Nýr olíumálaráðherra sagði loftlagsumræðu áróðursbragð vinstrimanna Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2019 08:02 Sylvi Listhaug, Erna Solberg og Terje Søviknes, sem tók við ráðherraembætti aldraðra og lýðheilsu af Sylvi, ganga úr konungshöllinni í Osló eftir ráðherraskiptin. Mynd/TV-2, Noregi. Sylvi Listhaug, einn umdeildasti stjórnmálamaður Noregs, er óvænt orðin olíu- og orkumálaráðherra. Skipan hennar þykja skilaboð um að norska ríkisstjórnin hyggist ekkert gefa eftir í leit að nýjum olíulindum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erna Solberg forsætisráðherra gekk af fundi Noregskonungs í vikunni með tvo nýja ráðherra sér við hlið, báða úr samstarfsflokki hennar, Framfaraflokknum, sem vildi uppstokkun á sínu ráðherraliði. Skipan Sylvi Listhaug í embætti olíu- og orkumálaráðherra vekur sérstaka athygli enda vart hægt að hugsa sér meiri ögrun við loftlagsumræðuna. Listhaug þykir standa yst á hægri væng stjórnmálanna og beitti sér fyrir hertri innflytjendapólitík sem ráðherra þess málaflokks. Þá neyddist hún til að segja af sér embætti dómsmálaráðherra í fyrra eftir að hún sakaði Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Frá lyklaskiptum. Sylvi Listhaug hætti sem ráðherra aldraðra- og lýðheilsu og tók við sem olíu- og orkumálaráðherra.Mynd/TV-2, Noregi. Við lyklaskiptin, þar sem hún var þráspurð, kvaðst hún reyndar telja að einhver hluti loftlagshlýnunar væri af mannvöldum en rifjuð hafa verið upp eldri ummæli hennar um að loftlagsumræðan sé áróðursbragð vinstrimanna til að réttlæta hærri gjöld og skatta. Fréttaskýrendur telja að Framfaraflokkurinn vilji með skipan hennar stimpla sig inn sem aðalstuðningsflokk olíugeirans. Henni er ætlað að ræna olíustarfsmönnum frá Verkamannaflokknum og Hægriflokknum, sagði Aftenposten. Nú verður olíubrák á ný, sagði VG. Á sama tíma er hún á móti vindmylluvæðingu Noregs og sölu raforku úr landi um sæstrengi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bensín og olía Loftslagsmál Norðurslóðir Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Olíuboranir aukast hvergi meira en hjá Norðmönnum Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. 16. október 2019 09:33 Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Reiði í Norður-Noregi vegna ákvörðunar ríkisolíufélagsins Norska ríkisolíufélagið Equinor, sem áður hét Statoil, hefur fallið frá áformum um að byggja olíumiðstöð á Veidnes í Norður-Noregi. Forystumenn í Finnmörk saka olíufélagið um svik. 16. desember 2019 22:45 Ráðherra sem sagði af sér snýr aftur í ríkisstjórn Solberg Sylvi Listhaug sem sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrir rúmu ári tekur aftur sæti í ríkisstjórn Ernu Solberg, að sögn norska ríkisútvarpsins. 3. maí 2019 09:02 Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12 Norðmenn munu geta vísað hælisleitendum frá á landamærunum Norska ríkisstjórnin kynnti í dag nýja stefnu sína í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. 29. desember 2015 13:13 Norðmenn vöruðu Svía við heimsókn Listhaug Innflytjendamálaráðherra Noregs var á leið til Stokkhólms í dag þegar ráðherra innflytjendamála Svíþjóðar aflýsti fyrirhuguðum fundi ráðherranna. 29. ágúst 2017 15:31 Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. 20. mars 2018 07:56 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Sylvi Listhaug, einn umdeildasti stjórnmálamaður Noregs, er óvænt orðin olíu- og orkumálaráðherra. Skipan hennar þykja skilaboð um að norska ríkisstjórnin hyggist ekkert gefa eftir í leit að nýjum olíulindum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erna Solberg forsætisráðherra gekk af fundi Noregskonungs í vikunni með tvo nýja ráðherra sér við hlið, báða úr samstarfsflokki hennar, Framfaraflokknum, sem vildi uppstokkun á sínu ráðherraliði. Skipan Sylvi Listhaug í embætti olíu- og orkumálaráðherra vekur sérstaka athygli enda vart hægt að hugsa sér meiri ögrun við loftlagsumræðuna. Listhaug þykir standa yst á hægri væng stjórnmálanna og beitti sér fyrir hertri innflytjendapólitík sem ráðherra þess málaflokks. Þá neyddist hún til að segja af sér embætti dómsmálaráðherra í fyrra eftir að hún sakaði Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins. Frá lyklaskiptum. Sylvi Listhaug hætti sem ráðherra aldraðra- og lýðheilsu og tók við sem olíu- og orkumálaráðherra.Mynd/TV-2, Noregi. Við lyklaskiptin, þar sem hún var þráspurð, kvaðst hún reyndar telja að einhver hluti loftlagshlýnunar væri af mannvöldum en rifjuð hafa verið upp eldri ummæli hennar um að loftlagsumræðan sé áróðursbragð vinstrimanna til að réttlæta hærri gjöld og skatta. Fréttaskýrendur telja að Framfaraflokkurinn vilji með skipan hennar stimpla sig inn sem aðalstuðningsflokk olíugeirans. Henni er ætlað að ræna olíustarfsmönnum frá Verkamannaflokknum og Hægriflokknum, sagði Aftenposten. Nú verður olíubrák á ný, sagði VG. Á sama tíma er hún á móti vindmylluvæðingu Noregs og sölu raforku úr landi um sæstrengi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bensín og olía Loftslagsmál Norðurslóðir Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Olíuboranir aukast hvergi meira en hjá Norðmönnum Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. 16. október 2019 09:33 Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40 Reiði í Norður-Noregi vegna ákvörðunar ríkisolíufélagsins Norska ríkisolíufélagið Equinor, sem áður hét Statoil, hefur fallið frá áformum um að byggja olíumiðstöð á Veidnes í Norður-Noregi. Forystumenn í Finnmörk saka olíufélagið um svik. 16. desember 2019 22:45 Ráðherra sem sagði af sér snýr aftur í ríkisstjórn Solberg Sylvi Listhaug sem sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrir rúmu ári tekur aftur sæti í ríkisstjórn Ernu Solberg, að sögn norska ríkisútvarpsins. 3. maí 2019 09:02 Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12 Norðmenn munu geta vísað hælisleitendum frá á landamærunum Norska ríkisstjórnin kynnti í dag nýja stefnu sína í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. 29. desember 2015 13:13 Norðmenn vöruðu Svía við heimsókn Listhaug Innflytjendamálaráðherra Noregs var á leið til Stokkhólms í dag þegar ráðherra innflytjendamála Svíþjóðar aflýsti fyrirhuguðum fundi ráðherranna. 29. ágúst 2017 15:31 Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. 20. mars 2018 07:56 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Olíuboranir aukast hvergi meira en hjá Norðmönnum Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. 16. október 2019 09:33
Dómsmálaráðherra Noregs hneykslar með ásökun gegn Verkamannaflokknum Liðsmenn Verkamannaflokksins voru fórnarlömb fjöldamorðs Anders Behring Breivik árið 2011. Nú eru þeir sakaðir um að taka réttindi hryðjuverkamanna fram yfir þjóðaröryggi. 12. mars 2018 16:40
Reiði í Norður-Noregi vegna ákvörðunar ríkisolíufélagsins Norska ríkisolíufélagið Equinor, sem áður hét Statoil, hefur fallið frá áformum um að byggja olíumiðstöð á Veidnes í Norður-Noregi. Forystumenn í Finnmörk saka olíufélagið um svik. 16. desember 2019 22:45
Ráðherra sem sagði af sér snýr aftur í ríkisstjórn Solberg Sylvi Listhaug sem sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrir rúmu ári tekur aftur sæti í ríkisstjórn Ernu Solberg, að sögn norska ríkisútvarpsins. 3. maí 2019 09:02
Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12
Norðmenn munu geta vísað hælisleitendum frá á landamærunum Norska ríkisstjórnin kynnti í dag nýja stefnu sína í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. 29. desember 2015 13:13
Norðmenn vöruðu Svía við heimsókn Listhaug Innflytjendamálaráðherra Noregs var á leið til Stokkhólms í dag þegar ráðherra innflytjendamála Svíþjóðar aflýsti fyrirhuguðum fundi ráðherranna. 29. ágúst 2017 15:31
Dómsmálaráðherra Noregs segir af sér Sylvi Listhaug lýsti því yfir á blaðamannafundi í morgun að hún myndi hætta sem dómsmálaráðherra Noregs. 20. mars 2018 07:56