Öruggir innviðir samfélagsins Böðvar Tómasson skrifar 15. desember 2019 13:38 Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. Margar þjóðir hafa sérstaklega skilgreint mikilvæga innviði, svo sem veitukerfi, samskiptakerfi, samgöngukerfi, heilbrigðisþjónustu og fleira, til að geta meðhöndlað öryggi þeirra með viðunandi hætti. Aðrar þjóðir hafa á síðustu árum valið að skilgreina markmið varðandi öryggi sem mikilvægir innviðir þurfa að uppfylla. Opinber skilgreining á mikilvægum innviðum á Íslandi er takmörkuð og óljóst hvaða markmið eru sett varðandi öryggi þeirra. Unnið hefur verið að auknu öryggi á afmörkuðum sviðum, til dæmis fyrir fjarskipti og fjármál, en heildstæða nálgun vantar. Lög um almannavarnir taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum, en ekki til öryggis þeirra innviða sem nauðsynlegir eru til að tryggja viðbrögðin. Því eru gloppur þegar kemur að því að tryggja heildaröryggi landsmanna, þar sem mikilvæga þætti vantar til að undirbyggja það. Öryggi samfélagsins byggist ekki eingöngu á stökum innviðum heldur eru innviðirnir innbyrðis háðir hver öðrum. Það er þáttur sem oft yfirsést við mat á öryggi þeirra. Milli þeirra eru margs konar tengsl sem geta verið áþreifanleg, landfræðileg, tölvutengd eða jafnvel rökræn. Bilun í einu kerfi getur auðveldlega leitt til þess að annað kerfi dettur út og þannig valdið keðjuverkun eða þrepamögnun bilunarinnar. Nýlegir atburðir á Norður- og Vesturlandi sýna þessi tengsl ágætlega og hvernig þrepamögnun verður. Óveður olli víðtæku rofi á rafmagnslínum og rafmagnsleysi á stóru svæði. Fjarskiptasendar eru aðeins með varaafl í takmarkaðan tíma og flestir símar landsmanna eru þráðlausir eða tengdir tölvukerfinu (IP) og þarfnast reglulega hleðslu. Fjarskipti voru því óvirk á vissum svæðum, sem torveldaði viðbragðsaðilum að sinna hlutverkum sínum og skapaði mikla hættu fyrir íbúa. Þetta á einnig við um öryggisfjarskipti með Tetra kerfi. Útvarpssendar eru háðir rafmagni og fjarskiptabúnaði t.d. ljósleiðara, og því var ekki hægt að koma upplýsingum á framfæri til íbúa. Margir bæir t.d. í Svarfaðardal misstu allt samband við umheiminn í langan tíma. Slíkt verður að teljast óásættanlegt í nútíma samfélagi. Margir staðir sem áður voru með varaaflstöðvar, eru það ekki lengur. Fólk er orðið vant öruggri afhendingu rafmagns, en áhættan er ennþá til staðar. Dæmi er um að varaaflstöðvar hafi ekki virkað eða kláruðu olíubirgðirnar. Dæling olíu á eldneytisstöðvum er yfirleitt háð rafmagni og erfitt að komast að varaaflsstöðvum með olíu vegna veðurs. Í skipulagsreglugerð (nr. 90/2013) er eitt af markmiðunum að hafa öryggi að leiðarljósi við þróun byggðar og landnotkunar. Í því samhengi þarf að tryggja öryggi samfélagsins í víðu samhengi og strax á svæðisskipulagsstigi þarf að átta sig á áhættum tengdum innviðum þess. Fyrir dreifikerfi rafmagns getur öryggið t.d. falist í því að hafa óháðar dreifileiðir, næga flutningsgetu og möguleika á að lagfæra dreifikerfið með skjótum hætti, við bilanir. Greina þarf tengingar mismunandi innviða og þá sérstaklega samspil rafmagns og fjarskipta við mat á heildar áhættu. Verkefni yfirvalda í almannavörnum er að skilgreina nánar mikilvæga innviði samfélagsins og setja viðmið um ásættanlegt öryggi þeirra. Í mörgum tilvikum þarf að auka áfallaþol þeirra og tryggja að samtenging þeirra hafi ekki margföldunaráhrif þegar áföll dynja yfir. Tryggja þarf að tekið sé tillit til heildaröryggis í skipulagi strax á fyrstu stigum skipulagsferlisins og samspil innviða sé tekið með í myndina, bæði við almenna notkun og vegna björgunaraðgerða. Byggt á grein höfundar frá 2013, þar sem fjallað er um sömu vandamál.Höfundur greinarinnar er verkfræðingur og doktorsnemi í áhættustjórnun við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almannavarnir Fjarskipti Samgöngur Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. Margar þjóðir hafa sérstaklega skilgreint mikilvæga innviði, svo sem veitukerfi, samskiptakerfi, samgöngukerfi, heilbrigðisþjónustu og fleira, til að geta meðhöndlað öryggi þeirra með viðunandi hætti. Aðrar þjóðir hafa á síðustu árum valið að skilgreina markmið varðandi öryggi sem mikilvægir innviðir þurfa að uppfylla. Opinber skilgreining á mikilvægum innviðum á Íslandi er takmörkuð og óljóst hvaða markmið eru sett varðandi öryggi þeirra. Unnið hefur verið að auknu öryggi á afmörkuðum sviðum, til dæmis fyrir fjarskipti og fjármál, en heildstæða nálgun vantar. Lög um almannavarnir taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum, en ekki til öryggis þeirra innviða sem nauðsynlegir eru til að tryggja viðbrögðin. Því eru gloppur þegar kemur að því að tryggja heildaröryggi landsmanna, þar sem mikilvæga þætti vantar til að undirbyggja það. Öryggi samfélagsins byggist ekki eingöngu á stökum innviðum heldur eru innviðirnir innbyrðis háðir hver öðrum. Það er þáttur sem oft yfirsést við mat á öryggi þeirra. Milli þeirra eru margs konar tengsl sem geta verið áþreifanleg, landfræðileg, tölvutengd eða jafnvel rökræn. Bilun í einu kerfi getur auðveldlega leitt til þess að annað kerfi dettur út og þannig valdið keðjuverkun eða þrepamögnun bilunarinnar. Nýlegir atburðir á Norður- og Vesturlandi sýna þessi tengsl ágætlega og hvernig þrepamögnun verður. Óveður olli víðtæku rofi á rafmagnslínum og rafmagnsleysi á stóru svæði. Fjarskiptasendar eru aðeins með varaafl í takmarkaðan tíma og flestir símar landsmanna eru þráðlausir eða tengdir tölvukerfinu (IP) og þarfnast reglulega hleðslu. Fjarskipti voru því óvirk á vissum svæðum, sem torveldaði viðbragðsaðilum að sinna hlutverkum sínum og skapaði mikla hættu fyrir íbúa. Þetta á einnig við um öryggisfjarskipti með Tetra kerfi. Útvarpssendar eru háðir rafmagni og fjarskiptabúnaði t.d. ljósleiðara, og því var ekki hægt að koma upplýsingum á framfæri til íbúa. Margir bæir t.d. í Svarfaðardal misstu allt samband við umheiminn í langan tíma. Slíkt verður að teljast óásættanlegt í nútíma samfélagi. Margir staðir sem áður voru með varaaflstöðvar, eru það ekki lengur. Fólk er orðið vant öruggri afhendingu rafmagns, en áhættan er ennþá til staðar. Dæmi er um að varaaflstöðvar hafi ekki virkað eða kláruðu olíubirgðirnar. Dæling olíu á eldneytisstöðvum er yfirleitt háð rafmagni og erfitt að komast að varaaflsstöðvum með olíu vegna veðurs. Í skipulagsreglugerð (nr. 90/2013) er eitt af markmiðunum að hafa öryggi að leiðarljósi við þróun byggðar og landnotkunar. Í því samhengi þarf að tryggja öryggi samfélagsins í víðu samhengi og strax á svæðisskipulagsstigi þarf að átta sig á áhættum tengdum innviðum þess. Fyrir dreifikerfi rafmagns getur öryggið t.d. falist í því að hafa óháðar dreifileiðir, næga flutningsgetu og möguleika á að lagfæra dreifikerfið með skjótum hætti, við bilanir. Greina þarf tengingar mismunandi innviða og þá sérstaklega samspil rafmagns og fjarskipta við mat á heildar áhættu. Verkefni yfirvalda í almannavörnum er að skilgreina nánar mikilvæga innviði samfélagsins og setja viðmið um ásættanlegt öryggi þeirra. Í mörgum tilvikum þarf að auka áfallaþol þeirra og tryggja að samtenging þeirra hafi ekki margföldunaráhrif þegar áföll dynja yfir. Tryggja þarf að tekið sé tillit til heildaröryggis í skipulagi strax á fyrstu stigum skipulagsferlisins og samspil innviða sé tekið með í myndina, bæði við almenna notkun og vegna björgunaraðgerða. Byggt á grein höfundar frá 2013, þar sem fjallað er um sömu vandamál.Höfundur greinarinnar er verkfræðingur og doktorsnemi í áhættustjórnun við Háskóla Íslands.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun