Björgunarsveitir og lögregla hafa leitað að konu við Dyrhólaey í dag og í kvöld. Leitin hefur enn ekki borið árangur.
Ekkert hefur spurst til konunnar frá því fyrir helgi en Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að leit verði haldið áfram á morgun.
„Það var leitað við Dyrhólaey núna í kvöld og það verður leitað aftur þarna á svæðinu á morgun,“ sagði Sveinn Kristján í samtali við fréttastofu.
Björgunarsveitir og lögregla leituðu að konu við Dyrhólaey
