Tala látinna hækkar eftir hvirfilbylina í Tennessee Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2020 16:57 Kona virðir fyrir sér eyðilegginguna í Nashville eftir að hvirfilbylir gengu yfir Tennessee í nótt. AP/Mark Humphrey Yfirvöld í Tennesse-ríki í Bandaríkjunum segja nú að í það minnsta nítján séu látnir eftir að nokkrir skýstrókar gengur yfir ríkið í nótt. Að minnsta kosti fjörutíu byggingar hrundu í hamförunum, þar á meðal í miðborg höfuðborgarinnar Nashville. Hundruð manna eru sögð heimilislaus vegna skemmdanna sem hvirfilbylirnir ollu á byggingum. Tala látinna hefur hækkað eftir því sem á hefur liðið daginn en leitar- og björgunarfólk hefur unnið að því að draga eftirlifendur og lík úr rústum húsa. Ofsaveðrið olli meðal annars verulegum skemmdum í tveimur af fínni hverfum Nashville þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað undafarin ár, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta er átakanlegt. Það varð mannskaði í öllu ríkinu,“ sagði Bill Lee, ríkisstjóri, sem lýsti yfir neyðarástandi og skipaði öllum opinberum starfsmönnum ríkisins sem ekki sinna grunnþjónustu að halda sig heima. Götum hefur verið lokað, skólahald og starf dómstóla liggur niðri og þá var ríkisþinginu lokað vegna hamfaranna. Tugir þúsunda íbúa Tennessee eru jafnframt án rafmagns eftir að rafmagnslínur slitnuðu. Washington Post segir að fjórtán þeirra sem fórust hafi verið í Putnam-sýslu, tveir í Wilson-sýslu og einn í Benton. Karl og kona létust þegar þau urðu fyrir braki í Davidson-sýslu sem Nashville tilheyrir. Um tuttugu manns til viðbótar voru lagðir inn á sjúkrahús, að sögn John Cooper, borgarstjóra Nashville í morgun. Tennessee er á meðal þeirra fjórtán ríkja sem halda prófkjör í forvali Demókrataflokksins í dag. Færa hefur þurft kjörstaði með stuttum fyrirvara og breyta opnunartíma einhverra þeirra vegna afleiðinga byljanna. Bandaríkin Tengdar fréttir Mannskaði og tjón af völdum skýstróka í Nashville Staðfest er að í það minnsta sjö hafi látið lífið þegar skýstrókar gengu yfir Tennesee í nótt. Talið er að um fjörutíu byggingar hafi hrunið. 3. mars 2020 13:55 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Yfirvöld í Tennesse-ríki í Bandaríkjunum segja nú að í það minnsta nítján séu látnir eftir að nokkrir skýstrókar gengur yfir ríkið í nótt. Að minnsta kosti fjörutíu byggingar hrundu í hamförunum, þar á meðal í miðborg höfuðborgarinnar Nashville. Hundruð manna eru sögð heimilislaus vegna skemmdanna sem hvirfilbylirnir ollu á byggingum. Tala látinna hefur hækkað eftir því sem á hefur liðið daginn en leitar- og björgunarfólk hefur unnið að því að draga eftirlifendur og lík úr rústum húsa. Ofsaveðrið olli meðal annars verulegum skemmdum í tveimur af fínni hverfum Nashville þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað undafarin ár, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta er átakanlegt. Það varð mannskaði í öllu ríkinu,“ sagði Bill Lee, ríkisstjóri, sem lýsti yfir neyðarástandi og skipaði öllum opinberum starfsmönnum ríkisins sem ekki sinna grunnþjónustu að halda sig heima. Götum hefur verið lokað, skólahald og starf dómstóla liggur niðri og þá var ríkisþinginu lokað vegna hamfaranna. Tugir þúsunda íbúa Tennessee eru jafnframt án rafmagns eftir að rafmagnslínur slitnuðu. Washington Post segir að fjórtán þeirra sem fórust hafi verið í Putnam-sýslu, tveir í Wilson-sýslu og einn í Benton. Karl og kona létust þegar þau urðu fyrir braki í Davidson-sýslu sem Nashville tilheyrir. Um tuttugu manns til viðbótar voru lagðir inn á sjúkrahús, að sögn John Cooper, borgarstjóra Nashville í morgun. Tennessee er á meðal þeirra fjórtán ríkja sem halda prófkjör í forvali Demókrataflokksins í dag. Færa hefur þurft kjörstaði með stuttum fyrirvara og breyta opnunartíma einhverra þeirra vegna afleiðinga byljanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir Mannskaði og tjón af völdum skýstróka í Nashville Staðfest er að í það minnsta sjö hafi látið lífið þegar skýstrókar gengu yfir Tennesee í nótt. Talið er að um fjörutíu byggingar hafi hrunið. 3. mars 2020 13:55 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Mannskaði og tjón af völdum skýstróka í Nashville Staðfest er að í það minnsta sjö hafi látið lífið þegar skýstrókar gengu yfir Tennesee í nótt. Talið er að um fjörutíu byggingar hafi hrunið. 3. mars 2020 13:55