Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. desember 2019 18:45 Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. „Þessar kosningar þýða að það Brexit er óumdeilanlega afstaða breska þjóðarinnar,“ sagði forsætisráðherrann í nótt þegar niðurstöður lágu fyrir. Þegar horft er til Bretlands í heild má sjá að Íhaldsflokkurinn hefur nú töluverða yfirburði. Hann fékk 364 sæti af 650 og þar með hreinan meirihluta, bætti við sig 47 sætum. Flokkurinn var sterkastur á Englandi og sótti einnig sæti til Wales. Verkamannaflokkurinn fékk 203 sæti, tapaði 59, og fékk því sína verstu kosningu frá árinu 1935. Frjálslyndir demókratar fengu fleiri atkvæði en í síðustu kosningum en töpuðu samt sem áður einu sæti vegna þess að á Bretlandi eru einmenningskjördæmi. Á Skotlandi er staðan orðin þannig að Skoski þjóðarflokkurinn hefur 48 sæti af þeim 59 sem Skotar fá. Flokkurinn er því í yfirburðastöðu og hefur krafa hans um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland því aukið vægi. Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, beindi þeim orðum að Johnson að atkvæðagreiðsla væri ekki bara krafa hennar eða Skoska þjóðarflokksins, heldur réttur Skota. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var niðurlútur þegar niðurstöðurnar lágu fyrir. Hann mun ekki leiða flokkinn í næstu kosningum. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, er í svipaðri stöðu. Hún missti þingsæti sitt til Skoska þjóðarflokksins og má því ekki lengur, samkvæmt reglum Frjálslyndra demókrata, leiða flokkinn. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. „Þessar kosningar þýða að það Brexit er óumdeilanlega afstaða breska þjóðarinnar,“ sagði forsætisráðherrann í nótt þegar niðurstöður lágu fyrir. Þegar horft er til Bretlands í heild má sjá að Íhaldsflokkurinn hefur nú töluverða yfirburði. Hann fékk 364 sæti af 650 og þar með hreinan meirihluta, bætti við sig 47 sætum. Flokkurinn var sterkastur á Englandi og sótti einnig sæti til Wales. Verkamannaflokkurinn fékk 203 sæti, tapaði 59, og fékk því sína verstu kosningu frá árinu 1935. Frjálslyndir demókratar fengu fleiri atkvæði en í síðustu kosningum en töpuðu samt sem áður einu sæti vegna þess að á Bretlandi eru einmenningskjördæmi. Á Skotlandi er staðan orðin þannig að Skoski þjóðarflokkurinn hefur 48 sæti af þeim 59 sem Skotar fá. Flokkurinn er því í yfirburðastöðu og hefur krafa hans um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland því aukið vægi. Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, beindi þeim orðum að Johnson að atkvæðagreiðsla væri ekki bara krafa hennar eða Skoska þjóðarflokksins, heldur réttur Skota. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var niðurlútur þegar niðurstöðurnar lágu fyrir. Hann mun ekki leiða flokkinn í næstu kosningum. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, er í svipaðri stöðu. Hún missti þingsæti sitt til Skoska þjóðarflokksins og má því ekki lengur, samkvæmt reglum Frjálslyndra demókrata, leiða flokkinn.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira