Ráðgjafi Trump sagði flokkinn reiða sig á að hindra kjósendur Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2019 11:45 Donald Trump er sannfærður um að hann hafi í raun fengið meirihluta atkvæðanna í kosningunum 2016. Hann hefur rangt fyrir sér. AP/Kevin Wolf Einn af æðstu kosningaráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði á fundi Repúblikana að flokkurinn hefði reitt sig á að koma í veg fyrir að fólk sem þykir líklegra til að kjósa Demókrataflokkinn kjósi, svokallað voter suppression á ensku, í baráttunni um ríki sem flakka á milli Demókrata og Repúblikana. Þetta kom fram á upptöku af fundinum sem haldinn var í Wisconsin, sem er eitt af umræddum ríkjum þó íbúar þar þyki líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn, og blaðamenn AP fréttaveitunnar komu höndum yfir. Justin Clark, ráðgjafinn, sagði fréttaveitunni að hann hefði verið að tala um ítrekaðar og falskar ásakanir gegn Repúblikanaflokknum um slíka starfshætti. Fundurinn fór fram þann 21. nóvember síðastliðinn og var til umræðu hvernig Repúblikanar gætu tryggt sigur í Wisconsin í forsetakosningunum á næsta ári. „Yfirleitt hafa það verið Repúblikanar sem hafa komið í veg fyrir að fólk greiði atkvæði,“ sagði Clark á fundinum. „Byrjum að vernda kjósendur okkar. Við vitum hvar þau eru. Förum að spila meiri sókn. Það er það sem þið munið sjá 2020. Þetta verður miklu stærra verkefni, miklu stífara, miklu vel fjármagnaðra.“ Þegar Clark var spurður út í ummælin sagðist hann hafa verið að tala um falskar ásakanir gegn Repúblikanaflokknum og sagði það hafa átt að vera augljóst. Nú sé kominn tími til að Repúblikanar standi vörð um sína kjósendur. „Hvorki ég né einhver sem ég þekki eða vinn með myndi nokkurn tímann samþykkja að einhverjum sé meinað að kjósa með ógnunum eða dregið sé úr vægi atkvæðis hans og við munum leggja áherslu á að koma í veg fyrir það.“ Repúblikanar ætla sér að vakta kjörstaði á næsta ári með því markmið að koma í veg fyrir „svindl“ Demókrata, eins og Clark orðaði það á fundinum. Hann sagði Trump styðja þessar áætlanir og að forsetanum væri mjög annt um kosningasvindl og ræddi það í hvert sinn sem þeir funda. „Við höfum allir séð tístin um kosningasvindl, bla bla bla. Í hvert sinn sem við erum með honum, spyr hann hvað við erum að gera varðandi kosningasvindl? Hvað erum við að gera varðandi kosningasvindl?“ sagði Clark á fundinum. Allt frá því að Trump vann forsetakosningarnar 2016, með minnihluta atkvæða, hefur hann haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað og milljónir manna hafa kosið Hillary Clinton ólöglega. Hann hefur þó aldrei getað fært sannanir fyrir máli sínu og sérfræðingar sem vakta kosningar segja hann hafa rangt fyrir sér. Í heildina fékk Trump um tveimur milljónum færri atkvæða en Clinton. Stofnaði nefnd sem átti að sanna svindl Eftir kosningarnar stofnaði hann sérstaka nefnd sem átti að rannsaka þessi meintu kosningasvik og staðfesta þau. Forsvarsmenn margra ríkja, sem tilheyrðu bæðir Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum neituðu þó að afhenda þessari nefnd gögn um kjósendur eins og kennitölur, kosningasögu, hvaða flokkum þau tilheyra og annað. Mike Pence, varaforseti Trump, var formaður nefndarinnar en Kris Kobach, Repúblikani frá Kansas, var varaformaður og leiddi störf nefndarinnar. Kobach hefur um árabil haldið því fram að umfangsmikil kosningasvindl eigi sér stað í kosningum Bandaríkjanna en hann hefur aldrei fært sannanir fyrir því. Kris Kobach á sviði með Donald Trump.Getty/Scott Olson Nefnd þessi var á endanum leyst upp án þess að hún kæmist að niðurstöðu. Matthew Dunlap, einn meðlimur hennar, hefur þó sagt að nefndinni hafi eingöngu verið ætlað að styðja innihaldslausar fullyrðingar forsetans varðandi kosningasvindl. Dunlap sagði að nefndin hafi ekki fundið neinar vísbendingar um umfangsmikið svindl. Beinagrind að skýrslu nefndarinnar gaf fyrirfram ákveðnar niðurstöður í skyn en óskrifaðir kaflar hennar höfðu þegar fengið titla eins og „Rangar aðgerðir við kosningaskráningu“ og „Dæmi um kosningasvindl“. Þrátt fyrir það hafði Kobach sagt þegar nefndin var lögð niður, að það hefði verið gert vegna þess að „sumu fólki á vinstri kantinum þætti óþægilegt“ hve mikið nefndin hefði uppgötvað. Hafa lengi verið sakaðir um að hindra kjósendur Þá er rétt að Repúblikanaflokkurinn hafi lengi verið sakaður um að koma í veg fyrir að hefðbundnir kjósendur Demókrataflokksins taki þátt í kosningum. Til marks um það stendur nú dómsmál yfir í Wisconsin eftir að Repúblikanar tóku 234 þúsund manns af kjörskrá. Það var gert eftir að þessum kjósendum voru send skilaboð í pósti um að til stæði að fjarlægja þau af kjörskrá þar sem þau hefðu ekki tekið þátt í síðustu kosningum. Ef þau svöruðu ekki innan 30 daga voru þau fjarlægð. Þessi frestur kom þó ekki fram í skilaboðunum sem send voru til kjósendanna sem um ræðir. Ólíklegt þykir að Demókrötum muni takast að fella ákvörðunina niður, þar sem fimm meðlimir Hæstaréttar Bandaríkjanna, þeir sem tilnefndir voru af forsetum Bandaríkjanna, staðfestu sambærilegar aðgerðir í Ohio í fyrra.Samkvæmt Reuters hafa rannsóknir sýnt fram á að aðgerðir sem þessar eru mun líklegri til að koma niður á kjósendum Demókrataflokksins.Í einu máli, sem átti sér stað í kosningum 1982 höfðu Repúblikanar komið lögregluþjónum á frívakt fyrir við kjörstaði í hverfi minnihlutahópa. Þeir voru flestir merktir sem einhvers konar heilindaverðir kosninga og voru jafnvel vopnaðir. Demókratar höfðuðu mál vegna þessa og á endanum samþykktu Repúblikanar takmarkanir varðandi eftirlit á kjörstöðum. Þær takmarkanir voru felldar niður í fyrra.Hér má sjá umfjöllun PBS um „voter suppression“ frá því í fyrra og nýlega umfjöllun NBC um aðgerðir Repúblikana í Georgíu og Wisconsin. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Einn af æðstu kosningaráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði á fundi Repúblikana að flokkurinn hefði reitt sig á að koma í veg fyrir að fólk sem þykir líklegra til að kjósa Demókrataflokkinn kjósi, svokallað voter suppression á ensku, í baráttunni um ríki sem flakka á milli Demókrata og Repúblikana. Þetta kom fram á upptöku af fundinum sem haldinn var í Wisconsin, sem er eitt af umræddum ríkjum þó íbúar þar þyki líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn, og blaðamenn AP fréttaveitunnar komu höndum yfir. Justin Clark, ráðgjafinn, sagði fréttaveitunni að hann hefði verið að tala um ítrekaðar og falskar ásakanir gegn Repúblikanaflokknum um slíka starfshætti. Fundurinn fór fram þann 21. nóvember síðastliðinn og var til umræðu hvernig Repúblikanar gætu tryggt sigur í Wisconsin í forsetakosningunum á næsta ári. „Yfirleitt hafa það verið Repúblikanar sem hafa komið í veg fyrir að fólk greiði atkvæði,“ sagði Clark á fundinum. „Byrjum að vernda kjósendur okkar. Við vitum hvar þau eru. Förum að spila meiri sókn. Það er það sem þið munið sjá 2020. Þetta verður miklu stærra verkefni, miklu stífara, miklu vel fjármagnaðra.“ Þegar Clark var spurður út í ummælin sagðist hann hafa verið að tala um falskar ásakanir gegn Repúblikanaflokknum og sagði það hafa átt að vera augljóst. Nú sé kominn tími til að Repúblikanar standi vörð um sína kjósendur. „Hvorki ég né einhver sem ég þekki eða vinn með myndi nokkurn tímann samþykkja að einhverjum sé meinað að kjósa með ógnunum eða dregið sé úr vægi atkvæðis hans og við munum leggja áherslu á að koma í veg fyrir það.“ Repúblikanar ætla sér að vakta kjörstaði á næsta ári með því markmið að koma í veg fyrir „svindl“ Demókrata, eins og Clark orðaði það á fundinum. Hann sagði Trump styðja þessar áætlanir og að forsetanum væri mjög annt um kosningasvindl og ræddi það í hvert sinn sem þeir funda. „Við höfum allir séð tístin um kosningasvindl, bla bla bla. Í hvert sinn sem við erum með honum, spyr hann hvað við erum að gera varðandi kosningasvindl? Hvað erum við að gera varðandi kosningasvindl?“ sagði Clark á fundinum. Allt frá því að Trump vann forsetakosningarnar 2016, með minnihluta atkvæða, hefur hann haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað og milljónir manna hafa kosið Hillary Clinton ólöglega. Hann hefur þó aldrei getað fært sannanir fyrir máli sínu og sérfræðingar sem vakta kosningar segja hann hafa rangt fyrir sér. Í heildina fékk Trump um tveimur milljónum færri atkvæða en Clinton. Stofnaði nefnd sem átti að sanna svindl Eftir kosningarnar stofnaði hann sérstaka nefnd sem átti að rannsaka þessi meintu kosningasvik og staðfesta þau. Forsvarsmenn margra ríkja, sem tilheyrðu bæðir Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum neituðu þó að afhenda þessari nefnd gögn um kjósendur eins og kennitölur, kosningasögu, hvaða flokkum þau tilheyra og annað. Mike Pence, varaforseti Trump, var formaður nefndarinnar en Kris Kobach, Repúblikani frá Kansas, var varaformaður og leiddi störf nefndarinnar. Kobach hefur um árabil haldið því fram að umfangsmikil kosningasvindl eigi sér stað í kosningum Bandaríkjanna en hann hefur aldrei fært sannanir fyrir því. Kris Kobach á sviði með Donald Trump.Getty/Scott Olson Nefnd þessi var á endanum leyst upp án þess að hún kæmist að niðurstöðu. Matthew Dunlap, einn meðlimur hennar, hefur þó sagt að nefndinni hafi eingöngu verið ætlað að styðja innihaldslausar fullyrðingar forsetans varðandi kosningasvindl. Dunlap sagði að nefndin hafi ekki fundið neinar vísbendingar um umfangsmikið svindl. Beinagrind að skýrslu nefndarinnar gaf fyrirfram ákveðnar niðurstöður í skyn en óskrifaðir kaflar hennar höfðu þegar fengið titla eins og „Rangar aðgerðir við kosningaskráningu“ og „Dæmi um kosningasvindl“. Þrátt fyrir það hafði Kobach sagt þegar nefndin var lögð niður, að það hefði verið gert vegna þess að „sumu fólki á vinstri kantinum þætti óþægilegt“ hve mikið nefndin hefði uppgötvað. Hafa lengi verið sakaðir um að hindra kjósendur Þá er rétt að Repúblikanaflokkurinn hafi lengi verið sakaður um að koma í veg fyrir að hefðbundnir kjósendur Demókrataflokksins taki þátt í kosningum. Til marks um það stendur nú dómsmál yfir í Wisconsin eftir að Repúblikanar tóku 234 þúsund manns af kjörskrá. Það var gert eftir að þessum kjósendum voru send skilaboð í pósti um að til stæði að fjarlægja þau af kjörskrá þar sem þau hefðu ekki tekið þátt í síðustu kosningum. Ef þau svöruðu ekki innan 30 daga voru þau fjarlægð. Þessi frestur kom þó ekki fram í skilaboðunum sem send voru til kjósendanna sem um ræðir. Ólíklegt þykir að Demókrötum muni takast að fella ákvörðunina niður, þar sem fimm meðlimir Hæstaréttar Bandaríkjanna, þeir sem tilnefndir voru af forsetum Bandaríkjanna, staðfestu sambærilegar aðgerðir í Ohio í fyrra.Samkvæmt Reuters hafa rannsóknir sýnt fram á að aðgerðir sem þessar eru mun líklegri til að koma niður á kjósendum Demókrataflokksins.Í einu máli, sem átti sér stað í kosningum 1982 höfðu Repúblikanar komið lögregluþjónum á frívakt fyrir við kjörstaði í hverfi minnihlutahópa. Þeir voru flestir merktir sem einhvers konar heilindaverðir kosninga og voru jafnvel vopnaðir. Demókratar höfðuðu mál vegna þessa og á endanum samþykktu Repúblikanar takmarkanir varðandi eftirlit á kjörstöðum. Þær takmarkanir voru felldar niður í fyrra.Hér má sjá umfjöllun PBS um „voter suppression“ frá því í fyrra og nýlega umfjöllun NBC um aðgerðir Repúblikana í Georgíu og Wisconsin.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira