Innlent

Líkams­á­rás með „málmá­haldi“ rann­sökuð sem mögu­legur haturs­glæpur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tilkynnt var um árásina skömmu eftir klukkan fimm í morgun í miðbæ Reykjavíkur. Mynd er úr safni.
Tilkynnt var um árásina skömmu eftir klukkan fimm í morgun í miðbæ Reykjavíkur. Mynd er úr safni.

Erlendur karlmaður á þrítugsaldri varð fyrir líkamsárás tveggja manna í miðborg Reykjavíkur snemma í morgun. Lögregla rannsakar málið sem hugsanlegan hatursglæp, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Ekki kemur fram í tilkynningu hvort grunaðir árásarmenn hafi verið handteknir.

Þá er talið að einhvers konar málmáhald hafi verið notað við árásina. Þolandi hlaut áverka í andliti og var einnig nokkuð vankaður, að því er segir í tilkynningu. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×