Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2019 22:08 Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins. EPA/PETER POWELL Útgönguspá sem kynnt var núna klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. Útgönguspáin sýnir Íhaldsflokkinn með 368 þingsæti en 326 sæti þarf til þess að ná meirihluta í þinginu. Verkamannaflokkurinn er með 191 þingsæti samkvæmt spánni og Skoski þjóðarflokkurinn 55. Frjálslyndir demókratar fá 13 þingmenn samkvæmt spánni. Huw Edwards og Laura Keunssberg, fréttamenn BBC, sögðu að verði úrslit kosninganna eitthvað í líkingu við útgönguspána þá væri Íhaldsflokkurinn með mjög traustan meirihluta í þinginu. Verkamannaflokkurinn væri aftur á móti að upplifa alvarlegt og sögulegt tap. Íhaldsflokknum tókst ekki að fá hreinan meirihluta á breska þinginu í kosningunum 2017, flokkurinn náði þá 317 þingsætum en Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hefur varið ríkisstjórn flokksins gegn vantrausti. Útgönguspáin bendir til þess að flokkurinn hafi nú bætt fjölda þingsæta við sig á meðan Verkamannaflokkurinn missir sæti miðað við kosningarnar 2017 þegar hann hlaut 232 sæti. Í kosningavakt Guardian er farið yfir það hversu áreiðanlegar útgönguspárnar hafa verið. Undanfarin ár hafa þær verið mjög nálægt kosningaúrslitunum sjálfum. Árið 2017 sýndu útgönguspár að Íhaldsmenn myndi vanta 12 þingmenn til að ná meirihluta, þá vantaði átta og 2015 bentu spárnar til að Íhaldsflokkurinn myndi þurfa 10 þingmenn til að ná meirihluta en hann náði 12 manna meirihluta. 2010 og 2005 voru útgönguspárnar svo alveg í samræmi við kosningaúrslitin sjálf. Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá kosningavöku Sky News.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Útgönguspá sem kynnt var núna klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. Útgönguspáin sýnir Íhaldsflokkinn með 368 þingsæti en 326 sæti þarf til þess að ná meirihluta í þinginu. Verkamannaflokkurinn er með 191 þingsæti samkvæmt spánni og Skoski þjóðarflokkurinn 55. Frjálslyndir demókratar fá 13 þingmenn samkvæmt spánni. Huw Edwards og Laura Keunssberg, fréttamenn BBC, sögðu að verði úrslit kosninganna eitthvað í líkingu við útgönguspána þá væri Íhaldsflokkurinn með mjög traustan meirihluta í þinginu. Verkamannaflokkurinn væri aftur á móti að upplifa alvarlegt og sögulegt tap. Íhaldsflokknum tókst ekki að fá hreinan meirihluta á breska þinginu í kosningunum 2017, flokkurinn náði þá 317 þingsætum en Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hefur varið ríkisstjórn flokksins gegn vantrausti. Útgönguspáin bendir til þess að flokkurinn hafi nú bætt fjölda þingsæta við sig á meðan Verkamannaflokkurinn missir sæti miðað við kosningarnar 2017 þegar hann hlaut 232 sæti. Í kosningavakt Guardian er farið yfir það hversu áreiðanlegar útgönguspárnar hafa verið. Undanfarin ár hafa þær verið mjög nálægt kosningaúrslitunum sjálfum. Árið 2017 sýndu útgönguspár að Íhaldsmenn myndi vanta 12 þingmenn til að ná meirihluta, þá vantaði átta og 2015 bentu spárnar til að Íhaldsflokkurinn myndi þurfa 10 þingmenn til að ná meirihluta en hann náði 12 manna meirihluta. 2010 og 2005 voru útgönguspárnar svo alveg í samræmi við kosningaúrslitin sjálf. Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá kosningavöku Sky News.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira