Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 12:20 Helga Schmid, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Abbas Araghchil aðstoðarutanríkisráðherra Írans, í kjarnorkuviðræðum sem fóru fram í Vín í síðasta mánuði. AP/Roland Zak Alþjóðakjarnorkustofnunin (IAEA) telur að írönsk stjórnvöld hafi nærri því þrefaldað birgðir sínar af auðguðu úrani frá því í nóvember og rofið þannig samning sinn við heimsveldin. Landið er nú sagt nálægt því að ráða yfir nægu auðguðu úrani til að framleiða kjarnavopn í fyrsta skipti. Íranar ákváðu að hætta að virða ýmis ákvæði kjarnorkusamningsins sem þeir gerðu við heimsveldin árið 2015 í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningnum og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran árið 2018. Samkvæmt nýrri trúnaðarskýrslu IAEA til aðildarríkja sinna búa Íranar nú yfir fimmfalt meira magni auðgaðs úrans en gert er ráð fyrir í kjarnorkusamningnum. Eftirlitsmenn stofnunarinnar lýsa einnig áhyggjum af því að stjórnvöld í Teheran vinni geislavirkt efni á þremur stöðum sem þau gefa ekki upp, að sögn AP-fréttastofunnar. Þannig var eftirlitsmönnunum meinaður aðgangur að tveimur írönskum stöðvum og stjórnvöld neituðu að svara spurningum um staðina þrjá þar sem grunur leikur á að vinnsla á úrani fari fram á laun. Írönsk stjórnvöld eru nú talin nærri því að geta framleitt kjarnavopn. Þau hafa alla tíð haldið fram að þau sækist ekki eftir því heldur aðeins að framleiða rafmagn með kjarnorku. Þegar landið bjó yfir stærri forða auðgaðs úrans fyrir kjarnorkusamninginn árið 2015 reyndi það ekki að smíða kjarnorkusprengju. Kjarnorkusamningurinn fól það í sér að Íranar samþykktu að takmarka kjarnorkuáætlun sína og veita eftirlitsmönnum aðgang að landinu í skiptum fyrir að heimsveldin felldi niður viðskiptaþvinganir sem sliguðu íranskt efnahagslíf. Eftir að Bandaríkin sögðu sig frá samningum og tóku að beita Íran „hámarksþrýstingi“ eins og Trump-stjórnin hefur nefnt það hafa Íranar tekið til við að brjóta gegn skilmálum samningsins til þess að setja þrýsting á hin löndin sem eiga aðild að honum um að koma til móts þá efnahagslega til að vega upp á móti refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar. Sá þrýstingur hefur þó skilað Írönum litlum til þessa. Auk Bandaríkjanna skrifuðu Þýskaland, Frakkland, Bretland, Kína, Rússland og Evrópusambandið undir kjarnorkusamninginn á sínum tíma. Íran Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Alþjóðakjarnorkustofnunin (IAEA) telur að írönsk stjórnvöld hafi nærri því þrefaldað birgðir sínar af auðguðu úrani frá því í nóvember og rofið þannig samning sinn við heimsveldin. Landið er nú sagt nálægt því að ráða yfir nægu auðguðu úrani til að framleiða kjarnavopn í fyrsta skipti. Íranar ákváðu að hætta að virða ýmis ákvæði kjarnorkusamningsins sem þeir gerðu við heimsveldin árið 2015 í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningnum og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran árið 2018. Samkvæmt nýrri trúnaðarskýrslu IAEA til aðildarríkja sinna búa Íranar nú yfir fimmfalt meira magni auðgaðs úrans en gert er ráð fyrir í kjarnorkusamningnum. Eftirlitsmenn stofnunarinnar lýsa einnig áhyggjum af því að stjórnvöld í Teheran vinni geislavirkt efni á þremur stöðum sem þau gefa ekki upp, að sögn AP-fréttastofunnar. Þannig var eftirlitsmönnunum meinaður aðgangur að tveimur írönskum stöðvum og stjórnvöld neituðu að svara spurningum um staðina þrjá þar sem grunur leikur á að vinnsla á úrani fari fram á laun. Írönsk stjórnvöld eru nú talin nærri því að geta framleitt kjarnavopn. Þau hafa alla tíð haldið fram að þau sækist ekki eftir því heldur aðeins að framleiða rafmagn með kjarnorku. Þegar landið bjó yfir stærri forða auðgaðs úrans fyrir kjarnorkusamninginn árið 2015 reyndi það ekki að smíða kjarnorkusprengju. Kjarnorkusamningurinn fól það í sér að Íranar samþykktu að takmarka kjarnorkuáætlun sína og veita eftirlitsmönnum aðgang að landinu í skiptum fyrir að heimsveldin felldi niður viðskiptaþvinganir sem sliguðu íranskt efnahagslíf. Eftir að Bandaríkin sögðu sig frá samningum og tóku að beita Íran „hámarksþrýstingi“ eins og Trump-stjórnin hefur nefnt það hafa Íranar tekið til við að brjóta gegn skilmálum samningsins til þess að setja þrýsting á hin löndin sem eiga aðild að honum um að koma til móts þá efnahagslega til að vega upp á móti refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar. Sá þrýstingur hefur þó skilað Írönum litlum til þessa. Auk Bandaríkjanna skrifuðu Þýskaland, Frakkland, Bretland, Kína, Rússland og Evrópusambandið undir kjarnorkusamninginn á sínum tíma.
Íran Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira