Ferðatakmarkanir óbreyttar í mánuð í viðbót Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 14:28 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar en mögulega skemur. Ekki er loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu verði breytt áður en mánuðurinn er úti. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. „Veiran er örugglega ekki farin úr samfélaginu, hún er einhvers staðar,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum. Það væri þó ljóst að vel hefði tekist að hemja faraldurinn á Íslandi og að tilefni væri til að slaka hratt á takmörkunum. Næstu skref verði þannig að ákveða tilhögun á ferðatakmörkunum. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. „Ég mun senda ráðherra tillögur í dag um að núverandi fyrirkomulag um sóttkví allra ferðamanna verði áframhaldið á meðan við erum að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag, eða allavega fyrirkomulag næstu vikna og mánaða í þessum málum. Og það er margt sem þarf að horfa til,“ sagði Þórólfur. Aðspurður sagðist Þórólfur að öllum líkindum myndu leggja til framlengingu núverandi fyrirkomulags um mánuð. „En þó þannig að ef verða komnar aðrar góðar tillögur sem hægt er að koma fram með fyrir ráðherra fyrir þann tíma, þá á ekkert að vera í vegi fyrir því. En ég held það sé mikilvægt að reyna fá þessi mál á hreint og að til lengri tíma sé það nokkuð ljóst hvernig þetta á að vera. Ég held að það sé nauðsynlegt. En það er ekki alveg tilbúið eins og staðan er núna þannig að ég held að það sé ágætt að framlengja þessa stöðu sem er núna, enda er ekki mikill þrýstingur á ferðamennsku hingað,“ sagði Þórólfur. Þá mun starfshópur jafnframt skila tillögum í dag sem verði hafðar til hliðsjónar í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun leggja það til við ráðherra í dag að þær ferðatakmarkanir sem nú eru í gildi vegna faraldurs kórónuveiru gildi áfram eftir 15. maí; líklega mánuð til viðbótar en mögulega skemur. Ekki er loku fyrir það skotið að fyrirkomulaginu verði breytt áður en mánuðurinn er úti. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. „Veiran er örugglega ekki farin úr samfélaginu, hún er einhvers staðar,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum. Það væri þó ljóst að vel hefði tekist að hemja faraldurinn á Íslandi og að tilefni væri til að slaka hratt á takmörkunum. Næstu skref verði þannig að ákveða tilhögun á ferðatakmörkunum. Núverandi fyrirkomulag er í gildi til 15. maí. Fyrirkomulagið kveður á um bann við komum ríkisborgara utan EES og EFTA til landsins, auk tveggja vikna sóttkvíar fyrir alla sem hingað koma. „Ég mun senda ráðherra tillögur í dag um að núverandi fyrirkomulag um sóttkví allra ferðamanna verði áframhaldið á meðan við erum að komast að niðurstöðu um framtíðarfyrirkomulag, eða allavega fyrirkomulag næstu vikna og mánaða í þessum málum. Og það er margt sem þarf að horfa til,“ sagði Þórólfur. Aðspurður sagðist Þórólfur að öllum líkindum myndu leggja til framlengingu núverandi fyrirkomulags um mánuð. „En þó þannig að ef verða komnar aðrar góðar tillögur sem hægt er að koma fram með fyrir ráðherra fyrir þann tíma, þá á ekkert að vera í vegi fyrir því. En ég held það sé mikilvægt að reyna fá þessi mál á hreint og að til lengri tíma sé það nokkuð ljóst hvernig þetta á að vera. Ég held að það sé nauðsynlegt. En það er ekki alveg tilbúið eins og staðan er núna þannig að ég held að það sé ágætt að framlengja þessa stöðu sem er núna, enda er ekki mikill þrýstingur á ferðamennsku hingað,“ sagði Þórólfur. Þá mun starfshópur jafnframt skila tillögum í dag sem verði hafðar til hliðsjónar í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira