Segir nefndinni bara ætlað að styðja tilhæfulausar fullyrðingar forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2018 12:06 Kris Kobach, Donald Trump og Mike Pence. Vísir/EPA Matthew Dunlap, innanríkisráðherra Maine í Bandaríkjunum, sem var einn af ellefu meðlimum kosningasvindlnefndar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umrædda nefnd hafa verið eitthvað það undarlegasta sem hann hafi tekið þátt í. Dunlap gagnrýnir nefndina harðlega í nýrri yfirlýsingu og segir eina tilgang hennar hafa verið að styðja við tilhæfulausar fullyrðingar Trump og umfangsmikið kosningasvindl. Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Dunlap segir nefndina, sem var á endanum felld niður, ekki hafa fundið neinar vísbendingar um umfangsmikið svindl.Erfitt að fá gögn Mike Pence, varaforseti, og Kris Kobach, innanríkisráðherra Kansas, stýrðu nefndinni. Þegar nefndin var lögð niður í janúar sagði Kobach að það hefði verið gert vegna þess að „sumu fólki á vinstri kantinum þætti óþægilegt“ hve mikið nefndin hefði uppgötvað. Hvíta húsið sagði nefndina hafa verið lagða niður vegna lögsókna ríkja sem vildu ekki afhenda gögn. það hefði verið gert þrátt fyrir að „umfangsmiklar vísbendingar um kosningasvik“ hefðu litið dagsins ljós. Þrátt fyrir að Dunlap hafi verið meðlimur nefndarinnar þurfti hann að höfða mál til þess að fá gögn hennar, eftir að nefndin var lögð niður í janúar. Nú hefur hann farið yfir öll gögnin og sendi hann skýrslu á Pence og Kobach. Hann segir gögnin sýna að ekkert hafi verið til í yfirlýsingum Kobach og Hvíta hússins. Þar að auki sagði hann að útlit væri fyrir að nefndin hefði búist við því að finna sannanir fyrir fullyrðingum Trump.Fyrirfram ákveðin niðurstaða Dunlap sagði forsvarsmenn nefndarinnar þegar hafa nefnt nokkra kafla í skýrslu, sem var svo ekki gefin út. Þar hafi verið titlar eins og „Rangar aðferðir við kosningaskráningu“ og „Dæmi um kosningasvik“. Kaflarnir sjálfir voru þó tómir. Það segir Dunlap til marks um að eina markmið nefndarinnar hefði verið að komast að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. Dunlap fékk einnig tölvupósta meðlima nefndarinnar og þar má finna einn meðlim hennar ræða við aðstoðarmann sinn um að ráða tölfræðing. Í póstinum þóttist hann vera viss um að tölfræðingurinn sem þeir voru að tala um væri „íhaldssöm“ og „kristin“. Þrátt fyrir að hafa starfað sem embættismaður í rúm tuttugu ár segir Dunlap aldrei hafa tekið þátt í öðru eins og þessari nefnd. Það hafi verið eitt það undarlegasta sem hann hafi upplifað og mikil leynd hafi hvílt yfir nefndinni sjálfri. Dunlap segir meðal annars frá því að hann reyndi einu sinni að fá að vita hvenær nefndin myndi koma saman en án árangurs. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Matthew Dunlap, innanríkisráðherra Maine í Bandaríkjunum, sem var einn af ellefu meðlimum kosningasvindlnefndar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umrædda nefnd hafa verið eitthvað það undarlegasta sem hann hafi tekið þátt í. Dunlap gagnrýnir nefndina harðlega í nýrri yfirlýsingu og segir eina tilgang hennar hafa verið að styðja við tilhæfulausar fullyrðingar Trump og umfangsmikið kosningasvindl. Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Dunlap segir nefndina, sem var á endanum felld niður, ekki hafa fundið neinar vísbendingar um umfangsmikið svindl.Erfitt að fá gögn Mike Pence, varaforseti, og Kris Kobach, innanríkisráðherra Kansas, stýrðu nefndinni. Þegar nefndin var lögð niður í janúar sagði Kobach að það hefði verið gert vegna þess að „sumu fólki á vinstri kantinum þætti óþægilegt“ hve mikið nefndin hefði uppgötvað. Hvíta húsið sagði nefndina hafa verið lagða niður vegna lögsókna ríkja sem vildu ekki afhenda gögn. það hefði verið gert þrátt fyrir að „umfangsmiklar vísbendingar um kosningasvik“ hefðu litið dagsins ljós. Þrátt fyrir að Dunlap hafi verið meðlimur nefndarinnar þurfti hann að höfða mál til þess að fá gögn hennar, eftir að nefndin var lögð niður í janúar. Nú hefur hann farið yfir öll gögnin og sendi hann skýrslu á Pence og Kobach. Hann segir gögnin sýna að ekkert hafi verið til í yfirlýsingum Kobach og Hvíta hússins. Þar að auki sagði hann að útlit væri fyrir að nefndin hefði búist við því að finna sannanir fyrir fullyrðingum Trump.Fyrirfram ákveðin niðurstaða Dunlap sagði forsvarsmenn nefndarinnar þegar hafa nefnt nokkra kafla í skýrslu, sem var svo ekki gefin út. Þar hafi verið titlar eins og „Rangar aðferðir við kosningaskráningu“ og „Dæmi um kosningasvik“. Kaflarnir sjálfir voru þó tómir. Það segir Dunlap til marks um að eina markmið nefndarinnar hefði verið að komast að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. Dunlap fékk einnig tölvupósta meðlima nefndarinnar og þar má finna einn meðlim hennar ræða við aðstoðarmann sinn um að ráða tölfræðing. Í póstinum þóttist hann vera viss um að tölfræðingurinn sem þeir voru að tala um væri „íhaldssöm“ og „kristin“. Þrátt fyrir að hafa starfað sem embættismaður í rúm tuttugu ár segir Dunlap aldrei hafa tekið þátt í öðru eins og þessari nefnd. Það hafi verið eitt það undarlegasta sem hann hafi upplifað og mikil leynd hafi hvílt yfir nefndinni sjálfri. Dunlap segir meðal annars frá því að hann reyndi einu sinni að fá að vita hvenær nefndin myndi koma saman en án árangurs.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira