efnahags Perú gerði yfirvöldum þar kleift að styðja við bak almennings. Þrátt fyrir það hafa fjölmargir dáið þar í landi. NYT segir til dæmis að starfsmenn sjúkrahúsa hafi þurft að geyma lík utandyra og jafnvel sjúklinga líka vegna skorts á rúmum. Í borginni Guayaquil í Ekvador er útlit fyrir að fimm sinnum fleiri hafi dáið í apríl en í sama mánuði undanfarinnar ára. Hundruð íbúa elita að líkum fjölskyldumeðlima sinna sem fóru á sjúkrahús og sneru aldrei aftur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Ekvador Perú Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira