Segir að flugfreyjur og flugmenn þurfi að taka á sig allt að 60% launalækkun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2020 08:09 Rekstur Icelandair er gríðarlega erfiður vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verður nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair. Að því er fram kemur í blaðinu segir ráðgjafinn að það sé ekkert annað í stöðunni en að setja félagið í þrot og hefja endurreisn þess á nýrri kennitölu ef samningar takast ekki þar sem tekst að skera niður einingarkostnað um fyrrnefndar prósentutölur. Auk launalækkunar þurfi að fjarlægja fjölda annarra atriða úr kjarasamningunum sem eru takmarkandi. Þá þurfi stjórnendur félagsins að gera starfsmönnum grein fyrir því hversu alvarleg staðan sé en það sé einungis hægt með því að sýna að þeir séu tilbúnir til þess að setja félagið í þrot. Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Ekki var greint frá hversu mikil hún yrði en samningurinn verður lagður fyrir flugvirkja í atkvæðagreiðslu í vikunni. Þá funduðu flugmenn og Icelandair fram á kvöld í gær og munu funda aftur í dag. Flugmenn hafa boðist til þess að taka á sig 25% prósent kjaraskerðingu. Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair funduðu einnig í gær en fundi var slitið án niðurstöðu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að félagið sætti sig ekki við launaskerðingu til langs tíma. Félagið sé ekki tilbúið að samþykkja það sem Icelandair hefur lagt fram í kjaradeilunni til þessa. „Það er bara klárt að við ætlum ekki til langtíma að skerða laun og réttindi flugfreyja og flugþjóna á Íslandi vegna þess sem er í gangi í heiminum í dag,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu í gær. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig 50 til 60% launalækkun til þess að forða flugfélaginu frá gjaldþroti. Þá verður nýr kjarasamningur við þessar tvær stéttir að gilda til fimm ára og vera að auki uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag og haft eftir ónafngreindum ráðgjafa eins af stóru hluthöfum Icelandair. Að því er fram kemur í blaðinu segir ráðgjafinn að það sé ekkert annað í stöðunni en að setja félagið í þrot og hefja endurreisn þess á nýrri kennitölu ef samningar takast ekki þar sem tekst að skera niður einingarkostnað um fyrrnefndar prósentutölur. Auk launalækkunar þurfi að fjarlægja fjölda annarra atriða úr kjarasamningunum sem eru takmarkandi. Þá þurfi stjórnendur félagsins að gera starfsmönnum grein fyrir því hversu alvarleg staðan sé en það sé einungis hægt með því að sýna að þeir séu tilbúnir til þess að setja félagið í þrot. Greint var frá því í gær að flugvirkjar hefðu undirritað kjarasamning við Icelandair þar sem samið var um launaskerðingu. Ekki var greint frá hversu mikil hún yrði en samningurinn verður lagður fyrir flugvirkja í atkvæðagreiðslu í vikunni. Þá funduðu flugmenn og Icelandair fram á kvöld í gær og munu funda aftur í dag. Flugmenn hafa boðist til þess að taka á sig 25% prósent kjaraskerðingu. Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair funduðu einnig í gær en fundi var slitið án niðurstöðu. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að félagið sætti sig ekki við launaskerðingu til langs tíma. Félagið sé ekki tilbúið að samþykkja það sem Icelandair hefur lagt fram í kjaradeilunni til þessa. „Það er bara klárt að við ætlum ekki til langtíma að skerða laun og réttindi flugfreyja og flugþjóna á Íslandi vegna þess sem er í gangi í heiminum í dag,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu í gær.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47 Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun. 10. maí 2020 22:47
Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. 10. maí 2020 20:09