Eyjamenn aldrei verið jafnspenntir og boða fótboltamótin samkvæmt áætlun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2020 14:58 Margir eiga góðar minningar frá heimsókn sinni á Heimaey í júní til keppni á fótboltamóti. Vísir/Vilhelm Árleg fótboltamót fara fram í Vestmannaeyjum á tilsettum tíma. Þetta tilkynntu Eyjamenn í dag. TM-mótið verður haldið 10.-13. júní og Orkumótið 24.-27. júní. Munu mótin verða með sama sniði og undanfarin ár. Von er á um þúsund iðkendum á TM-mótið sem er fyrir tólf ára stelpur og ellefu hundrað iðkendum á Orkumótið en mótið er fyrir tíu ára drengi. Töluverð óvissa hefur verið um mótin undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðaráætlanir hafa verið unnar með aðgerðarstjórn almannavarna út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir í dag. Í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Vestmannaeyja er minnt á að fjöldatakmarkanir, sem nú miðast við fimmtíu manns í rými og munu að óbreyttu miða við meiri fjölda með tímanum, gilda ekki um börn, aðeins fullorðna. Því ætla Eyjamenn að takmarka aðgengi foreldra í gistingu, mat og jafnvel á þá viðburði sem fara fram inni í íþróttahúsi. Foreldrum er velkomið að koma og fylgjast með leikjum en þó með því skilyrði að þeir haldi sig inn á afmörkuðum svæðum og haldi tveggja metra reglunni. „Við gerum okkur grein fyrir því að ekki hafa allir þeir sem ætluðu sér að koma tækifæri til þess vegna t.d. undirliggjandi sjúkdóma og því óskum við eftir því að þið farið að vinna að því að fá lokatölur á þátttakendum ykkar félags og senda okkur fyrir 18. maí. Við höfum seinkað eindaga þátttökugjalda fyrir einstaklinga til 25. maí (hafi fjöldatölum verið skilað eigi síðar en 18. maí). Í ljósi aðstæðna þá getum við ekki tekið á móti fleiri en tveimur fullorðnum í gistingu eða mat á okkar vegum á hvert lið.“ Segjast Eyjamenn aldrei hafa hlakkað jafn mikið til að sjá þátttakendur og þeirra fólk. Aðgerðaráætlunina fyrir Orkumótið má lesa hér. Aðgerðaráætlunina fyrir TM-mótið má lesa hér. Vestmannaeyjar Almannavarnir Börn og uppeldi Heilsa Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19 Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Árleg fótboltamót fara fram í Vestmannaeyjum á tilsettum tíma. Þetta tilkynntu Eyjamenn í dag. TM-mótið verður haldið 10.-13. júní og Orkumótið 24.-27. júní. Munu mótin verða með sama sniði og undanfarin ár. Von er á um þúsund iðkendum á TM-mótið sem er fyrir tólf ára stelpur og ellefu hundrað iðkendum á Orkumótið en mótið er fyrir tíu ára drengi. Töluverð óvissa hefur verið um mótin undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðaráætlanir hafa verið unnar með aðgerðarstjórn almannavarna út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir í dag. Í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Vestmannaeyja er minnt á að fjöldatakmarkanir, sem nú miðast við fimmtíu manns í rými og munu að óbreyttu miða við meiri fjölda með tímanum, gilda ekki um börn, aðeins fullorðna. Því ætla Eyjamenn að takmarka aðgengi foreldra í gistingu, mat og jafnvel á þá viðburði sem fara fram inni í íþróttahúsi. Foreldrum er velkomið að koma og fylgjast með leikjum en þó með því skilyrði að þeir haldi sig inn á afmörkuðum svæðum og haldi tveggja metra reglunni. „Við gerum okkur grein fyrir því að ekki hafa allir þeir sem ætluðu sér að koma tækifæri til þess vegna t.d. undirliggjandi sjúkdóma og því óskum við eftir því að þið farið að vinna að því að fá lokatölur á þátttakendum ykkar félags og senda okkur fyrir 18. maí. Við höfum seinkað eindaga þátttökugjalda fyrir einstaklinga til 25. maí (hafi fjöldatölum verið skilað eigi síðar en 18. maí). Í ljósi aðstæðna þá getum við ekki tekið á móti fleiri en tveimur fullorðnum í gistingu eða mat á okkar vegum á hvert lið.“ Segjast Eyjamenn aldrei hafa hlakkað jafn mikið til að sjá þátttakendur og þeirra fólk. Aðgerðaráætlunina fyrir Orkumótið má lesa hér. Aðgerðaráætlunina fyrir TM-mótið má lesa hér.
Vestmannaeyjar Almannavarnir Börn og uppeldi Heilsa Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19 Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Eyjamenn ráða ráðum sínum varðandi töluna tvö þúsund Framkvæmdastjóri ÍBV sem stendur fyrir fjölmennum fótboltamótum fyrir stráka og stelpur auk árlegrar Þjóðhátíðar í Herjólfsdal segir Eyjamenn vera að melta stöðuna. 14. apríl 2020 15:19
Eyjamenn undirbúa frestun íþróttamóta en vonast til að geta haldið Þjóðhátíð ÍBV hefur hafið undirbúning við að fresta stórum fótboltamótum barna sem til stóð að halda í júní. Enn er þó haldið í vonina með að geta haldið Þjóðhátíð á réttum tíma að sögn framkvæmdastjóra íþróttafélagsins. 12. apríl 2020 13:41