Innlent

Nokkuð um slags­mál í mið­bænum í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Tveir ökumenn stöðvaðir í akstri, báðir sviptir ökuréttindum.
Tveir ökumenn stöðvaðir í akstri, báðir sviptir ökuréttindum. Vísir/Vilhelm

Nóttin var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborginni. Í tilkynningu frá lögreglu segir að nokkuð hafi verið um tilkynningar vegna slagsmála í miðbænum þegar leið á nóttina.

„Óskað var eftir lögreglu til að aðstoða kött í sjálfheldu, lögreglumenn voru að sjálfsögðu fljótir á staðinn og björguðu kettinum.

Tveir ökumenn stöðvaðir í akstri, báðir sviptir ökuréttindum. Þá var ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir, þarna reyndust vera túristar á ferð og fóru í vitlausa byggingu við leit að íbúð sinni.

Hafði lögregla eftirlit með skemmtistöðum, við athugum með leyfi á einum skemmtistað reyndust tilskilin leyfi ekki uppfyllt og var því viðkomandi skemmtistað lokað, segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×