Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 12:20 Helga Schmid, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Abbas Araghchil aðstoðarutanríkisráðherra Írans, í kjarnorkuviðræðum sem fóru fram í Vín í síðasta mánuði. AP/Roland Zak Alþjóðakjarnorkustofnunin (IAEA) telur að írönsk stjórnvöld hafi nærri því þrefaldað birgðir sínar af auðguðu úrani frá því í nóvember og rofið þannig samning sinn við heimsveldin. Landið er nú sagt nálægt því að ráða yfir nægu auðguðu úrani til að framleiða kjarnavopn í fyrsta skipti. Íranar ákváðu að hætta að virða ýmis ákvæði kjarnorkusamningsins sem þeir gerðu við heimsveldin árið 2015 í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningnum og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran árið 2018. Samkvæmt nýrri trúnaðarskýrslu IAEA til aðildarríkja sinna búa Íranar nú yfir fimmfalt meira magni auðgaðs úrans en gert er ráð fyrir í kjarnorkusamningnum. Eftirlitsmenn stofnunarinnar lýsa einnig áhyggjum af því að stjórnvöld í Teheran vinni geislavirkt efni á þremur stöðum sem þau gefa ekki upp, að sögn AP-fréttastofunnar. Þannig var eftirlitsmönnunum meinaður aðgangur að tveimur írönskum stöðvum og stjórnvöld neituðu að svara spurningum um staðina þrjá þar sem grunur leikur á að vinnsla á úrani fari fram á laun. Írönsk stjórnvöld eru nú talin nærri því að geta framleitt kjarnavopn. Þau hafa alla tíð haldið fram að þau sækist ekki eftir því heldur aðeins að framleiða rafmagn með kjarnorku. Þegar landið bjó yfir stærri forða auðgaðs úrans fyrir kjarnorkusamninginn árið 2015 reyndi það ekki að smíða kjarnorkusprengju. Kjarnorkusamningurinn fól það í sér að Íranar samþykktu að takmarka kjarnorkuáætlun sína og veita eftirlitsmönnum aðgang að landinu í skiptum fyrir að heimsveldin felldi niður viðskiptaþvinganir sem sliguðu íranskt efnahagslíf. Eftir að Bandaríkin sögðu sig frá samningum og tóku að beita Íran „hámarksþrýstingi“ eins og Trump-stjórnin hefur nefnt það hafa Íranar tekið til við að brjóta gegn skilmálum samningsins til þess að setja þrýsting á hin löndin sem eiga aðild að honum um að koma til móts þá efnahagslega til að vega upp á móti refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar. Sá þrýstingur hefur þó skilað Írönum litlum til þessa. Auk Bandaríkjanna skrifuðu Þýskaland, Frakkland, Bretland, Kína, Rússland og Evrópusambandið undir kjarnorkusamninginn á sínum tíma. Íran Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira
Alþjóðakjarnorkustofnunin (IAEA) telur að írönsk stjórnvöld hafi nærri því þrefaldað birgðir sínar af auðguðu úrani frá því í nóvember og rofið þannig samning sinn við heimsveldin. Landið er nú sagt nálægt því að ráða yfir nægu auðguðu úrani til að framleiða kjarnavopn í fyrsta skipti. Íranar ákváðu að hætta að virða ýmis ákvæði kjarnorkusamningsins sem þeir gerðu við heimsveldin árið 2015 í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningnum og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran árið 2018. Samkvæmt nýrri trúnaðarskýrslu IAEA til aðildarríkja sinna búa Íranar nú yfir fimmfalt meira magni auðgaðs úrans en gert er ráð fyrir í kjarnorkusamningnum. Eftirlitsmenn stofnunarinnar lýsa einnig áhyggjum af því að stjórnvöld í Teheran vinni geislavirkt efni á þremur stöðum sem þau gefa ekki upp, að sögn AP-fréttastofunnar. Þannig var eftirlitsmönnunum meinaður aðgangur að tveimur írönskum stöðvum og stjórnvöld neituðu að svara spurningum um staðina þrjá þar sem grunur leikur á að vinnsla á úrani fari fram á laun. Írönsk stjórnvöld eru nú talin nærri því að geta framleitt kjarnavopn. Þau hafa alla tíð haldið fram að þau sækist ekki eftir því heldur aðeins að framleiða rafmagn með kjarnorku. Þegar landið bjó yfir stærri forða auðgaðs úrans fyrir kjarnorkusamninginn árið 2015 reyndi það ekki að smíða kjarnorkusprengju. Kjarnorkusamningurinn fól það í sér að Íranar samþykktu að takmarka kjarnorkuáætlun sína og veita eftirlitsmönnum aðgang að landinu í skiptum fyrir að heimsveldin felldi niður viðskiptaþvinganir sem sliguðu íranskt efnahagslíf. Eftir að Bandaríkin sögðu sig frá samningum og tóku að beita Íran „hámarksþrýstingi“ eins og Trump-stjórnin hefur nefnt það hafa Íranar tekið til við að brjóta gegn skilmálum samningsins til þess að setja þrýsting á hin löndin sem eiga aðild að honum um að koma til móts þá efnahagslega til að vega upp á móti refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar. Sá þrýstingur hefur þó skilað Írönum litlum til þessa. Auk Bandaríkjanna skrifuðu Þýskaland, Frakkland, Bretland, Kína, Rússland og Evrópusambandið undir kjarnorkusamninginn á sínum tíma.
Íran Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Sjá meira