Segir nefndinni bara ætlað að styðja tilhæfulausar fullyrðingar forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2018 12:06 Kris Kobach, Donald Trump og Mike Pence. Vísir/EPA Matthew Dunlap, innanríkisráðherra Maine í Bandaríkjunum, sem var einn af ellefu meðlimum kosningasvindlnefndar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umrædda nefnd hafa verið eitthvað það undarlegasta sem hann hafi tekið þátt í. Dunlap gagnrýnir nefndina harðlega í nýrri yfirlýsingu og segir eina tilgang hennar hafa verið að styðja við tilhæfulausar fullyrðingar Trump og umfangsmikið kosningasvindl. Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Dunlap segir nefndina, sem var á endanum felld niður, ekki hafa fundið neinar vísbendingar um umfangsmikið svindl.Erfitt að fá gögn Mike Pence, varaforseti, og Kris Kobach, innanríkisráðherra Kansas, stýrðu nefndinni. Þegar nefndin var lögð niður í janúar sagði Kobach að það hefði verið gert vegna þess að „sumu fólki á vinstri kantinum þætti óþægilegt“ hve mikið nefndin hefði uppgötvað. Hvíta húsið sagði nefndina hafa verið lagða niður vegna lögsókna ríkja sem vildu ekki afhenda gögn. það hefði verið gert þrátt fyrir að „umfangsmiklar vísbendingar um kosningasvik“ hefðu litið dagsins ljós. Þrátt fyrir að Dunlap hafi verið meðlimur nefndarinnar þurfti hann að höfða mál til þess að fá gögn hennar, eftir að nefndin var lögð niður í janúar. Nú hefur hann farið yfir öll gögnin og sendi hann skýrslu á Pence og Kobach. Hann segir gögnin sýna að ekkert hafi verið til í yfirlýsingum Kobach og Hvíta hússins. Þar að auki sagði hann að útlit væri fyrir að nefndin hefði búist við því að finna sannanir fyrir fullyrðingum Trump.Fyrirfram ákveðin niðurstaða Dunlap sagði forsvarsmenn nefndarinnar þegar hafa nefnt nokkra kafla í skýrslu, sem var svo ekki gefin út. Þar hafi verið titlar eins og „Rangar aðferðir við kosningaskráningu“ og „Dæmi um kosningasvik“. Kaflarnir sjálfir voru þó tómir. Það segir Dunlap til marks um að eina markmið nefndarinnar hefði verið að komast að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. Dunlap fékk einnig tölvupósta meðlima nefndarinnar og þar má finna einn meðlim hennar ræða við aðstoðarmann sinn um að ráða tölfræðing. Í póstinum þóttist hann vera viss um að tölfræðingurinn sem þeir voru að tala um væri „íhaldssöm“ og „kristin“. Þrátt fyrir að hafa starfað sem embættismaður í rúm tuttugu ár segir Dunlap aldrei hafa tekið þátt í öðru eins og þessari nefnd. Það hafi verið eitt það undarlegasta sem hann hafi upplifað og mikil leynd hafi hvílt yfir nefndinni sjálfri. Dunlap segir meðal annars frá því að hann reyndi einu sinni að fá að vita hvenær nefndin myndi koma saman en án árangurs. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Matthew Dunlap, innanríkisráðherra Maine í Bandaríkjunum, sem var einn af ellefu meðlimum kosningasvindlnefndar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir umrædda nefnd hafa verið eitthvað það undarlegasta sem hann hafi tekið þátt í. Dunlap gagnrýnir nefndina harðlega í nýrri yfirlýsingu og segir eina tilgang hennar hafa verið að styðja við tilhæfulausar fullyrðingar Trump og umfangsmikið kosningasvindl. Trump, sem fékk færri atkvæði en mótframbjóðandi sinn, Hillary Clinton, hefur ítrekað haldið því fram að milljónir hafi kosið hana ólöglega og því hefði hann í raun fengið fleiri atkvæði en hún. Embættismenn um öll Bandaríkin sem og sérfræðingar segja þetta vera kolrangt og rannsóknir hafa ekki bent til þess að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum. Dunlap segir nefndina, sem var á endanum felld niður, ekki hafa fundið neinar vísbendingar um umfangsmikið svindl.Erfitt að fá gögn Mike Pence, varaforseti, og Kris Kobach, innanríkisráðherra Kansas, stýrðu nefndinni. Þegar nefndin var lögð niður í janúar sagði Kobach að það hefði verið gert vegna þess að „sumu fólki á vinstri kantinum þætti óþægilegt“ hve mikið nefndin hefði uppgötvað. Hvíta húsið sagði nefndina hafa verið lagða niður vegna lögsókna ríkja sem vildu ekki afhenda gögn. það hefði verið gert þrátt fyrir að „umfangsmiklar vísbendingar um kosningasvik“ hefðu litið dagsins ljós. Þrátt fyrir að Dunlap hafi verið meðlimur nefndarinnar þurfti hann að höfða mál til þess að fá gögn hennar, eftir að nefndin var lögð niður í janúar. Nú hefur hann farið yfir öll gögnin og sendi hann skýrslu á Pence og Kobach. Hann segir gögnin sýna að ekkert hafi verið til í yfirlýsingum Kobach og Hvíta hússins. Þar að auki sagði hann að útlit væri fyrir að nefndin hefði búist við því að finna sannanir fyrir fullyrðingum Trump.Fyrirfram ákveðin niðurstaða Dunlap sagði forsvarsmenn nefndarinnar þegar hafa nefnt nokkra kafla í skýrslu, sem var svo ekki gefin út. Þar hafi verið titlar eins og „Rangar aðferðir við kosningaskráningu“ og „Dæmi um kosningasvik“. Kaflarnir sjálfir voru þó tómir. Það segir Dunlap til marks um að eina markmið nefndarinnar hefði verið að komast að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. Dunlap fékk einnig tölvupósta meðlima nefndarinnar og þar má finna einn meðlim hennar ræða við aðstoðarmann sinn um að ráða tölfræðing. Í póstinum þóttist hann vera viss um að tölfræðingurinn sem þeir voru að tala um væri „íhaldssöm“ og „kristin“. Þrátt fyrir að hafa starfað sem embættismaður í rúm tuttugu ár segir Dunlap aldrei hafa tekið þátt í öðru eins og þessari nefnd. Það hafi verið eitt það undarlegasta sem hann hafi upplifað og mikil leynd hafi hvílt yfir nefndinni sjálfri. Dunlap segir meðal annars frá því að hann reyndi einu sinni að fá að vita hvenær nefndin myndi koma saman en án árangurs.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira