Regnskógur gæti breyst úr kolefnisforða í uppsprettu Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2020 11:22 Regnskógar Afríku binda mikið magn kolefnis. Áhrif loftslagsbreytinga takmarka nú vöxt trjáa og að óbreyttu gæti skógarnir byrjað að losa meira kolefni en þeir binda á næstu áratugum. Vísir/Getty Hlýrra og þurrara loftslag hefur dregið úr getu regnskógarins í Mið-Afríku til að draga í sig kolefni. Með sömu þróun gætu stærstu regnskógar heims byrjað að losa meira kolefni út í andrúmsloft jarðar en þeir binda og magnað þannig upp hnattræna hlýnun af völdum manna. Menn þyrftu þá að draga enn hraðar úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum en ella. Regnskógar taka upp og binda gríðarlegt magn kolefnis úr andrúmsloftinu. Áætlað er að þeir hafi tekið við um 17% þess koltvísýrings sem menn hafa losað frá 10. áratug síðustu aldar og þannig hægt á hnattrænni hlýnun af völdum manna. Gögn sem voru birt í nýrri rannsókn í vísindaritinu Nature í gær benda til þess að regnskógar í hitabeltinu sem eru ósnortnir af athöfnum manna dragi ekki lengur í sig kolefni sem menn dæla út í andrúmsloftið í eins stórum stíl og þeir gerðu áður. Nú taka þeir aðeins við um 6% losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Niðurstöðurnar benda til þess að árið 2030 muni afríski regnskógurinn taka upp 14% minna af koltvísýringi en hann gerði fyrir tíu til fimmtán árum. Ástæðan er talin sú að meiri hiti og þurrkur, tilkominn vegna loftslagsbreytinga af völdum manna, takmarki nú vöxt trjánna. Það ásamt ágangi vegna skógarhöggs og landbúnaðar dregur úr kolefnisbindingu skóganna. Haldi áfram sem horfir mun kolefnisbinding Amasonregnskógarins stöðvast fyrir árið 2035. Fyrir miðja öldina gætu ósnortnir skógar í Afríku, Amason og Asíu byrjað að losa meira kolefni en þeir binda. Þannig færu skógarnir að stuðla að áframhaldandi loftslagsbreytingum í stað þess að halda aftur af þeim. „Við komumst að því að ein alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga eru þegar hafin. Þetta er áratugum á undan jafnvel svartsýnustu loftslagslíkönum,“ segir Simon Lewis, prófessor við Háskólann í Leeds á Englandi sem er einn aðalhöfunda greinar um rannsóknina, við The Guardian. Kolefnisbinding hóf að skerðast um 2010 Washington Post segir að niðurstöður vísindamannana séu í mótsögn við líkön loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem gera ráð fyrir því að regnskógar Kongó verði áfram kolefnisforði um margra áratuga skeið enn. Vísindamenn hafa engu að síður lengi varað við því að vaxandi hlýnun og minnkandi úrkoma ætti eftir að takmarka getu skóga til þess að halda áfram að taka við kolefni. Nýja rannsóknin staðfestir það. Hún bendir til þess að regnskógurinn í Kongósviðinu í Afríku hafi tekið upp svipað magn kolefnis í tvo áratugi. Hluti trjánna hafi byrjað að missa getuna til að binda kolefni í kringum 2010. Líkt og annar staðar eru trén í regnskógum Afríku sögð hafa notið góðs af auknum styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu sem er tilkominn vegna stórfelldrar losunar manna frá upphafi iðnbyltingar. Hitinn og þurrkurinn sem aukinn styrkur koltvísýrings veldur grefur aftur á móti undan þeim ávinningi. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að Amasonregnskógurinn gangi í gegnum sams konar breytingar. Ósnortinn skógur þar tók um 30% minna kolefni á fyrsta áratug þessarar aldar en hann gerði á síðasta áratug þeirrar síðustu. Skógarnir í Mið-Afríku eru svalari og því er þróunin þar talin um 10-20 árum á eftir Amasonskóginum. Gangi spárnar um öfugþróun í kolefnisbindingu regnskóga eftir þurfa ríki heims að draga enn hraðar úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum en nú stendur til ef halda á hnattrænni hlýnun innan þeirra marka sem ríkin hafa ákveðið að þau geti lifað með og samþykkt voru í Parísarsamkomulaginu. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Hlýrra og þurrara loftslag hefur dregið úr getu regnskógarins í Mið-Afríku til að draga í sig kolefni. Með sömu þróun gætu stærstu regnskógar heims byrjað að losa meira kolefni út í andrúmsloft jarðar en þeir binda og magnað þannig upp hnattræna hlýnun af völdum manna. Menn þyrftu þá að draga enn hraðar úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum en ella. Regnskógar taka upp og binda gríðarlegt magn kolefnis úr andrúmsloftinu. Áætlað er að þeir hafi tekið við um 17% þess koltvísýrings sem menn hafa losað frá 10. áratug síðustu aldar og þannig hægt á hnattrænni hlýnun af völdum manna. Gögn sem voru birt í nýrri rannsókn í vísindaritinu Nature í gær benda til þess að regnskógar í hitabeltinu sem eru ósnortnir af athöfnum manna dragi ekki lengur í sig kolefni sem menn dæla út í andrúmsloftið í eins stórum stíl og þeir gerðu áður. Nú taka þeir aðeins við um 6% losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Niðurstöðurnar benda til þess að árið 2030 muni afríski regnskógurinn taka upp 14% minna af koltvísýringi en hann gerði fyrir tíu til fimmtán árum. Ástæðan er talin sú að meiri hiti og þurrkur, tilkominn vegna loftslagsbreytinga af völdum manna, takmarki nú vöxt trjánna. Það ásamt ágangi vegna skógarhöggs og landbúnaðar dregur úr kolefnisbindingu skóganna. Haldi áfram sem horfir mun kolefnisbinding Amasonregnskógarins stöðvast fyrir árið 2035. Fyrir miðja öldina gætu ósnortnir skógar í Afríku, Amason og Asíu byrjað að losa meira kolefni en þeir binda. Þannig færu skógarnir að stuðla að áframhaldandi loftslagsbreytingum í stað þess að halda aftur af þeim. „Við komumst að því að ein alvarlegustu áhrif loftslagsbreytinga eru þegar hafin. Þetta er áratugum á undan jafnvel svartsýnustu loftslagslíkönum,“ segir Simon Lewis, prófessor við Háskólann í Leeds á Englandi sem er einn aðalhöfunda greinar um rannsóknina, við The Guardian. Kolefnisbinding hóf að skerðast um 2010 Washington Post segir að niðurstöður vísindamannana séu í mótsögn við líkön loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem gera ráð fyrir því að regnskógar Kongó verði áfram kolefnisforði um margra áratuga skeið enn. Vísindamenn hafa engu að síður lengi varað við því að vaxandi hlýnun og minnkandi úrkoma ætti eftir að takmarka getu skóga til þess að halda áfram að taka við kolefni. Nýja rannsóknin staðfestir það. Hún bendir til þess að regnskógurinn í Kongósviðinu í Afríku hafi tekið upp svipað magn kolefnis í tvo áratugi. Hluti trjánna hafi byrjað að missa getuna til að binda kolefni í kringum 2010. Líkt og annar staðar eru trén í regnskógum Afríku sögð hafa notið góðs af auknum styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu sem er tilkominn vegna stórfelldrar losunar manna frá upphafi iðnbyltingar. Hitinn og þurrkurinn sem aukinn styrkur koltvísýrings veldur grefur aftur á móti undan þeim ávinningi. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að Amasonregnskógurinn gangi í gegnum sams konar breytingar. Ósnortinn skógur þar tók um 30% minna kolefni á fyrsta áratug þessarar aldar en hann gerði á síðasta áratug þeirrar síðustu. Skógarnir í Mið-Afríku eru svalari og því er þróunin þar talin um 10-20 árum á eftir Amasonskóginum. Gangi spárnar um öfugþróun í kolefnisbindingu regnskóga eftir þurfa ríki heims að draga enn hraðar úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum en nú stendur til ef halda á hnattrænni hlýnun innan þeirra marka sem ríkin hafa ákveðið að þau geti lifað með og samþykkt voru í Parísarsamkomulaginu.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira