Morales áformar fjöldafund við landamærin að Bólivíu Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 10:49 Morales á blaðamannafundi í Buenos Aires um miðjan desember. Hann leitaði pólitísks hælis þar. Vísir/EPA Evó Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hvetur stuðningsmenn sína til að safnast saman við landamæri Bólivíu og Argentínu á milli jóla og nýárs til að velja frambjóðanda flokks hans í kosningum í byrjun næsta árs. Morales var hrakinn frá völdum eftir ásakanir um kosningasvindl í haust. Fundur Sósíalismahreyfingar Morales á að fara fram 29. desember en í útvarpsviðtali gat hann þess ekki hvar hann yrði haldinn. Argentínskir fjölmiðlar segja að fundurinn gæti farið fram í borgunum Orán eða Salvador Mazza í Salta-héraði í Argentínu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Morales sótti um pólitísk hæli í Argentínu eftir að hann flúði heimalandið í kjölfar kosninganna í október. Úrslit þeirra voru ómerkt vegna ásakanna um víðtæk kosningasvik. Forsetinn neyddist til að segja af sér undir stífum þrýstingi frá hernum og yfirgaf landið um miðjan nóvember. Sérstakur kosningadómstóll á að ákveða dagsetningu nýrra kosninga fyrir 2. janúar. Þær færu þá fram innan 120 daga. Morales segir að stuðningsmenn flokks hans muni vilja nýjan frambjóðanda á fundinum í næstu viku. Argentínsk stjórnvöld hafi fallist á að sinna öryggisgæslu á fundinum. Saksóknarar í Bólivíu gáfu út handtökuskipun á hendur Morales fyrir undirróður, hryðjuverk og fjármögnun hryðjuverka í síðustu viku. Morales hefur útilokað að hann bjóði sig fram aftur en þess í stað tilnefnt Luis Acre Catacora, fyrrverandi efnahagsráðherra, og Adronico Rodriguez, leiðtoga verkalýðsfélags kókaræktenda, sem mögulega frambjóðendur flokksins. Argentína Bólivía Tengdar fréttir Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25 Nýr forseti mætti með stóra biblíu inn í forsetahöllina Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að Jeanine Áñez hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. 13. nóvember 2019 13:09 Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42 Evo Morales segir lífi sínu ógnað Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. 12. nóvember 2019 17:59 Morales biðlar til Sameinuðu þjóðanna Evo Morales kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan miðli málum í Bólivíu eftir að her landsins knúði hann til þess að segja af sér sem forseti um síðustu helgi. 15. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Evó Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hvetur stuðningsmenn sína til að safnast saman við landamæri Bólivíu og Argentínu á milli jóla og nýárs til að velja frambjóðanda flokks hans í kosningum í byrjun næsta árs. Morales var hrakinn frá völdum eftir ásakanir um kosningasvindl í haust. Fundur Sósíalismahreyfingar Morales á að fara fram 29. desember en í útvarpsviðtali gat hann þess ekki hvar hann yrði haldinn. Argentínskir fjölmiðlar segja að fundurinn gæti farið fram í borgunum Orán eða Salvador Mazza í Salta-héraði í Argentínu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Morales sótti um pólitísk hæli í Argentínu eftir að hann flúði heimalandið í kjölfar kosninganna í október. Úrslit þeirra voru ómerkt vegna ásakanna um víðtæk kosningasvik. Forsetinn neyddist til að segja af sér undir stífum þrýstingi frá hernum og yfirgaf landið um miðjan nóvember. Sérstakur kosningadómstóll á að ákveða dagsetningu nýrra kosninga fyrir 2. janúar. Þær færu þá fram innan 120 daga. Morales segir að stuðningsmenn flokks hans muni vilja nýjan frambjóðanda á fundinum í næstu viku. Argentínsk stjórnvöld hafi fallist á að sinna öryggisgæslu á fundinum. Saksóknarar í Bólivíu gáfu út handtökuskipun á hendur Morales fyrir undirróður, hryðjuverk og fjármögnun hryðjuverka í síðustu viku. Morales hefur útilokað að hann bjóði sig fram aftur en þess í stað tilnefnt Luis Acre Catacora, fyrrverandi efnahagsráðherra, og Adronico Rodriguez, leiðtoga verkalýðsfélags kókaræktenda, sem mögulega frambjóðendur flokksins.
Argentína Bólivía Tengdar fréttir Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25 Nýr forseti mætti með stóra biblíu inn í forsetahöllina Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að Jeanine Áñez hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. 13. nóvember 2019 13:09 Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42 Evo Morales segir lífi sínu ógnað Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. 12. nóvember 2019 17:59 Morales biðlar til Sameinuðu þjóðanna Evo Morales kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan miðli málum í Bólivíu eftir að her landsins knúði hann til þess að segja af sér sem forseti um síðustu helgi. 15. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Sjá meira
Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25
Nýr forseti mætti með stóra biblíu inn í forsetahöllina Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að Jeanine Áñez hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. 13. nóvember 2019 13:09
Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42
Evo Morales segir lífi sínu ógnað Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. 12. nóvember 2019 17:59
Morales biðlar til Sameinuðu þjóðanna Evo Morales kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan miðli málum í Bólivíu eftir að her landsins knúði hann til þess að segja af sér sem forseti um síðustu helgi. 15. nóvember 2019 18:15