Fjörutíu ár frá hamfaragosinu í St Helens Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2020 21:00 Gosið í St Helens var svokallað sprengigos og má því segja að fjallið hafi sprungið í loft upp þarna að morgni 18. maí 1980. Getty Fjörutíu ár eru á morgun liðin frá hamfaragosinu í St Helens fjalli í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Öflugur skjálfti framkallaði þá mikið sprengigos, en skriður úr fjallinu og öskufall leiddi til gríðarlegrar eyðileggingar á umhverfi og eignum. Gosið er sömuleiðis það mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna, en alls fórust 57 manns í hamförunum þennan dag, þar á meðal bóndinn Harry R. Truman sem hafði vakið mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum eftir að hafa neitað að yfirgefa heimili sitt, þrátt fyrir aðsteðjandi hættu. Gosið í St Helens var svokallað sprengigos og má því segja að fjallið hafi sprungið í loft upp þarna að morgni 18. maí 1980. Kraftur sprengingarinnar jafnaðist á við fimm hundruð kjarnorkusprengjur og var sú stærsta sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna. Á fáeinum sekúndum lækkaði hæð fjallsins um einhverja 400 metra, í 2.549 metra. Fylgdust með fjallinu í nokkrar vikur Jarðvísindamenn urðu varir við aukna skjálftavirkni í og í kringum fjallið, sem er að finna um 150 kílómetrum suður af Seattle, þann 16. mars 1980. Eftir nokkuð stöðuga skjálftavirkni hófust svo eldsumbrot þann 27. mars þegar um 75 metra breiður gígur opnaðist á toppi fjallsins og ösku spúði út í andrúmsloftið. Bárust fréttir um ösku á jörð í allt að 500 kílómetra fjarlægð frá fjallinu. Fulltrúar yfirvalda gerðu sér grein fyrir því að hætta væri á ferðum og skilgreindu því svæði með 80 kílómetra radíus frá fjallinu sem sérstakt hættusvæði. Vegatálmum var komið upp, en margir hunsuðu tilskipanir yfirvalda og nýttu sér fáfarna skógarvegi, ætlaða fyrir timburflutninga, til að komast leiðar sinnar. Harry R. Truman, eigandi Spirit Lake Lodge við St Helens-fjallaði, neitaði að yfirgafa heimili sitt. Truman tengdist samnefndum forseta Bandaríkjunum ekki. Getty Neituðu að yfirgefa skilgreint hættusvæði Fjölmargir flúðu heimili sín vegna yfirvofandi hættu, en aðrir neituðu, þar á meðal hinn 84 ára bóndi, Harry Truman, sem átti eftir að vekja gríðarlega athygli fyrir staðfestu sína. Hann bjó á jörð sinni ásamt sextán köttum sínum og átján þvottabjörnum, en hann sagðist neita að yfirgefa hana, meðal annars þar sem þar væri kona hans jarðsett. Allan aprílmánuð og byrjun maí fylgdust vísindamenn svo grannt með norðurhlið fjallsins bólgna út. Skjálfti 5,1 að stærð varð svo klukkan 8:32 að morgni 18. maí – skjálfti sem framkallaði gríðarlegt sprengigos í fjallinu. Feikileg aurskriða Ógurlegt magn ösku fór þá út í andrúmsloftið á sama tíma og berg, aur, gas og ís streymdi niður fjallshlíðina á miklum hraða. Þegar jökullinn á fjallinu bráðnaði myndaðist feikileg aurskriða sem hrifsaði með sér byggingar og ýmislegt fleira, auk þess að stífla ár. Jarðfræðingurinn Dave Johnston var næst fjallinu þegar sprengigosið varð, og náði hann bara að segja „Vancouver! Vancouver! Þetta er að gerast“ í talstöð sína áður en skriðan hrifsaði bíl hans ofan í gil og hann lést. Fjallið spúði sömuleiðis gríðarlegu magni ösku í níu tíma áður en tók að róast á ný og bárust þá fréttir af öskufalli á fjarlægum slóðum, meðal annars Minneapolis í Minnesota. Eyðileggingin í kringum St Helens-fjall var gríðarleg.Getty Rúmlega 22 kílómetra kafli af Toutle-ánni fór á kaf vegna skriðunnar og hraun rann sömuleiðis langar leiðir í átt frá fjallinu. Áætlað er að um 600 ferkílómetra svæði umhverfis fjallið hafi eyðilagst í hamförunum, en milljónir trjáa ýmist brunnu eða eyðilögðust í hamförunum. Þá drápust þúsundir stórra dýra, meðal annars hreindýr, birnir og elgir. Eldvirkni í fjallinu var áfram nokkur á níunda áratugnum og hófst á ný í fjallinu árið 2004 og var hún minniháttar næstu árin sem fylgdu. Bandaríkin Einu sinni var... Fréttaskýringar Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Fjörutíu ár eru á morgun liðin frá hamfaragosinu í St Helens fjalli í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Öflugur skjálfti framkallaði þá mikið sprengigos, en skriður úr fjallinu og öskufall leiddi til gríðarlegrar eyðileggingar á umhverfi og eignum. Gosið er sömuleiðis það mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna, en alls fórust 57 manns í hamförunum þennan dag, þar á meðal bóndinn Harry R. Truman sem hafði vakið mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum eftir að hafa neitað að yfirgefa heimili sitt, þrátt fyrir aðsteðjandi hættu. Gosið í St Helens var svokallað sprengigos og má því segja að fjallið hafi sprungið í loft upp þarna að morgni 18. maí 1980. Kraftur sprengingarinnar jafnaðist á við fimm hundruð kjarnorkusprengjur og var sú stærsta sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna. Á fáeinum sekúndum lækkaði hæð fjallsins um einhverja 400 metra, í 2.549 metra. Fylgdust með fjallinu í nokkrar vikur Jarðvísindamenn urðu varir við aukna skjálftavirkni í og í kringum fjallið, sem er að finna um 150 kílómetrum suður af Seattle, þann 16. mars 1980. Eftir nokkuð stöðuga skjálftavirkni hófust svo eldsumbrot þann 27. mars þegar um 75 metra breiður gígur opnaðist á toppi fjallsins og ösku spúði út í andrúmsloftið. Bárust fréttir um ösku á jörð í allt að 500 kílómetra fjarlægð frá fjallinu. Fulltrúar yfirvalda gerðu sér grein fyrir því að hætta væri á ferðum og skilgreindu því svæði með 80 kílómetra radíus frá fjallinu sem sérstakt hættusvæði. Vegatálmum var komið upp, en margir hunsuðu tilskipanir yfirvalda og nýttu sér fáfarna skógarvegi, ætlaða fyrir timburflutninga, til að komast leiðar sinnar. Harry R. Truman, eigandi Spirit Lake Lodge við St Helens-fjallaði, neitaði að yfirgafa heimili sitt. Truman tengdist samnefndum forseta Bandaríkjunum ekki. Getty Neituðu að yfirgefa skilgreint hættusvæði Fjölmargir flúðu heimili sín vegna yfirvofandi hættu, en aðrir neituðu, þar á meðal hinn 84 ára bóndi, Harry Truman, sem átti eftir að vekja gríðarlega athygli fyrir staðfestu sína. Hann bjó á jörð sinni ásamt sextán köttum sínum og átján þvottabjörnum, en hann sagðist neita að yfirgefa hana, meðal annars þar sem þar væri kona hans jarðsett. Allan aprílmánuð og byrjun maí fylgdust vísindamenn svo grannt með norðurhlið fjallsins bólgna út. Skjálfti 5,1 að stærð varð svo klukkan 8:32 að morgni 18. maí – skjálfti sem framkallaði gríðarlegt sprengigos í fjallinu. Feikileg aurskriða Ógurlegt magn ösku fór þá út í andrúmsloftið á sama tíma og berg, aur, gas og ís streymdi niður fjallshlíðina á miklum hraða. Þegar jökullinn á fjallinu bráðnaði myndaðist feikileg aurskriða sem hrifsaði með sér byggingar og ýmislegt fleira, auk þess að stífla ár. Jarðfræðingurinn Dave Johnston var næst fjallinu þegar sprengigosið varð, og náði hann bara að segja „Vancouver! Vancouver! Þetta er að gerast“ í talstöð sína áður en skriðan hrifsaði bíl hans ofan í gil og hann lést. Fjallið spúði sömuleiðis gríðarlegu magni ösku í níu tíma áður en tók að róast á ný og bárust þá fréttir af öskufalli á fjarlægum slóðum, meðal annars Minneapolis í Minnesota. Eyðileggingin í kringum St Helens-fjall var gríðarleg.Getty Rúmlega 22 kílómetra kafli af Toutle-ánni fór á kaf vegna skriðunnar og hraun rann sömuleiðis langar leiðir í átt frá fjallinu. Áætlað er að um 600 ferkílómetra svæði umhverfis fjallið hafi eyðilagst í hamförunum, en milljónir trjáa ýmist brunnu eða eyðilögðust í hamförunum. Þá drápust þúsundir stórra dýra, meðal annars hreindýr, birnir og elgir. Eldvirkni í fjallinu var áfram nokkur á níunda áratugnum og hófst á ný í fjallinu árið 2004 og var hún minniháttar næstu árin sem fylgdu.
Bandaríkin Einu sinni var... Fréttaskýringar Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira