Morales áformar fjöldafund við landamærin að Bólivíu Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 10:49 Morales á blaðamannafundi í Buenos Aires um miðjan desember. Hann leitaði pólitísks hælis þar. Vísir/EPA Evó Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hvetur stuðningsmenn sína til að safnast saman við landamæri Bólivíu og Argentínu á milli jóla og nýárs til að velja frambjóðanda flokks hans í kosningum í byrjun næsta árs. Morales var hrakinn frá völdum eftir ásakanir um kosningasvindl í haust. Fundur Sósíalismahreyfingar Morales á að fara fram 29. desember en í útvarpsviðtali gat hann þess ekki hvar hann yrði haldinn. Argentínskir fjölmiðlar segja að fundurinn gæti farið fram í borgunum Orán eða Salvador Mazza í Salta-héraði í Argentínu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Morales sótti um pólitísk hæli í Argentínu eftir að hann flúði heimalandið í kjölfar kosninganna í október. Úrslit þeirra voru ómerkt vegna ásakanna um víðtæk kosningasvik. Forsetinn neyddist til að segja af sér undir stífum þrýstingi frá hernum og yfirgaf landið um miðjan nóvember. Sérstakur kosningadómstóll á að ákveða dagsetningu nýrra kosninga fyrir 2. janúar. Þær færu þá fram innan 120 daga. Morales segir að stuðningsmenn flokks hans muni vilja nýjan frambjóðanda á fundinum í næstu viku. Argentínsk stjórnvöld hafi fallist á að sinna öryggisgæslu á fundinum. Saksóknarar í Bólivíu gáfu út handtökuskipun á hendur Morales fyrir undirróður, hryðjuverk og fjármögnun hryðjuverka í síðustu viku. Morales hefur útilokað að hann bjóði sig fram aftur en þess í stað tilnefnt Luis Acre Catacora, fyrrverandi efnahagsráðherra, og Adronico Rodriguez, leiðtoga verkalýðsfélags kókaræktenda, sem mögulega frambjóðendur flokksins. Argentína Bólivía Tengdar fréttir Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25 Nýr forseti mætti með stóra biblíu inn í forsetahöllina Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að Jeanine Áñez hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. 13. nóvember 2019 13:09 Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42 Evo Morales segir lífi sínu ógnað Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. 12. nóvember 2019 17:59 Morales biðlar til Sameinuðu þjóðanna Evo Morales kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan miðli málum í Bólivíu eftir að her landsins knúði hann til þess að segja af sér sem forseti um síðustu helgi. 15. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Evó Morales, fyrrverandi forseti Bólivíu, hvetur stuðningsmenn sína til að safnast saman við landamæri Bólivíu og Argentínu á milli jóla og nýárs til að velja frambjóðanda flokks hans í kosningum í byrjun næsta árs. Morales var hrakinn frá völdum eftir ásakanir um kosningasvindl í haust. Fundur Sósíalismahreyfingar Morales á að fara fram 29. desember en í útvarpsviðtali gat hann þess ekki hvar hann yrði haldinn. Argentínskir fjölmiðlar segja að fundurinn gæti farið fram í borgunum Orán eða Salvador Mazza í Salta-héraði í Argentínu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Morales sótti um pólitísk hæli í Argentínu eftir að hann flúði heimalandið í kjölfar kosninganna í október. Úrslit þeirra voru ómerkt vegna ásakanna um víðtæk kosningasvik. Forsetinn neyddist til að segja af sér undir stífum þrýstingi frá hernum og yfirgaf landið um miðjan nóvember. Sérstakur kosningadómstóll á að ákveða dagsetningu nýrra kosninga fyrir 2. janúar. Þær færu þá fram innan 120 daga. Morales segir að stuðningsmenn flokks hans muni vilja nýjan frambjóðanda á fundinum í næstu viku. Argentínsk stjórnvöld hafi fallist á að sinna öryggisgæslu á fundinum. Saksóknarar í Bólivíu gáfu út handtökuskipun á hendur Morales fyrir undirróður, hryðjuverk og fjármögnun hryðjuverka í síðustu viku. Morales hefur útilokað að hann bjóði sig fram aftur en þess í stað tilnefnt Luis Acre Catacora, fyrrverandi efnahagsráðherra, og Adronico Rodriguez, leiðtoga verkalýðsfélags kókaræktenda, sem mögulega frambjóðendur flokksins.
Argentína Bólivía Tengdar fréttir Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25 Nýr forseti mætti með stóra biblíu inn í forsetahöllina Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að Jeanine Áñez hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. 13. nóvember 2019 13:09 Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42 Evo Morales segir lífi sínu ógnað Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. 12. nóvember 2019 17:59 Morales biðlar til Sameinuðu þjóðanna Evo Morales kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan miðli málum í Bólivíu eftir að her landsins knúði hann til þess að segja af sér sem forseti um síðustu helgi. 15. nóvember 2019 18:15 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25
Nýr forseti mætti með stóra biblíu inn í forsetahöllina Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að Jeanine Áñez hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. 13. nóvember 2019 13:09
Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. 11. nóvember 2019 08:42
Evo Morales segir lífi sínu ógnað Fyrrverandi forseti Bólivíu, Evo Morales, kom til Mexíkóborgar í dag og segist hann hafa sótt um hæli vegna þess að líf hans sé í húfi. 12. nóvember 2019 17:59
Morales biðlar til Sameinuðu þjóðanna Evo Morales kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og kaþólska kirkjan miðli málum í Bólivíu eftir að her landsins knúði hann til þess að segja af sér sem forseti um síðustu helgi. 15. nóvember 2019 18:15