Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2020 22:35 Efsta brekkan Dýrafjarðarmegin rudd. Mynd/Haukur Sigurðsson. Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöngin opnast en þau eiga að leysa heiðina af hólmi fyrir næsta vetur. Myndir af mokstrinum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Snjóblásari, jarðýta og hjólaskófla hófu að moka Hrafnseyrarheiðina á mánudag en dagana á undan hafði tækjaflokkur Vegagerðarinnar rutt Dynjandisheiði. Þegar Haukur Sigurðsson myndaði snjóruðningstækin í gær voru þau í efstu brekkunni Dýrafjarðarmegin og áttu stutt eftir upp á brún hinnar 552 metra háu Hrafnseyrarheiðar. Snjóruðningsmenn vinna sig niður snjófargið í þrepum.Mynd/Haukur Sigurðsson. Erfiðasti og snjóþyngsti kaflinn var þá eftir, efsta brekkan Arnarfjarðarmegin, en þar býst yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, Guðmundur Björgvinsson, við að snjóstálið sé tíu til tólf metra hátt. Það er lýsandi fyrir hversu erfiður farartálmi þessi heiði er fyrir samgöngur innan Vestfjarðar að hún hefur verið ófær frá því um miðjan desember eða í hartnær fimm mánuði. Guðmundur kvaðst í dag bjartsýnn á að það tækist að opna Hrafnseyrarheiði á morgun, fimmtudag, en þar með opnast vesturleiðin til Ísafjarðar. Horft til Dýrafjarðar. Fjær sést í Brekkudal og Sandafell ofan Þingeyrar.Mynd/Haukur Sigurðsson. En þetta gætu líka verið sögulegar myndir því þetta er að öllum líkindum í síðasta sinn sem svo umfangsmikill snjómokstur fer fram að vori á Hrafnseyrarheiði. Dýrafjarðargöngum er nefnilega ætlað að leysa heiðina af hólmi og vonast er til að göngin verði tilbúin fyrir næsta vetur. Það gæti þó farið svo að vegagerðarmenn moki heiðina oftar, en þá í júnímánuði í talsvert minni snjó. Að sögn Guðmundar eru áform uppi um að viðhalda Hrafnseyrarheiði sem tengivegi milli Þingeyrar og Hrafnseyrar á sumrin. Heiðin gæti þá jafnframt þjónað sem vegminjar um hrikalegar vestfirskar heiðar og gæti sem slík orðið vinsæl ökuleið enda þykir útsýnið af henni stórbrotið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjá einnig hér: Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hér má sjá útsýnið af heiðinni að sumri: Samgöngur Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöngin opnast en þau eiga að leysa heiðina af hólmi fyrir næsta vetur. Myndir af mokstrinum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Snjóblásari, jarðýta og hjólaskófla hófu að moka Hrafnseyrarheiðina á mánudag en dagana á undan hafði tækjaflokkur Vegagerðarinnar rutt Dynjandisheiði. Þegar Haukur Sigurðsson myndaði snjóruðningstækin í gær voru þau í efstu brekkunni Dýrafjarðarmegin og áttu stutt eftir upp á brún hinnar 552 metra háu Hrafnseyrarheiðar. Snjóruðningsmenn vinna sig niður snjófargið í þrepum.Mynd/Haukur Sigurðsson. Erfiðasti og snjóþyngsti kaflinn var þá eftir, efsta brekkan Arnarfjarðarmegin, en þar býst yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, Guðmundur Björgvinsson, við að snjóstálið sé tíu til tólf metra hátt. Það er lýsandi fyrir hversu erfiður farartálmi þessi heiði er fyrir samgöngur innan Vestfjarðar að hún hefur verið ófær frá því um miðjan desember eða í hartnær fimm mánuði. Guðmundur kvaðst í dag bjartsýnn á að það tækist að opna Hrafnseyrarheiði á morgun, fimmtudag, en þar með opnast vesturleiðin til Ísafjarðar. Horft til Dýrafjarðar. Fjær sést í Brekkudal og Sandafell ofan Þingeyrar.Mynd/Haukur Sigurðsson. En þetta gætu líka verið sögulegar myndir því þetta er að öllum líkindum í síðasta sinn sem svo umfangsmikill snjómokstur fer fram að vori á Hrafnseyrarheiði. Dýrafjarðargöngum er nefnilega ætlað að leysa heiðina af hólmi og vonast er til að göngin verði tilbúin fyrir næsta vetur. Það gæti þó farið svo að vegagerðarmenn moki heiðina oftar, en þá í júnímánuði í talsvert minni snjó. Að sögn Guðmundar eru áform uppi um að viðhalda Hrafnseyrarheiði sem tengivegi milli Þingeyrar og Hrafnseyrar á sumrin. Heiðin gæti þá jafnframt þjónað sem vegminjar um hrikalegar vestfirskar heiðar og gæti sem slík orðið vinsæl ökuleið enda þykir útsýnið af henni stórbrotið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjá einnig hér: Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hér má sjá útsýnið af heiðinni að sumri:
Samgöngur Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43