Landsframleiðsla gæti dregist saman um 13% vegna veirunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2020 13:26 Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Landsframleiðsla gæti dregist saman um 13 prósent á árinu vegna kórónuveirunnar samkvæmt sviðsmyndagreiningu Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands. Það kæmi Konráði S. Guðjónssyni, aðalhagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, á óvart ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd tilkynnir um ákvörðun bankans. „Þetta er það sem er að gerast núna með fækkun ferðamanna og allra þessa beinu og óbeinu áhrifa sem hljótast vegna heimsfaraldursins. Við horfum fram á verulegan samdrátt í landsframleiðslu í ár. Það er mikil óvissa uppi en eins og við teiknum upp í þessari greiningu þá gerum við ráð fyrir átta til átján prósenta samdrætti í landsframleiðslu. Þrettán prósenta samdrætti samkvæmt grunnsviðsmynd. Hvar nákvæmlega á þessu bili samdrátturinn verður er erfitt að segja til um en við teljum þessar sviðsmyndir raunhæfar. Það kallar á að þeim sé tekið alvarlega að hagstjórn og öll viðbrögð miði við að þetta verði mikið högg.“ Konráð væntir þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir um næstu ákvörðun bankans. „Aðstæðurnar hafa mikið breyst og myndin hefur aðeins skýrst frá því í mars þegar það heyrðist síðast frá Seðlabankanum og myndin er dekkri frekar en hitt síðan þá þannig að það kæmi mjög á óvart ef ekki yrðu stigin myndarleg skref í næstu viku.“ Hann segir Seðlabanka í löndunum sem við berum okkur saman við hafa gengið mun lengra en hinum íslenska í að lækka vexti. Sumir séu jafnvel komnir með neikvæða stýrivexti til að smyrja hjól efnahagslífsins. „Það eru önnur rök fyrir því að Seðlabankinn hefur mikið svigrúm til að hjálpa. Hann er náttúrulega með hærri vexti en í flestum okkar viðskiptalöndum. Hann hefur ekki beitt skuldabréfakaupum eins og seðlabankar erlendis hafa gert í gríð og erg þannig að hann hefur fullt af vopnum í vopnabúrinu sem hann getur nýtt, og hefur forsendur til að nýta, vegna stöðunnar sem er að teiknast upp.“ Sviðsmyndagreining Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands var unninn áður en stjórnvöld tilkynntu um tilslakanir á ferðatakmörkunum. „Þær sannarlega gætu fært okkur að mildari sviðsmyndum en ég held það sé fullsnemmt að fara að fullyrða um það því það eru enn ferðatakmarkanir í öðrum löndum og miðað við könnun frá bandaríkjunum þá er ferðavilji og vilji til að ferðast með flugvélum takmarkaður að því er virðist. Við verðum bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast. Þetta er þó vissulega gott skref og vonandi hjálpar það okkur að færast nær mildari sviðsmyndum en þeim dekkri.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar og að kórónuveirukreppan verði lengri en þeir töldu. 12. maí 2020 09:38 Töluverður tekjusamdráttur hjá stærstu drykkjarvöruframleiðendum landsins vegna Covid-19 Bæði Ölgerðin og Coca-Cola á Íslandi hafa þurft að nýta sér úrræði ríkisstjórnar sem snýr að hlutabótum en hjá Ölgerðinni hafa alls 115 starfsmenn farið á hlutabætur og hjá Coca-Cola 60 starfsmenn þegar mest var. Hvorugt fyrirtækið hefur sagt upp starfsfólki. 8. maí 2020 07:00 9% samdráttur á árinu samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um fimm prósent strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%. 7. maí 2020 19:24 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Landsframleiðsla gæti dregist saman um 13 prósent á árinu vegna kórónuveirunnar samkvæmt sviðsmyndagreiningu Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands. Það kæmi Konráði S. Guðjónssyni, aðalhagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, á óvart ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd tilkynnir um ákvörðun bankans. „Þetta er það sem er að gerast núna með fækkun ferðamanna og allra þessa beinu og óbeinu áhrifa sem hljótast vegna heimsfaraldursins. Við horfum fram á verulegan samdrátt í landsframleiðslu í ár. Það er mikil óvissa uppi en eins og við teiknum upp í þessari greiningu þá gerum við ráð fyrir átta til átján prósenta samdrætti í landsframleiðslu. Þrettán prósenta samdrætti samkvæmt grunnsviðsmynd. Hvar nákvæmlega á þessu bili samdrátturinn verður er erfitt að segja til um en við teljum þessar sviðsmyndir raunhæfar. Það kallar á að þeim sé tekið alvarlega að hagstjórn og öll viðbrögð miði við að þetta verði mikið högg.“ Konráð væntir þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir um næstu ákvörðun bankans. „Aðstæðurnar hafa mikið breyst og myndin hefur aðeins skýrst frá því í mars þegar það heyrðist síðast frá Seðlabankanum og myndin er dekkri frekar en hitt síðan þá þannig að það kæmi mjög á óvart ef ekki yrðu stigin myndarleg skref í næstu viku.“ Hann segir Seðlabanka í löndunum sem við berum okkur saman við hafa gengið mun lengra en hinum íslenska í að lækka vexti. Sumir séu jafnvel komnir með neikvæða stýrivexti til að smyrja hjól efnahagslífsins. „Það eru önnur rök fyrir því að Seðlabankinn hefur mikið svigrúm til að hjálpa. Hann er náttúrulega með hærri vexti en í flestum okkar viðskiptalöndum. Hann hefur ekki beitt skuldabréfakaupum eins og seðlabankar erlendis hafa gert í gríð og erg þannig að hann hefur fullt af vopnum í vopnabúrinu sem hann getur nýtt, og hefur forsendur til að nýta, vegna stöðunnar sem er að teiknast upp.“ Sviðsmyndagreining Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands var unninn áður en stjórnvöld tilkynntu um tilslakanir á ferðatakmörkunum. „Þær sannarlega gætu fært okkur að mildari sviðsmyndum en ég held það sé fullsnemmt að fara að fullyrða um það því það eru enn ferðatakmarkanir í öðrum löndum og miðað við könnun frá bandaríkjunum þá er ferðavilji og vilji til að ferðast með flugvélum takmarkaður að því er virðist. Við verðum bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast. Þetta er þó vissulega gott skref og vonandi hjálpar það okkur að færast nær mildari sviðsmyndum en þeim dekkri.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar og að kórónuveirukreppan verði lengri en þeir töldu. 12. maí 2020 09:38 Töluverður tekjusamdráttur hjá stærstu drykkjarvöruframleiðendum landsins vegna Covid-19 Bæði Ölgerðin og Coca-Cola á Íslandi hafa þurft að nýta sér úrræði ríkisstjórnar sem snýr að hlutabótum en hjá Ölgerðinni hafa alls 115 starfsmenn farið á hlutabætur og hjá Coca-Cola 60 starfsmenn þegar mest var. Hvorugt fyrirtækið hefur sagt upp starfsfólki. 8. maí 2020 07:00 9% samdráttur á árinu samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um fimm prósent strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%. 7. maí 2020 19:24 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar og að kórónuveirukreppan verði lengri en þeir töldu. 12. maí 2020 09:38
Töluverður tekjusamdráttur hjá stærstu drykkjarvöruframleiðendum landsins vegna Covid-19 Bæði Ölgerðin og Coca-Cola á Íslandi hafa þurft að nýta sér úrræði ríkisstjórnar sem snýr að hlutabótum en hjá Ölgerðinni hafa alls 115 starfsmenn farið á hlutabætur og hjá Coca-Cola 60 starfsmenn þegar mest var. Hvorugt fyrirtækið hefur sagt upp starfsfólki. 8. maí 2020 07:00
9% samdráttur á árinu samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda Hagkerfið gæti aftur á móti vaxið um fimm prósent strax á næsta ári. Atvinnuleysi á ársgrundvelli gæti farið yfir 10%. 7. maí 2020 19:24